Fundur Gufuklúbbsins

Hópurinn

Gufuklúbburinn er þjóðmálafélag sem heldur fundi sína einu sinni í viku, tíu mánuði á ári.  Fátt er félagsskapnum óskylt en stjórnmál er ofarlega á baugi á hverjum fundi, þó hópurinn sé í sjálfu sér ópólitískur.  Eftir sunnudagsfund Samfylkingarinnar um daginn, sem haldin var í Hömrum undir yfirskriftinni ,,Lifi Vestfirðir" var nokkrum úr hópnum nóg boðið.  Fátt jákvætt kom fram á þeim fundi og gekk höfundur þessa pistils þungstígur heim eftir hann, fullur svarsýni og vantrú á samfélagið sitt.  Sérstaklega var sárt á umræddum fundi þegar einn frumælandi sagði með mikilli áherslu ,,Það er allt að fara til fjandans" undir dúndrandi lófaklappi áheyranda.

Mér varð hugsað til þess hvernig umræddur ræðumaður (kona) myndi bregðast við ef hún fyndi Aladin lampa, og eftir að hafa strokið hann varlega og andinn kæmi út og segði ,,Þú getur fengið eina ósk fyrir að láta mig lausan"  Ég er sannfærður um að ræðumaðurinn, miðað við boðskapin á fundinum myndi svara þessu svona ,,Kæri andi, sjáðu til þess að allt sé nú örugglega að fara til fjandans fyrir Vestan"

Gufuklúbburinn brást við þessari sameinuðu fylkingu með því að boða til síns eigin fundar.  Sá var haldin í krónni hans Þorsteins Jóhannessonar niður á Sundahöfn.  Boðið var upp á bjór og harðfisk og logaði á kertum við langborð.  Til fundarins var boðið með óábyrgum hætti, en gætt þess að hann væri ekki of litaður af einum stjórnmálaflokk.  Fundarmenn voru um 27 og ræddu um möguleika samfélagsins og hvað þyrfti að gera til að bæta stöðu Vestfjarða.  Ólíkt fyrri fundi í Hömrum lyftu fundarmenn umræðunni yfir pólitískt argaþras.

Sjávarútvegsráðherra, einn af meðlimum Gufuklúbbsins, mætti á fundinn til að koma boðskapnum að ríkisstjórnarborðinu, þar sem pólitískar ákvarðanir eru teknar.  Rétt er að taka því fram að kynjahlutfall var nokkuð jafnt á fundinum, þó því sé alls ekki til að dreifa í Gufuklúbbnum.

Niðurstaða fundarins var skýr og skilaboðin til ríkisstjórnarinnar beinskeytt og ákveðin.  Fundarmenn, sem spönnuðu allt frá því að vera Kúbukommar til frjálshyggjumanna, höfðu fulla trú á Vestfisku samfélagi og ætla ekki að láta deigan síga.

Fundarborð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Sæll Gunnar.

Gætir þú sent mér vefpóst á vestfirdir@gusti.is ?

Kærar þakkir,

 Ágúst Atlason

Vestfirðir, 31.3.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Forvitnilegur fundur og vonandi árangursríkur.  Fáum við að sjá þessi skýru, beinskeyttu og ákveðnu skilaboð á prenti?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.4.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll, ég veit nú ekki til þess að ég hafi verið með pólítískt argaþras í Hömrum. Sá fundur var öllum opinn.

Þorleifur Ágústsson, 5.4.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég vil byrja á að byðja Þorleif afsökunar á að hafa setta hann undir sama hatt og aðra frumælendur á fundinum i Hömrum.  Það á hann ekki skilið enda kom hann með góðar tillögur, fullur bjartsýni og tiltrú á okkar samfélag.  Ég tek ofan fyrir þér Þorleifur fyrir þitt innlegg á umræddum fundi.  

Varðandi beinskeyttu ákveðnu skilaboðin þá verða þau ekki birt á prenti.  En þau voru góð til að brýna fulltrúa okkar Ísfirðinga og Bolvíkinga, Einar Kristinn, til dáða.  Ég tel að það sé oft erfitt hlutskipti að berjast fyrir okkar hag og nauðsynlegt að finna fyrir baklandi í slíku vopnaskaki.  Á þessum fundi var aldrei minnst á flokkspólitík eða fraboðsmál.  Umræðunni var lyft yfir dægurþras pólitísks argaþras, eins og fram kemur í blogginu.   

Gunnar Þórðarson, 5.4.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband