Breytingar á stjórnarskrá

Stjórnarskrárfélagið, sem er félag áhugafólks um stjórnarskrána, hélt fund 20. október s.l. til að gefa frambjóðendum til Stjórnlagaþings tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur.  Viðtal var á RÚV við formann félagsins að fundinum loknum þar sem hann lýsti yfir þörf á að umbylta stjórnarskránni, þar sem hún væri gömul og úr sér gengin og það sem væri öllu verra að hún væri útlensk.  Tími væri komin til að semja ,,íslenska" stjórnarskrá fyrir íslenskar aðstæður til að leysa þann pólitíska vanda sem þjóðin stæði frammi fyrir. 

Í þessu samhengi er rétt að benda á að í stjórnarskránni er að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli. Enn fremur er þar lýst yfir hver réttindi borgararnir hafa í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur lagðar við því að á þessi réttindi sé gengið.  Lýðræðið er ekki íslenskt fyrirbæri og grundvöllur valdreifingar með þrískiptu ríkisvaldi er ekki íslensk uppfinning og mannréttindakaflinn er saminn upp úr Evrópurétti.  Reyndar er stjórnarskrá okkar saminn upp úr þeirri dönsku, en Danir sömdu sína upp úr þeirri belgísku.  Það skiptir engu hvaðan gott kemur og aðalatriðið er að tryggja hófstillt ríkisvald, lýðræði og mannréttindi sem grundvöll til framfara og góðra lífskjara þjóðarinnar.

Slíkur heimóttaskapur sem formaðurinn opinberaði í þessu viðtali er ekki góður leiðavísir til breytinga á stjórnarkrá.  Gæði stjórnarskrárinnar hefur ekkert með aldur hennar að gera þó vissulega þurfi að aðlaga hana breyttum tímum geta meginhlutar hennar staðist tímans tönn.  Bandarískar stjórnarskráin er sú elsta í vestrænu lýðræðisríki, síðan 1778, og stendur vel fyrir sínu enn þann dag í dag.  Það mætti lagfæra orðalag í íslensku stjórnarskránni, einfalda það og skýra betur innihaldið með auðskildum texta.  Sníða af þá vankanta að orðalag sé óskýrt og tvírætt þannig að dómstólar þurfi að skera úr hvað átt sé við.

Rétt er að vara við því að leysa dægurmál stjórnmála með breytingu á stjórnarskrá.  Ekkert er að því að setja almenn ákvæði t.d. um nýtingu auðlinda og umgengni um náttúruna, til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar til langs tíma.  Við getum sett ákvæði um yfirráð þjóðarinnar á auðlindum og náttúrvernd í stjórnarskrá, en slíkt má ekki koma í veg fyrir skynsamlega og arðbæra nýtingu auðlinda.

Stjórnarskráin þarf að vera hafin yfir átök stjórnmálanna, en lög og reglur sem sett eru af Alþingi og framkvæmdavaldi endurspegla þá pólitísku vinda sem blása hverju sinni.  Stjórnarskráin á hinsvegar að lýsa þeim leikreglum sem stjórnvöld verða að fylgja við setningu laga og reglugerða.   

Stjórnarskráin er kjölfesta samfélagsins og hornsteinn skipulags ríkisins sem tryggir lýðræðislega stjórnarhætti og kemur í veg fyrir lagasetningu sem gengur gegn borgaralegum réttindum þegnana.  Um hana á að vera breið samstaða þjóðarinnar þar sem einfaldur meirihluti þvingar ekki breytingar í gegn til að ná pólitískum markmiðum sínum.  Stjórnarskráin fjallar um; stjórnarformið og grundvöll stjórnskipunarinnar, forseta og framkvæmdarvald, alþingiskosningar,  Alþingi, dómstólana, þjóðkirkjuna og trúfrelsi og mannréttindi.  Við getum endurraðað efnisþáttum og aðlagað stjórnarskrá að breyttum tímum með skýrara orðalagi, en við hróflum ekki við henni til að leysa dægurmál stjórnmálanna.  Stígum varlega til jarðar í breytingum á stjórnarskrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 283963

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband