Virðiskeðja Fiskframleiðslu


Staðsetning í virðiskeðju
Eitt það mikilvægasta í heimsviðskiptum er að staðsetja sig í virðiskeðjunni. Kínverjar hafa fundið fyrir því, að þrátt fyrir efnahagslega velgengni sem er einsstök í sögunni, hafa þeir að sumu leyti náð ákveðnum endamörkum í hagvexti og lífskjarasókn. Kína hefur verið framleiðsluhagkerfi heimsins með mikinn fjölda starfsmanna og skilað ótrúlegum afköstum og góðri framleiðni. Þar hefur átt sér stað einir mestu lýðfræðilegu flutningar sögunnar, þar sem fátækir sveitamenn hafa bætt hag sinn með flutningi í borgir til að vinna í verksmiðjum. Undanfarið hafa vinnulaun hækkað um 10% á ári en því hefur verið mætt með aukinni tæknivæðingu og þar með framleiðni.
En takmörk þeirra eru bundin við staðsetningu í virðiskeðjunni þar sem þeir sjá nánast eingöngu um framleiðsluþáttinn, en hönnun og sala eru meira og minna í höndum erlendra aðila. Það eru einmitt hönnun og sala ásamt fjárfestingu í vörumerkjum sem skila mestum verðmætum. Reikna má með að framleiðsla á t.d. farsíma kosti um 10—15% af smásöluverði og vinnulaunin eru e.t.v. um 10% af því. Ekki þarf flókna stærðfræði til að sjá hversu stór hlutur verðmætasköpunar á sér stað utan Kína.
Íslenskur fiskur
Útflutningur á ferskum flakastykkjum hefur skilað miklum verðmætum fyrir Íslendinga undanfarin ár. Þannig hafa framleiðendur staðsett sig á markaði og boðið upp á vöru sem t.d. Kínverjar geta ekki afhent, en þeir hafa verið mjög fyrirferðamiklir á markaði með frosinn fisk. Gera má ráð fyrir að innlend framlegð sé um 50% af smásöluverði í Evrópu; hráefni, vinnsla og flutningur, en erlendis leggst til dreifing og smásala. Í rauninni hafa Íslendingar staðið sig frábærlega á þessum mörkuðum og mikil sóknarfæri eru enn með vöruþróun og bættum gæðum. Með aukinni tækni, nýjum aðferðum og bættri þekkingu getur íslenskur sjávarútvegur sótt frekar fram á þessum markaði og aukið enn frekar verðmætasköpun greinarinnar, þjóðinni til heilla.
Hvar liggja sóknarfærin
Bylting á sér stað í niðurskurði á flökum með nýrri íslenskri tækni. Tölvubúnaður stýrir vatnskurði sem getur hlutað flakið niður í fyrirfram ákveðnar stærðir og lögun sem hentar markaðinum. Þrátt fyrir að þrengt hafi að á breskum markaði hafa aðrir opnast t.d. í Frakklandi og nú síðast í Bandaríkjunum. Í Bretlandi hefur bakslag orðið vegna samkeppni frá norskum fiski, sem fluttur er inn frosinn/hausaður, þíddur upp og flakaður og seldur sem kæld vara (chilled product). Neytandinn gerir sér þá hugmynd út frá nafninu að um ferskan fisk sé að ræða, en markaðurinn tekur ferskan fram yfir frosinn.
Með bættri þekkingu og framleiðslustýringu hefur opnast möguleiki á að flytja ferskan fisk út með skipagámum í stað flugs. Slíkt sparar á annað hundrað krónur á kílóið í kostnað sem er töluverð upphæð miðað við umfangið, en um 33 þúsund tonn voru flutt út árið 2014, og var um tæplega helmingur þess fluttur með skipagámum.
Flugið mun þó áfram skipta miklu máli þar sem styttri flutningstími eykur líftíma vöru, og eins opnar það fjarlæga markaði. Með endurnýjun flugflota Icelandair munu möguleikar á Ameríkumarkaði aukast mikið og hugsanlega verður hægt að bjóða upp á ferskan íslenskan fisk í Asíu í framtíðinni.
Með auknu laxeldi munu möguleikar íslendinga með þétt flutningskerfi skipa og flugvéla bjóða upp á mikil sóknarfæri. Með nýrri tækni ofurkælingar verður hægt að bjóða upp á mikil gæði á ferskum laxi á mörkuðum í framtíðinni, og opna fyrir möguleika á Amaríkumarkað. Opnist möguleiki á flugi til Asíu mun ofurkæling bjóða upp á einstakt tækifæri þar sem ekki þarf að flytja ís með laxinum, sem sparar bæði mikla fjármuni og lækkar sótspor flutninga umtalsvert.
Markaðstarf og vörumerki
Tækifæri framíðar mun ekki síst ráðast af markaðstarfi íslensks sjávarútvegs, þar sem byggt verður upp vörumerki fyrir ferskan íslenskan fisk. Markaðstarf snýst ekki um að hringja í heildsala til að selja þeim fisk, heldur að koma þeim upplýsingum á framfæri við almenning að íslenskur fiskur sé einstakur og auki virði neytanda, þó svo hann sé dýrari en samkeppnisvaran.
Þar komum við einmitt að staðsetningu í virðiskeðju þar sem við verðum ekki bara framleiðendur á fiski; heldur þróum við nýjungar, framleiðum einstaka vöru og seljum undir vörumerki. Það er kominn tími til að Íslenskur sjávarútvegur verði spennandi starfsvettvangur fyrir ungt velmenntað hugmyndaríkt fólk. Allt of mikil áhersla hefur verið auðlindaumræðu í Íslenskum sjávarútveg og tímabært að sinna markaðsmálum betur. Mikil tækifæri felast í því fyrir íslenska þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 283868

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband