Beint lýðræði

Aukin krafa hefur orðið í lýðræðisríkjum um beina aðkomu íbúa að ákvörðunum (beint lýðræði) og fara þannig fram hjá kjörnum fulltrúum sínum (fulltrúa lýðræði).  Slíkt myndi veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og kæmi í veg fyrir að teknar séu ákvarðanir sem gengu gegn hagsmunum og vilja þjóðarinnar.  Ef ákveðið hlutfall kosningabærra manna, t.d. 25% gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, myndu stjórnvöld hugsa sig um áður en mál væru þvinguð í gegnum þingið, eins og gerðist með IceSave málið 2009.  Þannig yrði málskotsréttur forsetans óþarfur þar sem þjóðin sjálf gæti gripið til sinna ráða, án milligöngu hans.  Hér þarf hinsvegar að skilgreina þau mál sem alls ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu, s.s. frumvörp um fjárlög og skattamál. 

Einnig þarf að huga að samþykktarþröskuldum við þjóðaratkvæðagreiðslu, en í sumum löndum er niðurstaða aðeins ráðgefandi ef þátttaka er undir 50% kosningabærra manna.  Rétt er að geta þess að Feneyjanefnd Evrópuráðsins hefur talið að samþykkisþröskuldar séu æskilegri en þátttökuþröskuldar vegna þess hætt er við að kjósendur séu hvattir til að

sitja heima til þess að ógilda kosninguna.

Í Danmörku er ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Fari málið fyrri þjóðina þarf þátttöku 30% atkvæðabærra manna en einfaldur meirihluti ræður þar úrslitum.  Það er umhugsunarvert hvort slíkt ákvæði henti Íslendingum, sem stunda meiri átakapólitík en frændur þeirra Danir.  Hætt er við að alþingismenn myndu misnota þetta vald og nægilegt að færa það til þjóðarinnar sjálfrar.

Tækni nútímans getur gert framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu miklu auðveldari og ódýrari.  Spurning er hvort hægt er nota tölvutækni við atkvæðagreiðslu, en nánast allir landsmenn hafa aðgang að tölvu og netsambandi.

Það er trú mín að aukið grasrótarstarf í stjórnmálum sé árangursríkast í að bæta lýðræði og eftirlit með ríkisvaldinu.  Til þess að það blómstri þarf að tryggja upplýsingar til kjósenda, sem síðan geta tekið málið í sínar hendur ef þurfa þykir.  Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá gæti einmitt verið vopnið sem almenningur þarf til að tryggja upplýsingaflæði og veita stjórnvöldum aðhald og tryggja hófsamt ríkisvald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 283962

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband