Flateyri og kvótinn

kambur

 

Þetta eru vondar fréttir frá Kambi á Flateyri. Enn liggur þó ekki fyrir hvað er að gerast en miðað við viðbrögð framkvæmdastjórans í viðtali í útvarpinu er hann kominn að fótum fram með reksturinn. Fyrirtækið sé skuldsett, vexti háir, gengi krónunnar óhagstætt, kvóta verð hátt og leigukvóti út úr kotinu.

Bloggari hélt reyndar að staða fiskvinnslunnar væri mjög góð um þessar mundir, þátt fyrir hátt gengi krónunnar, og það væri orsökin fyrir háu verið á þorskkvóta. Ekki er það stöðuleiki í pólitíkinni sem gefur tilefni til hás verðs eða nein sérstök bjartsýni fiskifræðinga hjá Hafró á stöðu stofnsins. Rétt er að benda á að Kambur er í samkeppni við önnur íslensk fyrirtæki sem starfa í sama umhverfi með sama gengi og vaxtastefnu.

Fullyrt var við bloggara að þetta hafi verið kalt mat hjá eigendum þar sem kvótaverð væri í hámarki, hætta á vondum fréttum frá Hafró á leiðinni og erlend skuldastaða hagstæð vegna sterkrar krónu. Eigendur geti því gengið út með umtalsverða fúlgu fjár, þrátt fyrir að reksturinn sé kominn að fótum fram. Erfitt er að trúa því að fólk sem eytt hefur starfsævinni í samfélagi eins og Ísafjarðarbæ í áratugi, verið áhugafólk um uppbyggingu og rekstur samfélagsins, geti tekið slíkar kaldar ákvarðanir til að komast út með milljarða í eigin sjóð.

Einnig hefur því verið fleygt að ákvörðunin hafi komið skyndilega og aðrir öflugir aðilar í greininni á svæðinu hafi ekki fengið ráðrúm til að bregðast við. Eigendur Kambs hafi þannig látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um starfsfólk sitt, bæjarfélagið og félaga sína í greininni. Það er alveg ljóst að ef þetta er eins slæmt og það lítur út fyrir að vera að þá liggja kollegarnir í súpunni og andstaða við annars ágætt kerfi mun blossa upp. Þetta mun æsa upp andstöðu við kvótakerfið og verða vatn á myllu andstæðinga þess.

Í Japan er til stefna sem byggir á samurai hugsun. Menn þar gera ráð fyrir að hver dagur sé þeirra síðastur og þeir þurfi að vera tilbúnir að skilja við þennan heim. Að hegðun þeirra og framkoma við annað fólk sé með þeim hætti að þeir geti hvatt þetta líf og orðstír þeirra lifi þeim og fjölskyldu þeirra til sóma. Norrænir menn veltu þessu sama fyrir sér í eftirfarandi kvæði úr Hávamálum.

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

 Bloggari hefur verið dyggasti stuðningsmaður kvótakerfisins þar sem það hefur fært Íslendingum hagsæld með hagkvæmu stjórnkerfi. Í raun er um takmarkaða auðlind að ræða og ekki hægt að stunda sjálfbærar veiðar úr stofninum nema með einhverskonar takmörkunum. Málið er bara að þær séu hagkvæmar og fiskveiðiarði verði síðan úthlutað með réttlátum hætti. Kvótakerfið byggir á eignarétti á nýtingu auðlindarinnar sem er grundvallaratriði í kerfinu. Leiga og sala á aflaheimildum eru forsenda þess að veiðar og vinnsla verði hagkvæm og skili góðum arði.

En frelsinu fylgir ábyrgð og mikilvægt að þeir aðilar sem treyst er fyrir lífsviðurværi hundruða manna standi undir því trausti sem á þá er lagt. Hafi engin vilji verið hjá eigendum Kambs að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins eða kanna áhuga heimamanna fyrir kaupum, eru þeir ekki að standa undir því trausti. Hér er að sjálfsögðu átt við aflaheimildirnar en ekki ónothæf fisklaus hús á Flateyri.

Það verður beiskur kaleikur að dreypa á þegar breyta á öllum milljörðunum í ánægju fyrir sjálfan sig. Það hefði kannski þurft meiri samurai hugsun í þetta mál.

 samurai

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Þarna er ég mjög sammála þér frændi, já það er spurning um hversu góður verður rjóminn þegar tugir manna sitja uppi í skuldasúpu og verðlausar eignir á kostnað hans.

Skafti Elíasson, 20.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Bjarni. Þú ættir að lesa pistilinn minn betur. Ég er ekkert að fjargviðrast út af sölunni sem slíkri, heldur aðferðafræðinni. Ef þú spyrð hver hafi gefið leyfi til þess þá eru landslög í þessu landi sem Kambur er að fara eftir.

Kvótakerfið hefur alla tíð verið málamiðlun milli hagkvæmni og réttlætis. Þegar kvótinn var settur á var öll útgerð á leiðinni á hausinn. Endalaust tap og ofveiði. Við setningu lagana var umræðan öll um hagkvæmni og ,,réttlæti" Gæsalappirnar vísa til þess að réttlætið getur oft snúist upp í andhverfu sína. Allt sem síðar var prjónað við kerfið var gert í anda réttlætis, byggðakvóti, línuívilnun og trillukvóti hefur bara dregið úr hagkvæmni og aukið óréttlæti.

En málið er hvernig staðið er að þessari sölu. Hugsa bara um sjálfan sig og láta ekki á það reyna hvort heimamenn vildu taka við þessu rekstri. Það liggur fyrir að mikill vilji var til þess en þeim ekki gefið tækifæri eða ráðrúm til þess. Um það fjallar pistillinn.

Gunnar Þórðarson, 21.5.2007 kl. 08:12

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll aftur Bjarni. Það er nauðsynlegt að halda sér við efnið. Það er erfitt að ræða málin þegar umræðan er komin út um allt. Hvar ég er í flokki skiptir engu í því sem ég er að skrifa. Það er nauðsynlegt að takmarka aðgang að auðlindinni! Þú hlýtur að vera sammála mér í því? Þetta er takmörkuð auðlind og því þarf einhverskonar kerfi til að koma í veg fyrir ofveiði. Í enföldu máli gengur þetta út á að halda eins fáum við þetta og mögulet er til að ná þeim afla sem stofninn þolir. Láta þá hæfustu um þetta og hinir gera eitthvað annað. Það er lífsspursmál fyrir íslenska þjóð.

Varðandi 1. gr. þá er þetta alveg á hreinu. Það er engin að efast um að þjóði eigi auðlindina. Hún setur lög um veiðar og reglugerðir. Þjóðin (þingið) ákveður hversu mikið á að veiða. Hinsvegar felur hún útgerðamönnum nýtingarrétinn. Til að ná fram hagkvæmni er mikilvægt að þeir geti verslað (ekki braskað) með nýtingarrétinn þannig að hann endi hjá þeim sem best fara með hann.

Gunnar Þórðarson, 22.5.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband