Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ofbeldismenn

Ofbeldi bílstóra undanfarna daga hefur algerlega gengið fram af mér.  Þegar ég las um fyrirhugaðar aðgerðir fyrir framan Alþingishúsin á mbl í gær, var ég viss um að þetta væri lélegt aprílgabb.  Mér datt ekki í hug að þetta væri raunverulegt og menn ætluðu sér að sturta tuga tonnum af möl á torgið og síðan kæmu torfærujeppar og spóluðu í öllu saman.

Það má vera að bílstjórar hafi samúð með málstaðnum, en hún hlýtur að fara þverrandi meðal almennings.  Þó ekki sé nema vegna þeirra áhættu sem þeir valda samborgurum sínum og óþægindum.

Hvar eru nú allir snillingarnir sem töluðu um að losna við vörubílana af þjóðvegunum.  Þeir yllu svo miklum kostnaði, langt umfram það sem þeir greiddu, að notkun þeirra á vegum væri ekki réttlætanleg.  Ríkið ætti bara að endurvekja Ríkisskip og svo biðu menn eftir vorskipinu.

Dettur einhverjum í hug að þessir bílstjórar greiði fyrir eldsneytið?  Eðlilega velta þeir auknum kostnaði út í verðlagið og neytandinn borgar.  Þannig virkar þetta og áhyggjuefnið er hnattrænt þar sem olíumarkaðir gilda fyrir allan heiminn. 

Ég skoðaði  athugun sem gerð var í fyrra um tekjur ríkisins af vörubílum og átætluðum kostnaði sem þeir valda.  Vörubíll veldur kostnaði með sliti á þjóðvegum, mengun (staðbundið vandamál), losun gróðurhúsalofttegunda (hnattrænt vandamál), slysum og hávaða.  Allt er þetta kostnaður sem samfélagið verður fyrir með akstri vörubíla.  Tekjurnar koma inn í staðin í gegnum eldsneytisgjald, þungaskatt og virðisaukaskatt.  Tveir fyrrnefndu skattstofnar eru í krónutölu og breytast því ekki við olíuverðshækkun.  Vsk hinsvegar er tekin af nánast öllum vörum og þjónustu, undantekningar og mishár skattstofn, og því eru tekjur ríkisins ákveðnar af heildar neyslu í landinu.  Heildar summu er eytt þannig að ef minkar á einum stað þá eykst það annarsstaðar.  Ef vsk af eldsneyti væri einhliða lækkaður myndu neytendur eyða sem lækkuninni nemur í meira eldsneyti.  Þannig yrði ríkið af tekjum, sem er í sjálfu sér ágætt, ef sparnaður kæmi í staðin.  Til dæmis væri hægt að draga úr framkvæmdum í vegamálum eða þjónustu Vegagerðarinnar.

Þetta skilja ekki ofbeldismennirnir og halda því áfram að níðast á samborgurum og misnota mikilvæg lýðréttindi til ólöglegra mótmæla.  Mótmæli eiga hinsvegar að vera friðsamleg og að sjálfsögðu lögleg.  Umræddar aðgerðir eru hvorugt.


Ofbeldi vörubílstjóra

Þessar aðgerðir vörubílstjóra eru óþolandi.  Þarna eru menn að misnota lýðréttindi til að mótmæla á friðsaman hátt, rétt sem aðeins lítill hluti jarðarbúa hafa.  Nota ofbeldi og stofna meðborgurum sínum í stór hættu fyrir nú utan öll óþægindin sem fólk verður fyrir.

Ég hef fulla samúð með kröfu bílstjóra vegna reglusetninga um vökulög, þar sem taka á upp kerfi sem nauðsynlegt er út í Evrópu, þar sem menn eru að aka þúsundir kílómetra á hverjum legg.  Ísland er hreinlega ekki nógu stórt, landfræðilega, til að bera slíkar reglur.

Hinsvegar þegar kemur að eldsneytisverði er við einhvern annan að sakast en íslensk stjórnvöld.  Eldsneytisgjaldið er í krónutölu og hækkar því ekki við hærra olíuverð.  Það ætti að vera morgunljóst en ef menn eru að tala um virðisaukann, þá er það allt annað mál.  Ef hann væri lækkaður á eldsneyti myndi ríkið tapa þeim tekjum, þar sem ekki skiptir máli hvar virðisaukinn er tekinn.

Miklar umræður voru um landflutninga í fyrra og voru margir sem töluðu fyrir ríkisstyrktum sjóflutningum, þar sem landflutningar greiddu ekki fyrir þann kostnað sem þeir valda. 

Með lægri vsk og afnámi þungaskatts gætu tekjur af landflutningum orðið minni en kostnaður samfélagsins af þeim er.  Samkvæmt upplýsingum sem ég hef stendur það í járnum í dag að flutningabíll greiði þann kostnað sem hann veldur.  Í formi slits á vegum, mengunar (staðbundið vandamál) hávaða og öðrum óþægindum, slysum og útblæstri gróðurhúsaloftegnda (hnattrænt vandamál)

Það virðist vera af viðtölum við forystumenn þessara bílstjóra að ábyrgð þeirra og skilningur sé í lágmarki.  Ég vona að ekki þurfi að koma til stórslyss áður en almenningi verður nóg boðið af þessu ofbeldi.


mbl.is Margra kílómetra bílaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir vörubílstjóra

Þessar aðgerðir vörubílstjóra eru óþolandi.  Þarna eru menn að misnota lýðréttindi til að mótmæla á friðsaman hátt, rétt sem aðeins lítill hluti jarðarbúa hafa.  Nota ofbeldi og stofna meðborgurum sínum í stór hættu fyrir nú utan öll óþægindin sem fólk verður fyrir.

Ég hef fulla samúð með kröfu bílstjóra vegna reglusetninga um vökulög, þar sem taka á upp kerfi sem nauðsynlegt er út í Evrópu, þar sem menn eru að aka þúsundir kílómetra á hverjum legg.  Ísland er hreinlega ekki nógu stór, landfræðilega, til að bera slíkar reglur.

Hinsvegar þegar kemur að eldsneytisverði er við einhvern annan að sakast en íslensk stjórnvöld.  Eldsneytisgjaldið er í krónutölu og hækkar því ekki við hærra olíuverð.  Það ætti að vera morgunljóst en ef menn eru að tala um virðisaukann, þá er það allt annað mál.  Ef hann væri lækkaður á eldsneyti myndi ríkið tapa þeim tekjum, þar sem ekki skiptir máli hvar virðisaukinn er tekinn.

Miklar umræður voru um landflutninga í fyrra og voru margir sem töluðu fyrir ríkisstyrktum sjóflutningum, þar sem landflutningar greiddu ekki fyrir þann kostnað sem þeir valda.  Með lægri vsk og afnámi þungaskatts gætu tekjur af landflutningum orðið minni en kostnaður samfélagsins af þeim er.  Samkvæmt upplýsingum sem ég hef stendur það í járnum í dag að flutningabíll greiði þann kostnað sem hann veldur.  Í formi slits á vegum, mengunar (staðbundið vandamál) hávaða og öðrum óþægindum, slysum og útblæstri gróðurhúsaloftegnda (hnattrænt vandamál)

Það virðist vera af viðtölum við forystumenn þessara bílstjóra að ábyrgð þeirra og skilningur sé í lágmarki.  Ég vona að ekki þurfi að koma til stórslyss áður en almenningi verður nóg boðið af þessu ofbeldi. 


mbl.is Mikill þátttaka í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Back to the golf

Afastrákar 017Það er ágætt að vera komin í vanafarið hér í Colombo, eftir frábært frí heima á Íslandi meðal fjölskyldu og vina. 

Hluti af vana einverunnar hér er gríðarlegt regluverk og skipulagðir dagar.  Lítið sem ekkert drukkið af áfengi, sofnað klukkan tíu á kvöldin og farið á fætur kl. 5:45 og sprangað við dagmál hitabeltis Sri Lanka.

Ein aðal ástæðan fyrir regluverkinu er golfáhugi skrifara.  Eftir að hafa hangið á bjargbrún uppgjafar við að ná tökum á golfsveiflunni var lagst í vísindaleg vinnubrögð.  Ekki hafði dugað til að sækja kennslu mörgum sinnum í viku og hvorki rak né gekk við að að tileinka sér þessa stórmerkilegu íþrótt, og því lagst í akademískt nám.  Og síðan að skilgreina hugtök og breytur og hvernig væri hægt að hafa áhrif á þær til árangurs.

Akademíkin kenndi skrifara að íþróttin byggi á afslöppun, yfirvegun og tækni, en alls ekki á aflsmunum eða átökum.  Nauðsynlegt er að hafa mikla sjálfsstjórn, vera afslappaður og geta tæmt hugann um leið og hárrétt vöðvaminni sveiflunnar er framkvæmt.  Nota stóra heilann við almenna hugsun og spekulasjón og til að kenna litla heilanaum að taka yfir við sveifluna sjálfa, sem hann nær ekki að framkvæma á þeirri örskot stund sem hún tekur.  Grundvöllur þess að litli heilinn geti framkvæmt rétta sveiflu, og bætt hana við aukna æfingu, er yfirvegun og afslöppun.  Við ákafa og æsing tekur sá stóri ósjálfrátt yfir og kemur í veg fyrir rétta hreyfingu og orsakar mistök í sveiflunni.

Golf í Kandy 027Þegar kraftur og ákafi fer saman má segja að andstæða yfirvegunar og afslöppunar sé fundinn.  Það að ná innri ró til að geta endurtekið síendurteknar hreyfingar með það í huga að bæta ferli sveiflunnar, sé markmiðið útaf fyrir sig.  Ef við skilgreinum hugtökin um að vera yfirvegaður og afslappaður sem;  ,,að vera andlega og líkamlega afslappaður og líkamstarfsemina þannig að hugur nái tök á athöfn" má ímynda sér að nota mætti breytur eins og spennu vöðva og hjartslátt til að mæla ástandið.  Hvortveggja er auðvelt að mæla og reyndar finnur maður það á þess að nota einhver tæki til þess.

Þá er komið að því að hafa áhrif á þessar breytur til að hámarka árangur í golfi.  Það hefur ekki farið fram hjá skrifara að kaffi eykur hjartsláttur sem oft fylgir líkamleg spenna.  Þannig var þeim drykki hent út fyrir alllöngu síðan og te sett inn í staðin.

Áfengi er örvandi en það hefur einnig áhrif daginn eftir neyslu, mismikið eftir magni en þó einhver eftir aðeins tvo til þrjá bjóra.  Flestir hafa fundið fyrir skort á afslöppun og yfirvegun við aksturs bifreiðar daginn eftir gleðskap.  Einnig því óöryggi og spennu sem fylgir því að fljúga til Ísafjarðar í vondu veðri og hristast í Djúpinu á leið inn á Skutulsfjörð við sömu aðstæður.  Það var ekkert annað að gera en ýta áfenginu út, meðan golfið er stundað.  Þess má milli telur skrifari besta mál að njóta þessara lystisemda lífsins.

Reglulegur svefn og holt mataræði skapar yfirvegun og ró, þó skorti hér á vísindalega útlistingu á því.  Ekki það hún liggi ekki fyrir en erfitt er að koma því til skila í stuttu máli.

Golf í Kandy 034Skrifari tók einnig eftir því hversu gaman var að bregða út af regluverkinu í fríinu á Skíðaviku heima um páskana.  Ef drukkið er alla daga og borðaður veislumatur verður það venjulegt og leiðigjarnt.  Hinsvegar sem tilbreytingu á réttum stöðum og stundum verður það stórkostlega skemmtilegt.  Gleðskapur og veislur eru ólíkar golfi hvað varðar árangur.  Í golfi bæta menn sig og sífellt er verið að mæla árangurinn.  Því meira sem spilað er, ef rétt er á haldið, eykst leiknin.  Slíku er ekki að dreifa við gleðskapinn og þó hann sé stundaður stíft í tugi ára verða menn ekki endilega betri eða auka árangurinn.


Frí á Ísafirði

Páskar 2008 025Það er gaman að vera í fríi heima á Ísafirði um páska.  Að þessu sinni með nægum snjó  og frábæru skíðaveðri.  Og fyrir utan að hitta fjölskylduna eru allir vinirnir sem maður hefur vanrækt síðustu átta mánuðina.

Það er gaman að velta fyrir sér þeim hópum sem maður tilheyrir.  Fyrrum Rótarýmenn  hitti ég daginn eftir komuna til Ísafjarðar, þar sem ég sá um erindi kvöldsins á fundi hjá þeim.  Næsta laugardag hittist matarklúbburinn sem ég hef verið í um áraraðir þar sem boðið var upp á hrefnu og svartfugl.

Síðan var kvöldverður á miðvikudag í dymbilviku með Hallgrími Bláskó, heimsfrægum gönguklúbbi sem ég tilheyri.  Klúbburinn hefur gengið Hornstrandir þverar og endilangar og hefur lagt að baki tvær ferðir til útlanda.  Hann hefur það fyrir mottó að ef hægt er að velja um tvær leiðir, er sú erfiðari farin.

SumarhúsBáða laugardagana hitti ég félaga mína í gufuklúbbnum í Bolungarvík.  Okkur tókst ekki að gera út um kvótamálin frekar en endranær, þrátt fyrir að ráðherrann væri mættur seinni laugardaginn.  En félagar í gufuklúbbnum eru sammála um olíuhreinsistöð í Dýrafirði en erfiðari mál,eins og kvótaumræðan, verður að bíða eftir frekari eftirgjöf hormóna þessara vösku manna.

Okkur hjónum var boðið til veislu á Kúabúið sem er svona nokkurskonar Valhöll Tungudals, þar  eigum við sumarhús og eyðum venjulega öllum stundum frá vori til hausts innan um birkigróður og góða nágranna.

Ég tilheyri einnig hópi mikkilla skíðamanna er haldið hafa uppi skíðamenningu í fjöllum Tungudals, eftir að Seljalandsdalur var og hét.  Á milli ferða ræðum við heimsmálin og sögur fljúga milli manna, sannar og lognar.  Einstaka sinnum er dreypt á tappa af eðal viskí eða rommi laumað í súkkulaði drykk.  Allt fyrir stílinn og góða skapið.

Þá eru ónefndir vinir sem eiga svo bágt að búa í Reykjavík, og sækja mann á Keflavíkurflugvöll og annar sem skýtur yfir manni skjólshúsi milli flugvéla.

VeislurFramundan er áframhaldandi vinna á Sri Lanka fram eftir sumri.  Ég reikna með því að skreppa til Uganda í apríl til að skoða aðstæður þar en eftir sumarfrí í ágúst geri ég ráð fyrir að halda þangað til vinnu við svipuð verkefni og áður á Sri Lanka.


Frjálslyndir og hagfræðin

KHGÉg heyrði viðtal við þingmann Frjálslandaflokksins RÚV í gær, Kristinn H. Gunnarsson.  Þar átaldi hann stjórnvöld fyrir að hafa ekki undirbúið þjóðina undir þau slæmu tíðindi sem dynja yfir þessa stundina.  Fall krónunnar og hlutabréfamarkaðarins.  Ríkisstjórnin hefði setið með hendur í skauti sér á meðan Róm brennur.  Fréttamaður spurði þá Kristinn hvað hann hefði viljað gera í þessu ástandi.  Ekki stóð á svarinu frá þingmanninum.

Draga úr peningamagni í umferð og slá á þenslu í þjóðfélaginu.  

Semsagt að halda stýrivöxtum háum!  Stýrivextir eru notaðir til að ákvarða peningamagn í umferð og virkar almennt vel til að slá á þenslu þar sem dýrara verður að slá lán og sparnaður verður meira aðlaðandi.  Hinsvegar ætti þingmaðurinn að átta sig á þeirri staðreynd að peningamálin eru í höndum Seðlabankans og þar á bæ skrifa menn bara ríkisstjórninni bréf ef þeir ná enni verðbólgumarkmiðum sem þeim eru sett.  Slík bréf hafa verið nokkur undanfarin misseri.  Í öðru lagi hefur Seðlabankinn einmitt haldið vöxtum á endurhverfum lánum mjög háum, 13,75% og ekki öllum líkað það vel.  Kristinn er sem sagt mjög ánægður með aðgerðir Seðlabankans en virðist bara ekki vita að hann hefur verið að beita þessum einu vopnum sínum.

Þingmaðurinn ætti kannski frekar að beina spjótum sínum til ríkisstjórnarinnar sem eytt peningum á báða bóga með Keyniskum boðaföllum.  Ríkið hefur þanið sig út á undanförnum árum velgengni í þjófélaginu og þannig mun það sitja upp með stærri sneið af þjóðarbúskapnum þegar kreppir að.  Það hefur alltaf verið erfitt að bakka með ríkisútgjöld þegar  búið er að koma þeim á.  

Sem frjálshyggjumaður myndi ég þiggja alla aðstoð, jafnvel frá K.H.G. til að stöðva útþenslu ríkisins og þá forsjárhyggju sem í henni felst.  Hinsvegar get ég róað þingmanninn með því að peningamálin eru ekki lengur í höndum stjórnmálamanna, guði sé lof.  Stjórnmálamenn eru óheppilegir til að taka vaxtaákvörðun þar sem þær eru oftar en ekki óvinsælar.  Ef þær eru skynsamlegar.

Við munum sjá það á næstunni að einstaklingar munu slá á sína eyðslu sem dregur úr þenslu, en ríkið mun fara í allt aðra átt.  Eina ljósið í þessari stöðu er hugsanleg innspýting í atvinnulífið með byggingu álvera og annarra stóriðju.  Olíahreinsistöð á Vestfjörðum væri mjög gott tækifæri til að vega upp á móti samdrætti í atvinnulífi landsmanna samfara þeirri kreppu sem nú virðist hreiðra um sig. 


Skíðaveisla á Ísafirði

Páskar 2008 001Það hefur viðrað vel fyrir skíði síðan ég kom heim á Ísafjörð.  Glampandi sól og blíða og færið eins og best verður á kosið um helgina.  Á föstudeginum var Sandfellið með mátulegu púðurlagi þá hófst keppni við brettakrakkana að nýta það vel í frjálsri skíðamennsku.  Það er toppurinn og tekur meira í en troðnar slóðir.

Í norðri blasti gamla góða brekkan við, yfir Seljalandsdal.  Rústir lyfturnar sem við félagarnir höfðum nánast klárað að byggja þegar hún fór í snjóflóði 1999.  Fyrir utan nokkur snjósleðaför upp í brekkuna var hún sem óspjölluð mey og blasti við í sólskyninu.  Brekkan var áskorun um að marka spor okkar í hana.

Við lögðum þrír af stað klukkna níu á laugardagsmorgun.  Við sukkum í hné í hverju spori en puðið gleymdist í spjalli í góðra vina hópi og með skíðin á bakinu þjörkuðum við upp í skál.  Útsýnið þaðan á sólríkum morgni þegar fjörðurinn skartar sínu fegursta í vetrarham er ólýsanlegt.  Það vekur upp gamlar minningar frá skíðun í þessari bestu, og bröttustu, brekku íslenskrar skíðasögu.  Hér ólumst við upp á skíðum og áttum okkar bestu stundir.

Páskar 2008 003Í þetta sinn var rennslið niður erfitt.  Það hafði myndast skán í efsta lagi og mjúkt púður undir.  Við köllum þetta brotasnjó og þarf að hafa sig allan við til að ráða við það.  En gaman var það og neðar lagaðist færið og þar var hægt að hleypa á fulla ferð þannig að hvein í eyrum.

Síðan drifum við okkur beint upp í Tungudal þar sem troðnar brekkur og púður var valið til skiptis.  Við hefðum getað haldið á fram á kvöld, en skíðamenn mæta alltaf í gufu á laugardagseftirmiðdögum.  Þar látum við þreytuna líða úr okkur undir skemmtilegum umræðum og sögum.  þetta var mín fyrsta gufa í 10 mánuði og því um mikilvæga upprifjun að ræða.  Stimpla sig inn og halda á með söguna síðan í fyrra vor.

 

 

Páskar 2008 002


Heim í heiðadalinn

IMG_0747Það er engin smá tilhlökkun að koma heim eftir rúma sjö mánaða fjarrveru frá heimaslóðum.  Fjarri fjölskyldu og vinum og þessu venjulega skemmtilega basli innan um fólk sem manni þykir vænt um.  Það sem hæst stendur er að hitta í fyrsta skiptið nýjan afkomenda, Þorgeir, sem kom í heiminn í nóvember og afi hans hefur aldrei séð hann.  Það er heldur ekki lítil tilhlökkun að hitta grallarann og fjörkálfinn hann Jón Gunnar og rifja upp skemmtileg kynni úr Tungudal frá síðasta sumri.  

Fyrir nú utan allt hitt.  Konu og börn, kuldann og vinina.  Ég mæti að sjálfsögðu í gufu á laugardaginn og allt verður eins og áður.  Síðan er það kvöldverður með matarklúbbnum.  Gönguklúbburinn mun hittast um páskana og ræða óðráðna framíð og nýjar áskorannir.

Það er með ólíkindum hvað ég sakna kuldans.  Ég varð alveg ær að lesa bloggið hans Ívars vinar míns um ferð þeirra félaga, Ívars og Stebba, á Tindfjöll við Þórsmörk s.l. laugardag.  Frost, púðursnjór og endalaust útsýni yfir fegursta land heimsins.

Ég lauk þessum degi vel í Colombo.  Við fórum hálfan hring á Royal eftir vinnu á þessum frábæra golfvelli.  Þó sveiflan hafi verið fjær en vonast var til var stutta spilið og púttin hvetjandi til afreka í framtíðinni.

En framundan eru skíðin og svallið um páskana.  Verið viðbúin áhlaupinu.  Það mun fara verulega fyrir mér um páskana á Ísafirði.   


Raunir almenninga

Túnfiskur 002Undanfarði hef ég fengið tækifæri til að hitta marga úr fiskiðnaði Sri Lanka, sem tengist verkefni sem við Íslendingar erum að stýra.  Í þessari viku hef ég átt fundi með fjölda útgerðamanna og heimsótt fiskmarkaði í leiðinni.  Það er margt sem flýgur um  hugann við náin kynni af vanþróuðum sjávarútveg þar sem lítið fer fyrir regluverki og eftirliti.  Frjáls aðgangur að auðlindinni og lítil þekking sem flæðir um virðiskeðjuna er einkennandi.  Þetta er svona draumastaða fyrir Vinstri græna og Frjálslandaflokkinn.  Útópían og fagnaðarerindið sem þeir hafa verið að breiða út undanfarin ár og áratugi.

Hér hafa engar marktækar stofnmælingar átt sér stað og menn alveg lausir við átök um fiskifræðinga og vitlausa ráðgjöf þeirra.  Slíkt er ekki til í orðaforðanum hér og þar sem aðgangur er galopin og allir sem vilja geta keypt sér bát og hafið veiðar, enda eru orð eins og sægreifar og kvótabrask ekki til umræðunni.

 

 

Túnfiskur 003En skildi þá ekki allt vera dásamlegt og smjör drjúpi af hverju strái?

Það sem vantar hér er fiskveiðiarður.  ,,Raunir almenninga" eru í algeymi þar sem allt fer í kostnað við útgerðina og lítið er til skipta.  Fiskimenn eru fátækir og útgerðarmenn barma sér.  Engin stendur upp úr þar sem "Tragety of the Common" sér til þess að sótt er þar til engin arður er til. 

Það hefur alltaf vantað inn i umræðu andstæðinga kvótakerfis, hvað eigi að koma í staðin verði það lagt af.  Ef menn eru að boða frjálsan aðgang "Free Access" að fiskimiðum þá er auðvelt að sjá hverju það skilar.  Eini munurinn á fiskveiðum í þróunarlöndum og þeim þróuðu, þar sem fiskveiðistjórnun er lítil eða ómarkviss, er að ríku þjóðirnar dæla peningum inn í sjávarútveginn sem einhverskonar byggðastefnu.  Það hefur aldrei legið fyrir Íslendingum að geta það þar sem fiskveiðar eru of mikilvægar í þjóðarbúskapnum.  Þannig að við myndum lenda í flokki með þróunarlöndunum. 

 

Túnfiskur 007Það má vel vera að sýnin sé rómantísk þar sem veiðimenn geta bara gert það sem þeim dettur í hug og sækja sjóinn og brosað í stafni við sæfeykta strönd.  En ég upplifi það ekki þannig þegar litast er um í slíku umhverfi.  Fiskveiðistjórnun sem ekki lýtur lögmálum hagfræðinnar er dæmd til að sólunda auðlindum.  Öllum til tjóns þegar upp er staðið.

 

 

 

 

Túnfiskur 016


Mýrin

Það er gaman að segja frá því að þessi mynd er til sölu á flestum DVD verslunum hér á Sri Lanka.  Hér heitir hún Jar City og virðist seljast vel, enda still upp á áberandi stöðum í verslunum.  Ég keypti eintak um daginn og voru gæði myndar og tals (Íslenska) mjög góð.

Ég er hinsvegar ekki viss um að mikið fari fyrir höfundarlaunum á selda mynd hér en verð á nýlegri bíómynd er um hundrað og fimmtíu krónur íslenskar.

En ég hafði gaman af myndinni, þó hún væri ansi þunglyndisleg. 


mbl.is Baltasar: Getur breytt öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 287447

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband