Trukkar í ESB

ESBÞað er alltaf jafn slæmt þegar menn hafa fundið sannleikann og eiga ekkert eftir nema að sýna fram á hann.  Slíkir menn lenda oft í ógöngum enda kynna þeir sér ekki málin áður en vaðið er af stað og láta gamminn geysa.

Bæjarstjórinn í Bolungarvík skrifar á heimasíðu sína grein undir nafninu ,,Bóklærð frjálshyggja úr tengslum við raunveruleikann"  Ekki skýrist nafnið af innihaldinu en efnið ber keim af vanþekkingu og væri kannski gott að kíkja svolítið í bækurnar.

Ekki má rugla saman átaki ESB í að leysa gríðarlegan umferðarvanda á vegum Evrópu og byggðamálum.  Með stækkandi Evrópusambandi í austur hafa nýir markaðir opnast og enn aukist umferðin þaðan til markaðsvæða í vestri.  Sérstaklega er vandinn mikill í kringum Alpana, norður Ítalíu og suður Bretlandi.  Á sama tíma hefur notkun einkabílsins stóraukist og er orðin nokkurskonar frelsistákn nútímamannsins.

Eitt mikilvægasta atriðið í þessu vandamáli er að láta þá borga sem valda kostnaði.  Svisslendingar tóku upp háa gjaldtöku á flutningabíla sem fara um þeirra vegi, rúmlega það sem þeir valda, og nota afganginn í eitt mesta samgöngumannvirki álfunnar sem eru lestargöng undir Alpana.  Þjóðverjar hafa tekið upp GPS tækni til að láta flutningabíla greiða mismunandi gjald eftir því hvar þeir eru og hversu miklum kostnaði þeir valda.  Vandamálið er að vita hver kostnaðurinn er og hvernig á að láta greiða fyrir hann.

Í Hvítbók, stefnumótun ESB í samgöngumálum, er talað um að stefna að gjaldtöku miðað við jaðarkostnað.  Þetta er hagfræðilegt skilgreiningaratriði og örugglega bara fyrir bóklærða frjálshyggju menn að meðtaka.  En hugmyndin á bak við jaðarkostnað er að hver greiði þann þjóðhagslega kostnað sem hann veldur.  Þetta hefur ekki virkað vel hingað til þar sem ekki hefur verið innheimtur kostnaður vegna mengunar, slysa og örtraðar.  Svokallaðs yrtir kostnaðar.

Ef hægt verður að finna aðferð til að meta ytri kostnað og síðan að innheimta hann munu flutningaleiðir og umferðarmannvirki hafa þær tekjur sem þjóðhagslegur kostnaður við rekstur þeirra er.  Slíkt er ekki uppi á teningnum í ESB miðað við þær rannsóknir sem hafa verið gerðar.  Umferð á vegum er ekki að greiða það sem henni ber en sjóflutningar að greiða rúmlega það sem þeim ber.  Slíkt réttlætir Marco Polo áætlunina sem er styrktaáætlun til að ná fram stefnu samkvæmt Hvítbók.

Ein af afleiðingum jaðarkostnaðar reglunnar er að kostnaður við akstur í þéttbýli mun hækka mikið en lækka í dreifbýli.  Bent er á röksemdum Framkvæmdastjórnar ESB að það geti nýst jaðarsvæðum vel og lækkað flutningkostnað þeirra.

Á Íslandi er gjaldtakan hærri og séu þessar rannsóknir staðfærðar á okkar aðstæður má ætla að umferð sé að greiða þann kostnað sem til fellur.

Hvítbók er stefnumótun ESB til ársins 2012 og þar eru sett tímamörk á aðildarríki í Evrópsku efnahagsvæði, sem Ísland er aðili að, að reglur um jaðarkostnað verði komnar á fyrir árslok 2008 og gjaldtaka taki mið af þjóðhagslegum kostnaði fyrir árið 2012. 

Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt að þeir greiði sem valda en niðurgreiðslur á einni flutningagrein umfram aðra  dregur úr skilvirkni.  Ef flutningskostnaður með skipum er hagkvæmur mun hann verða notaður.  Sérstaklega eftir að nýjar reglur taka gildi.

Hróp og köll eins og Grímur notar er ekki gott innlegg í þessa umræðu og varla getur hann verið óssáttur við hlut síns bæjarfélags í samgöngu áætlun. 

Það er alltaf einfalt að kalla eftir ríkisstyrkjum og lenska þeirra sem lengst eru frá frjálshyggju.  Það mun ekki leysa vanda okkar Vestfirðinga en tækifærin liggja í bættum samgöngumannvirkjum og þeirri byltingu sem er að verða í vegamálum fjórðungsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband