Humarveisla Gufuklúbbsins

Gómsætur humar

Þjóðmálafélagið Gufuklúbburinn hélt sína árlegu humarveislu á Fernandos miðvikudaginn 4. apríl.  Eins og venjulega var lifandi humri flogið inn frá Nova Scotia og var hann spriklandi af fjöri þegar hann kom á áfangastað á Ísafjörð.

Að þessu sinni voru óvenju margir gufufélagar fjarri góðu gamni en góðum vinum var kippt inn í staðinn.  Á næsta gufufundi verða því nokkrir gestir en ekki er enn ákveðið hvort þeir fái málfrelsi og tillögurétt.  Fundurinn verður haldinn eins og venjulega í Bolungarvík.

Gufuklúbburinn er reistur á áralöngum hefðum og byggir þannig á traustum grunni sem á djúpar rætur hjá félögunum.  Einn fastur punktur í tilverunni er heimboð Einars Kristins eftir fund á laugardag fyrir páska.  Oft hafa menn boðið spúsum sínum til þessa aukafundar þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar.  Ákvarðanir eins og tilgangur klúbbsins, hverjum hann eigi að þjóna og hvernig það verði gert á sem bestan hátt.

Pólitíkin skipar þó ávallt mikilvægan sess í klúbbstarfinu.  Átakalínur eru nokkuð skarpar og ekki hefur tekist að leysa nokkur ágreiningsmál.  Til dæmis kvótamálið sem reynst hefur þessum samhenta hópi erfitt.  Einhverra hluta vegna hefur ekki náðst samstaða um það mikla hagsmunamál en áfram verður reynt.  Hinsvegar hefur okkur tekist að sameina Bolungarvík og Ísafjörð og verður formlega gengið frá því við opnun nýrra jarðgangna árið 2009.

En humarveislan tókst vel og bragðgóðum humrinum var skolað niður með MOÉT kampavíni.  

Moed

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 284028

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband