Framleiðni vinnuafls á Íslandi

Fram hefur komið að framleiðni vinnuafls á Íslandi er í flokki með Portúgölum og fyrir neðan Ítali ef miðað er við fjölda vinnustunda á íbúa.  Íslendingar halda uppi öflugu hagkerfi með mikilli vinnu.  Þeir eru meðal ríkustu þjóða heims en þurfa að púla og þræla fyrir því.  En skiptir það einhverju máli?

Það gerir það svo sannarlega.  Það er hægt að nota tímann í annað en að fara yfir lækinn til að sækja vatnið.  En hvernig stendur á þessu og hvað er til ráða?

árabáturKvótakerfið hefur örugglega haft jákvæð áhrif á bæði framleiðni vinnuafls og fjármuna.  Kerfið var sett á til að stöðva glórulausan taprekstur þar sem steininn tók úr upp úr 1978.  Flotinn var allt of stór og ofveiði mikil og ljóst að hægt var að fiska hámarks afla með mun færri skipum og ekki síður með mun færri höndum.  Framsalsheimild kerfisins hefur síðan gert mönnum kleift að einbeita sér að ákveðnum tegundum og afurðum með mikilli sérhæfingu í veiðum og vinnslu.  Það eykur framleiðni.

En betur má ef duga skal ef Íslendingar vilja skjóta Ítölum ref fyrir rass.  Hér skulu nefnd nokkur dæmi úr atvinnulífinu þar sem hægt væri að bæta framleiðni:

Línuívilnun er eitt það vitlausasta kerfi sem til er.  Það mætti jafna því við að sagt væri við bóndann að ef hann legði dráttavélinni og notaði hestinn í staðin að þá fengi hann aukið búmark.  Menn eru verðlaunaðir fyrir að notast við úreltar vinnuaðferðir og beita í höndum þar sem til eru vélar til að vinna verkin.  Slíkt stöðvar alla framþróun og dregur úr framleiðni.  Halda uppi atvinnu fyrir vinnuafl sem ekki er til og flytja þarf inn útlendinga í stórum stíl til að sinna þessari óþrifalegu og erfiðu vinnu.

Annað dæmi er byggðarkvóti sem dreift er á aðila eftir pólitískum leiðum.  Tekið fram fyrir hendurnar á markaðinum sem færir veiðiheimildir til þeirra sem best kunna að fara með þær, til annarra sem síður hafa færni til þess.  Það dregur úr framleiðni.

Landbúnaðarkerfið er annað gott dæmi um pólitík sem dregur úr framleiðni.  Á Íslandi er ekki loftslag til ræktunar grænmetis og örugglega hagkvæmara að flytja það inn.  Í sauðfjárræktinni eru allt of margir að hokra við nokkur hundruð kindur og draga fram lífið með ríkisstyrkjum.  Menn eru nánast í vinnu hjá ríkinu við að framleiða matvöru sem auðveldlega væri hægt að flytja inn á mun betra veðri.

Hér verða ekki tekin fyrir fleiri dæmi að svo stöddu en áleitin spurning hvort ríkið gæti aukið hagkvæmni í rekstri stofnana og aukið þannig framleiðni vinnuafls á Íslandi.  Alla vega er það vettvangur stjórnmálanna að draga úr óhagkvæmni og ýta undir bætta framleiðni.  Íslendingar gætu notað afgangstímann til að sinna fjölskyldunni sem er mikilvægasta hlutverk mannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Er ekki verið að tala um allt aðra vöru, td. línufiskur, ísfiskur og frystifiskur eða grænmeti sem er ræktað hér er td. allt öðruvísi en grænmeti sem ræktað er í heitum löndum

Skafti Elíasson, 18.5.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband