Hin grimmu markaðsöfl

réttlæti

Him grimmu markaðsöfl.

Ég man ekki eftir hverjum þessi orð ,,Í greipum grimmra markaðsafla" voru höfð með stíðsfréttaletri á forsíðu fréttablaðs um daginn, en ef rétt er munað var verið að vísa til þess að hin myrka hönd markaðarins væri að ganga af byggðum Vestfjarða dauðum.  En er markaðurinn svona miskunnarlaus og vondur?  Er betra að nota stjórnamálamenn til að stjórna framboði og eftirspurn heldur en markaðsöflin?

Félagi minn sem rak bókabúð í áratugi sagði mér frá því að fyrir margt löngu síðan, á tímum verðlagshafta, hafi honum dottið í hug að lækka kostnað skólabarna og auka jafnframt sínar tekjur með því að panta skólabækurnar milliliðalaust frá Noregi.  Bækurnar fengust á umtalsvert lægra verði sem gat aukið virði bæði seljanda og kaupenda.  En á þessum tímum var verðlagseftirlit sem þýddi að stjórnmálamenn höfðu sett í lög að ekki mætti leggja nema 13% á vöru í smásölu.  Framkvæmdavaldið sá síðan um að passa upp á kaupmenn og verðlagseftirlitsmenn renndu fimum fingrum yfir tölur til að tryggja hag viðskiptavinanna.  Í þessu tilfelli vildi eftirlitið ekki viðurkenna aukinn kostnað kaupmannsins af því að panta vöruna beint frá útlöndum og ekki mátti leggja meira á hana en umrædd 13%.  Það dugði ekki fyrir kostnaði þannig að kaupmaðurinn endurtók ekki leikinn næsta haust og bæði seljandi og kaupandi báru skarðan hlut frá borði.  Í þessu kerfi var markaðinum ekki treyst til að gæta hagsmuna neytenda og stjórnmálamenn taldir betri til þess fallnir.  Ekki var búið að finna upp samkeppnina á Íslandi.

Samkeppnislög.

Hér áður fyrr skiptu fyrirtæki markaðinum á milli sín.  Olíufélögin voru gott dæmi um þetta enda starfa þau á fákeppnismarkaði.  Til að tryggja samkeppni milli þeirra settu stjórnmálamenn almenn lög sem koma eiga í veg fyrir samráð aðila.  Allt er þetta gott og blessað enda menn farnir að átta sig á því að markaðöflin eru mun betur til þess fallinn að stjórna framboði og eftirspurn en hið opinbera. 

Það var því merkilegt að fylgjast með því, að þeir sem hæst láta út af markaðöflunum og telja þeim allt til foráttu, gengju harðast fram í kröfum um að fyrrum framkvæmdastjórar olíufélaganna skyldu fá makleg málagjöld.  Allt í einu voru markaðöflun orðin góð en verðsamráðið orðið vont.  Herða eigi viðurlög og stórauka Samkeppnisstofnun sem eftirlitsaðila á markaði.  Sem sagt að tryggja og smyrja vél markaðsaflanna.  Greinarhöfundur er loksins orðin sammála vinstri mönnum í þessari umræðu.

Markaðurinn miskunnarlausi.

Misskilningurinn er einmitt fólginn í því að markaðurinn er ekki grimmur.  Hann er hinsvegar óvæginn og hann hefur ekki tilfinningar.  Sem betur fer.  Málið er að þegar blandað er inni markaðinn tilfinningum og réttlæti byrjar spillingin.  Það útlokar hinsvegar ekki almennar aðgerðir eins og að lækka skatta á matvöru eða barnafötum.  Það útlokar hinsvegar að stjórnmálamenn séu þátttakendur í framboði og eftirspurn.

Dæmi um slík áhrif voru ríkisbankarnir.  Í staðinn fyrir að hinn miskunnalausi markaður réði ríkjum og bankastjórar láni þeim sem líklegir eru til að geta greitt lán sín til baka, sóttu menn um lán til þingmanna.  Sérstök hilla var í Alþingi þar sem frammi lágu víxlar frá öllum ríkisbönkunum þremur, til að auðvelda þingmönnum fyrirgreiðslu við kjósendur.  Þetta fyrirkomulag var enn við líði þegar vinur minn Einar Kristinn kom fyrst á þing.

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða.

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða berst fyrir því að ríkið niðurgreiði sjóflutninga um 150 milljónir króna á ári.  2. febrúar s.l. áttu fulltrúar nær allra sveitafélaga á Vestfjörðum fund með 5 ráðherrum ríkisstjórnar þar sem þetta var aðal krafan.  Eftir harðan lobbíisma Klasamanna heimtuðu sveitarstjórarmennirnir að aftengja markaðslögmálið og ríkið sæi til þess að strandflutningar yrðu hafnar að nýju.  Ekki verður í fljótheitum séð hvernig hinn almenni íbúi fjórðungsins væri betur kominn eftir slíka aðgerð.

Fyrirgreiðsla er vond og kallar á spillingu.  Henni fylgir samfélagslegt tap þar sem einstaklingar hagnast á kostnað heildarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband