Frelsið

Frelsisstyttan

Sjálfstæðismenn þurfa að verja frelsið.  Flokkurinn byggir á hugyndum um einstaklinginn og frelsi hans.  Í stefnuskrá flokksins segir m.a. "Svigrúm og athafnafrelsi fólks og fyrirtækja verður best tryggt með lágmarksafskiptum hins opinbera,,   Þetta er kjarni málsins.

Það eru sterk öfl sem vilja ganga hina leiðina.  Gegn frelsinu þar sem forsjárhyggjan ræður ríkjum og stjórmálamaðurinn telur sig vera betur til þess fallin að taka ákvarðanir en einstaklingurinn.  Að vísu hefur stjórn undir forystu sjálfstæðismanna gengið töluvert gegn þessu með breytingum á regluverki og einkavæðingu, og árangurinn lætur ekki á sér standa.

En miklu meira þarf til.  Við sjálfstæðismenn þurfum að skoða ræturnar og fyrir hvað við stöndum.  Átta okkur á því að ásamt öðrum vesturlandabúum og stórum hluta Asíuríkja, höfum við byggt upp velmegun sem aldrei fyrr hefur þekkst í sögum mannkyns.  Við höfum byggt þessa velmegun með auðhyggju (kapítalmisma), frjálshyggju (frelsi einstaklingsins) og afskiptaleysi stjórnmálamanna (laissez fair)

Þetta eru hugmyndir íhaldsmanna (þíðing úr Classical Economies) sem Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt reystur á.

En hvað með það?  Hvað ber okkur að gera sem sjálfstæðismenn sem vilja frelsi með lágamarks afskiptum hins opinbera?

Við skulum byrja á að viðurkenna hverjir við erum og fyrir hvað við stöndum.  Berjast gegn hverskonar leitni stjórnmálamanna til að svifta okkur frelsi með forsjárhyggju.  Reysum við hugmyndir eins og auð- og frjálshyggja sem misvitrir stjórmálamenn, jafnvel úr okkar eigin röðum, hafa úthrópað. 

Málið er að ef sjálfstæðismenn berjast ekki gegn forsjárhyggjunni þá mun engin gera það.  Við eigum einnig að berjast fyrir því að einstaklingar beri sjálfir ábyrgð á sér.  Það eru ótrúlega sterk öfl sem vinna á hinn vegin í dag og nauðsynlegt að spyrna við fótum.  Það eiga sjálfstæðismenn að gera.  Látið ekki slá ryki í augu ykkar með fullyrðingum um innan íhaldsstefnunnar felist alger miskipting og þar sé ekki gert ráð fyrir öryggisnetum fyrir þá sem minna mega sín.

Sameinumst um að viðhalda frelsinu og höfnum forsjárhyggjunni.  Berjumst fyrir því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, óhikað og grímulaust.  Krefjumst þess að einstaklingar hafi frelsi til orðs og athafna og beri jafnframt ábyrgð á eigin lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband