Björn Bjarnason

images

Björn Bjarnason

2500 kjósendur strikuðu yfir nafn Björns Bjarnarsonar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Skyldi margfræg auglýsing hafa haft mikil áhrif á viðhorf fólks eða hafa margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins lítið álit á dómsmálaráðherra?

Björn Bjarnarson er einn hæfasti stjórnmálamaður samtímans. Hann hefur staðið sig frábærlega sem ráðherra, bæði sem forystumaður mennta- og dómsmála. Það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingu lögreglunar og hvernig brugðist hefur verið við því tómarúmi sem myndaðist við brottför Bandaríkjamanna af Keflavíkurvelli. Fumlaus vönduð vinnubrögð sem gætur verði hverjum sem er til fyrirmyndar.

Björn hefur reyndar verið óþreytandi við að sannfæra þjóðina um mikilvægi öryggismála. Það virðist vera að mörgum stjórnmálamanninum þyki það léttvægt og oftar en ekki gert grín að dómsmálaráðherra fyrir skoðanir og stefnu hans í málaflokknum. Grundvallar hlutverk stjórnvalda er að tryggja öryggi borgaranna og halda uppi lögum og reglum. Slíkt er ekki til að ræða af hálfkæringi eða spauga með.

Baugsmálið

En hvað veldur þá þessum útstikunum? Er það kannski Baugsmálið.

Það er nánast óbærilegt að sjá hversu mikil völd menn geta haft með peningana eina að vopni. Einsdæmi er að einhver hefni sín á óvildarmanni með heilsíðu auglýsingum í dagblöðum eins og dæmið með Jóhannes í Bónus gegn Birni.

Það má rétt vera að Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hafi talað óvarlega í umræðu um Baugsmálið en ekki hefur verið sýnt fram á neinskonar afskipti þeirra af dómsmálinu. Enda væri slíkt alvarlegt mál og gengi þvert gegn þrískiptingu ríkisvaldsins og þar með lýðræðinu í landinu.

Bloggari leggur til að ef Björn fær ekki ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn þá verði hann fengin sem sérlegur ráðgjafi fyrir væntanlega ráðherra. Þeir fái kennslu í því hvernig eigi að laga til stjórnsýslu og setja stefnumótun í öndvegi. Ég held að allir geti viðurkennt að grettistaki hefur verið lyft í málefnum lögreglunnar og í öryggismálum Íslendinga á undanförnum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband