Kratar og frelsið

lampSkrif mín af fundi Gufuklúbbsins virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum og viðbrögðin ratað í fréttablað okkar Ísfirðinga.  Höfundur bloggsins ætlar ekki að biðjast afsökunar á umræddum fundi, boðun hans eða efni.  Það er svo einfalt að í lýðræðisþjóðfélagi geta hverjir sem er hitst, skipst á skoðunum og jafnvel bloggað um það.  Það kemur bara engum við og öllum ávirðingum og tilætlun um eitt og annað er vísað til föðurhúsanna.  Það eina sem undirritaður vill biðjast afsökunar á varðandi umfjöllun um Samfylkingarfundinn í Hömrum er að hafa ekki dregið nafn Þorleifs Ágústssonar út fyrir umræðuna. 

Umfjöllun um fundinn í krónni var reyndar sett fram í gamansömum tón þar sem bloggari var alls ekki að taka sig of alvarlega, en húmorminn hefur ekki náð í gegn hjá öllum.  Venjulega er ég að fjalla um graf alvarleg mál og því gott að geta slegið á létta strengi við og við.

Skrif Benedikts Bjarnasonar í B.B. um bloggfærslu mína af fundinum minnir mig svolítið á pólitík Samfylkingarinnar undanfarin ár sem hefur verið sorgleg og einkennst af blekkingum og málefnaleysi.  Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með flokki sem stendur okkur Sjálfstæðismönnum svo nærri í pólitískum grundvelli, koðna niður og tapa tiltrú almennings.  Í mínum huga væri besta niðurstaða að vinna með flokki sem stendur fyrir frelsi og auðhyggju (kapítalisma) og ágreiningurinn snýst aðeins um hversu mikil völd stjórnmálamenn eiga að hafa.

Hér á bloggsíðunni er umfjöllun um hagfræðinginn og fagurkerann John Maynard Keynes og 70 ára afmælis útkomu ritgerðar hans ,, Almennu kenningarinnar um atvinnu, vexti og peninga"  Í mínum huga er Keynes upphafsmaður kratismans og var reyndar einn af stofnendum Frjálslynda flokksins í Bretlandi.  Keynes var eindreginn stuðningsmaður auðhyggju og taldi sig vera bjargvætt hennar með útgáfu ritsins.  Almenna kenningin er talin vera áhrifamesta útgáfa síðustu aldar og varð til þess að umbreyta heiminum.  Keynes taldi að frjálshyggjan væri kominn út á hála braut og myndi með sama áframhaldi tortíma auðhyggjunni, sem er undirstaða velmegunar Vesturlanda.

Keynes trúði á markaðshyggjuna þegar kemur að því að framleiða, en vildi völd stjórnmálamanna meiri þegar kom að því að útdeila gæðum.  Þetta er kallað blandað hagkerfi og flest lýðræðisríki tóku margar af hugmyndum hans upp í þeirri góðu trú að slíkt myndi bæta lífsgæði almennings.  Helstu gagnrýnendur á kenningar hans voru starfsbræður hans Milton Friedman og vinur hans  Fredrik Hayek.  Því má bæta við að Hayek heimsótti Vestfirði og var gestur Einars Kristins og fjölskyldu hans í Bolungarvík

Ég er sannfærður um að ein besta ríkisstjórn sem Íslendingar hafa haft var ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Krata frá 1991 til 1995.  Breytingar á hagkerfinu með auknu frelsi og samningnum um Evrópskt efnahagsvæði er undirstaða velmegunar okkar í dag.  Þarna voru tveir flokkar að vinna saman með svipaða hugsjónir en þó þennan grundvallar mun á því hvernig útdeila á gæðum.  Pólitískt eða láta markaðinn um það.  Kannski var það þessi ágreiningur sem kom í veg fyrir lengara samstarf að Davíð Oddson vildi minnka völd stjórnmálamanna en Kratar vildu auka þau.

Því miður eru Kratar ekki líklegir til stórverka í dag.  Málefnalega fátækir og nota Gróusögur og blekkingar í stað uppbyggingar.  Vandræðagangur þeirra endurspeglast í skrifum Benedikts um króarfund góðra félaga sem njóta lífsins um leið og þeir reyna að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið sitt.

Slóð inn á grein Benedikts:  http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=99027

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 283963

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband