25.1.2016 | 09:27
Virðiskeðja Fiskframleiðslu
Staðsetning í virðiskeðju
Eitt það mikilvægasta í heimsviðskiptum er að staðsetja sig í virðiskeðjunni. Kínverjar hafa fundið fyrir því, að þrátt fyrir efnahagslega velgengni sem er einsstök í sögunni, hafa þeir að sumu leyti náð ákveðnum endamörkum í hagvexti og lífskjarasókn. Kína hefur verið framleiðsluhagkerfi heimsins með mikinn fjölda starfsmanna og skilað ótrúlegum afköstum og góðri framleiðni. Þar hefur átt sér stað einir mestu lýðfræðilegu flutningar sögunnar, þar sem fátækir sveitamenn hafa bætt hag sinn með flutningi í borgir til að vinna í verksmiðjum. Undanfarið hafa vinnulaun hækkað um 10% á ári en því hefur verið mætt með aukinni tæknivæðingu og þar með framleiðni.
En takmörk þeirra eru bundin við staðsetningu í virðiskeðjunni þar sem þeir sjá nánast eingöngu um framleiðsluþáttinn, en hönnun og sala eru meira og minna í höndum erlendra aðila. Það eru einmitt hönnun og sala ásamt fjárfestingu í vörumerkjum sem skila mestum verðmætum. Reikna má með að framleiðsla á t.d. farsíma kosti um 1015% af smásöluverði og vinnulaunin eru e.t.v. um 10% af því. Ekki þarf flókna stærðfræði til að sjá hversu stór hlutur verðmætasköpunar á sér stað utan Kína.
Íslenskur fiskur
Útflutningur á ferskum flakastykkjum hefur skilað miklum verðmætum fyrir Íslendinga undanfarin ár. Þannig hafa framleiðendur staðsett sig á markaði og boðið upp á vöru sem t.d. Kínverjar geta ekki afhent, en þeir hafa verið mjög fyrirferðamiklir á markaði með frosinn fisk. Gera má ráð fyrir að innlend framlegð sé um 50% af smásöluverði í Evrópu; hráefni, vinnsla og flutningur, en erlendis leggst til dreifing og smásala. Í rauninni hafa Íslendingar staðið sig frábærlega á þessum mörkuðum og mikil sóknarfæri eru enn með vöruþróun og bættum gæðum. Með aukinni tækni, nýjum aðferðum og bættri þekkingu getur íslenskur sjávarútvegur sótt frekar fram á þessum markaði og aukið enn frekar verðmætasköpun greinarinnar, þjóðinni til heilla.
Hvar liggja sóknarfærin
Bylting á sér stað í niðurskurði á flökum með nýrri íslenskri tækni. Tölvubúnaður stýrir vatnskurði sem getur hlutað flakið niður í fyrirfram ákveðnar stærðir og lögun sem hentar markaðinum. Þrátt fyrir að þrengt hafi að á breskum markaði hafa aðrir opnast t.d. í Frakklandi og nú síðast í Bandaríkjunum. Í Bretlandi hefur bakslag orðið vegna samkeppni frá norskum fiski, sem fluttur er inn frosinn/hausaður, þíddur upp og flakaður og seldur sem kæld vara (chilled product). Neytandinn gerir sér þá hugmynd út frá nafninu að um ferskan fisk sé að ræða, en markaðurinn tekur ferskan fram yfir frosinn.
Með bættri þekkingu og framleiðslustýringu hefur opnast möguleiki á að flytja ferskan fisk út með skipagámum í stað flugs. Slíkt sparar á annað hundrað krónur á kílóið í kostnað sem er töluverð upphæð miðað við umfangið, en um 33 þúsund tonn voru flutt út árið 2014, og var um tæplega helmingur þess fluttur með skipagámum.
Flugið mun þó áfram skipta miklu máli þar sem styttri flutningstími eykur líftíma vöru, og eins opnar það fjarlæga markaði. Með endurnýjun flugflota Icelandair munu möguleikar á Ameríkumarkaði aukast mikið og hugsanlega verður hægt að bjóða upp á ferskan íslenskan fisk í Asíu í framtíðinni.
Með auknu laxeldi munu möguleikar íslendinga með þétt flutningskerfi skipa og flugvéla bjóða upp á mikil sóknarfæri. Með nýrri tækni ofurkælingar verður hægt að bjóða upp á mikil gæði á ferskum laxi á mörkuðum í framtíðinni, og opna fyrir möguleika á Amaríkumarkað. Opnist möguleiki á flugi til Asíu mun ofurkæling bjóða upp á einstakt tækifæri þar sem ekki þarf að flytja ís með laxinum, sem sparar bæði mikla fjármuni og lækkar sótspor flutninga umtalsvert.
Markaðstarf og vörumerki
Tækifæri framíðar mun ekki síst ráðast af markaðstarfi íslensks sjávarútvegs, þar sem byggt verður upp vörumerki fyrir ferskan íslenskan fisk. Markaðstarf snýst ekki um að hringja í heildsala til að selja þeim fisk, heldur að koma þeim upplýsingum á framfæri við almenning að íslenskur fiskur sé einstakur og auki virði neytanda, þó svo hann sé dýrari en samkeppnisvaran.
Þar komum við einmitt að staðsetningu í virðiskeðju þar sem við verðum ekki bara framleiðendur á fiski; heldur þróum við nýjungar, framleiðum einstaka vöru og seljum undir vörumerki. Það er kominn tími til að Íslenskur sjávarútvegur verði spennandi starfsvettvangur fyrir ungt velmenntað hugmyndaríkt fólk. Allt of mikil áhersla hefur verið auðlindaumræðu í Íslenskum sjávarútveg og tímabært að sinna markaðsmálum betur. Mikil tækifæri felast í því fyrir íslenska þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.