Frelsi í Frakklandi

Sarkozy

Hvað skyldi nýr forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, ætla að gera varðandi atvinnumál landsins? Það hefur verið viðvarandi atvinnuleysi í Frakklandi og því vandamáli deila Frakkar með Þjóðverjum.  En hverju skyldi vera um að kenna?

Fyrir hálfu öðru ári síðan reyndi þáverandi forsætisráðherra Frakka, Dominique de Villepin, að gera breytingar á vinnulöggjöfinni til að draga úr atvinnuleysi ungs fólks, sem var þá um 25%. Stríðsástand skapaðist og stjórnvöld urðu að gefast upp fyrir ofbeldi verkalýðsfélaga og draga í land með annars ágæt áform.

Atvinnuleysi í Frakklandi

Vandamálið í Frakklandi eru of mikil völd verkalýðsfélaga og mikið regluverk á vinnumarkaði sem dregur úr vinnuvilja almennings og vilja fyrirtækja til starfrækslu í landinu. Það er mjög dýrt að losa sig við starfsmenn þegar dregur úr eftirspurn á vörum frá fyrirtækjum, og því hika þau við að ráða fólk þegar betur gengur. Þetta er grundvallaratriði og er einmitt ástæðan fyrir lélegri framleiðni hjá ríkisstarfsmönnum á Íslandi. Þess vegna var nauðsynlegt að hlutafélaga væða RÚV.

Hér að neðan eru tvö línurit þar sem annars vegar er borið saman stig regluverks og atvinnuþátttaka vinnuafls í 14 ríkjum ESB, og hinsvegar kostnaður við uppsagnir og atvinnuþátttöku vinnuafls í sömu ríkjum.  Töflurnar eru reyndar sex ára gamlar en standa vel fyrir sínu og gefa glögga mynd af leitni milli þessara breyta.

Regluverk og atvinnuleysi.

Ef vinnumarkaðurinn væri fullkomin þyrfti enga samninga milli launþega og atvinnurekanda. Markaðurinn myndi sjá um sig sjálfur en lífið er ekki svo fullkomið hvað þetta varðar. Reyndar hefur samband launþega og atvinnurekanda batnað til muna þar sem sá síðarnefndi áttar sig á því að sá fyrrnefndi er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins.

Rétt er að skoða fyrst stig regluverks og tengsl þess við atvinnuþátttöku vinnuafls.  Rétt er að taka fram að hér er aðeins miðað við vinnufæra menn þar sem börn, gamalmenni, sjúklingar og öryrkjar eru ekki taldir með.  

 Stig regluverks

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil leitni er á milli þessara breyta og er fylgnin um 65% sem gefur mjög sterka vísbendingu um að regluverk skapar atvinnuleysi.

Næsta línurit sýnir kostnað við að segja upp fólki og leitni þess við atvinnuþátttöku í 14 ríkjum ESB. Mikil fylgni er þarna á milli.

Kostnaður við uppsögn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sagt hefur verið um þessi línurit að að þau séu ,,The graphs the EU Commission dare not publish" (línuritin sem Framkvæmdastjórn ESB voga sér ekki að birta)

Það verður gaman að fylgjast með Sarkozy og félögum takast á um þessi mál í Frakklandi á næstu misserum. Hugmyndin er að henda 35 stunda vinnuviku fyrir róða, endurskoða velferðakerfið og auka vilja til vinnu. Í stuttu máli sagt ætlar hann að auka frelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband