Samfélagsleg ábyrgð stórfyrirtækja

réttlæti

Ég hafði gaman að sjá grein eftir frænda minn Jakob F. Ásgeirsson í ritstjórnarpistil í tímaritinu Þjóðmál um daginn.  Þar veltir hann fyrir sér stórfyrirtækjum sem telja sig bera samfélagslega ábyrgð í ríkum mæli og ekki sé nóg að skapa atvinnu og auð.  Það að þróa nýjar vörur með ódýrari hætti, veita betri þjónustu fyrir minna verð og finna upp nýja tækni sem eykur lífsgæði almennings, er ekki nóg.  Nei þau eiga að bera samfélagslega ábyrgð gefa íbúunum eitthvað til baka, fyrir utan laun og skatta og slíkt.  Eins og Jakob bendir á þá er helst að skilja að fyrirtækin hafi tekið eitthvað ófrjálsri hendi frá þjóðinni og eigi að skila því aftur.

Kannske er þetta allt gott og blessað og bara gott að athafnamennirnir noti eitthvað af umfram gróða til að vera miskunnsami Samverjinn og láta eitthvað af hendi rakna í góðan málstað.  En eins og Jakob bendir á þá er þetta tvíeggjað sverð.  Með því að setja siðferðilegar skyldur og samfélagslega ábyrgð á stjórnendur, umfram það sem sjálfsagt er í siðuðu samfélagi, er verið að færa mikil völd til stórfyrirtækja.  Þau eru ekki að keppa á markaði lengur þar sem ný vídd er kominn inn sem er sjálfskipuð góðmennska og tilbúið siðferði.

Tökum dæmi um slíkt.  Mikil umræða hefur verið um lífeyrisjóðina að þeir eigi ekki að fjárfesta í ,,vondum" fyrirtækjum.  Hér er ekki átt við fyrirtæki sem starfa ólöglega, heldur fást við ,,vonda" hluti, samkvæmt gildismati stjórnenda lífeyrisjóðanna.  Stjórnendur sjóðann eru þá ekki að hámarka hag sinna umbjóðenda, eiganda lífeyris, heldur eru þeir að þóknast eigin skoðunum og gildismati.  Þegar talað er um gildismat eru menn komnir t.d. inn á pólitískar brautir.

Slíkt er afskaplega hættulegt fyrir lýðræðið.  Fyrirtæki og lífeyrissjóðir eiga ekki að fást við slíka hluti.  Ekki að ákveða fyrir almenning hvað sé rétt og rangt og hvað sé gott og vont.  Þau eiga hinsvegar að sjálfsögðu að fara að lögum.

Málið er svona einfalt.  Pólitískt kjörnir fulltrúar setja lög og reglur.  Slíkt er háð gildismati og því á vettvangi stjórnmálanna að fást við.   Látum stjórnmálamennina um pólitík og fyrirtækjunum sem þeim ber.  Fyrirtækin eiga að skapa atvinnu, þróa nýja tækni og byggja upp auð.  Stjórnmálamenn að setja lög og reglur og sjá til þess að þeim sé framfylgt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Stjórnmálamenn eru ekki misvitrari en aðrir menn.  Það er hinsvegar eðli stjórnmála að takast á við hluti sem eru ekki altaf áþreifnalegir.  Hagfræði getur til dæmis verði svokölluð staðreyndahagfræði, þar sem flestir eru sammála og litið á sem staðreyndir.  Hinsvegar er hugmyndahagfræði sem bundin er pólitískri trú og gildismati.  Það ver vetvangur stjórnmálanna.  Við erum svo heppin Íslendingar, að búa við eina minnstu spillingu í heimi og lýðræði eins og það gerist best.  Það er ekki fullkomið.

Sjávarútvegurinn setur sér ekki reglur.  Það er Alþingi og Sjávarútvegráðherra sem gerir það.  Það bæði rangt og siðlaust að tönglast sífelt á því að útgerðamenn séu einhverjir þrjótar og illmenni.  Það er að sjálfsögðu ekki þannig.  Þetta eru dugandi menn sem fært hafa þjóðinni undirstöðu þess auðs sem hún býr við.  Það þurfti hinsvegar kvótakerfið til að það væri hægt. 

Gunnar Þórðarson, 1.4.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband