Umhverfisráðherra

Nú hefur umhverfisráðherra kveðið upp sinn úrskurð; Íslendingar munu ekki óska eftir viðbótarkvóta á losun gróðurhúsalofttegunda á væntanlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn.  Þrátt fyrir að verulegum verðmætum sér þar kastað á glæ fyrir þjóðina, helgar tilgangurinn meðalið.  Reyndar sagði hún í útvarpsviðtali í morgun að íslenskt þjóðlíf snérist um fleira en virkjanir og stóriðju, og þá örugglega atvinnulíf yfir höfuð.  Hún nefndi sem dæmi að kórar og leikfélög blómstruðu og alls kyns menningarstarfsemi í landinu.  Það er örugglega huggun harmi gegn fyrir nærri tvö þúsund atvinnulausa á Suðurnesjum.  Bara að skella sér í kirkjukórinn eða bíða eftir næsta þorrablóti.  Nú ef menn eiga ekki fyrir brauði þá er bara að borða kökur!

Hvað er að svona fólki eins og Svandísi Svavarsdóttir?  Hvernig getur hún verið svona gjörsamlega úr takti við veruleikann og þjóð sína?  Hvers vegna skilur manneskjan það ekki að fólk þarf að hafa vinnu til að komast af í nútíma þjóðfélagi?

Þetta er firring innrætingarinnar sem kemur í veg fyrir frjálsa hugsun og líta á málin af skynsemi og svara spurningum með rökum.  Ekki frösum og lýðskrumi.

Það sem umhverfisráðherra, ef maður gefur sér að henni sé umhugað um umhverfið, ætti að berjast fyrir á Kaupmannahafnarráðstefnunni er að settir verði losunarskattar á orkuframleiðslu, þannig að sú sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum greiði af því skatta.  Það myndi styrkja íslenska orkuframleiðslu sem er umhverfisvæn og því hagsæl fyrir mannkynið.  Það á ekki að skattleggja álframleiðslu þó hún losi mikið af CO2.  Það er engin önnur leið til að framleiða þennan mikilvægasta málm mannkyns en að nota kolefni til að draga súrefnið út úr hráefninu.  En það á við um orkuframleiðsluna sjálfa þar sem í dag losa kola- og olíuorkuver mikið af koltvístring út í andrúmsloftið.  Íslendingar eru reyndar að leggja þung lóð á vogarskálina til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda með hverju álveri sem þeir reisa.

Embættisfærsla umhverfisráðherra jaðrar við landráð, svo ekki sé talað um efnahagslegt tjón Íslendinga af gjörðum hennar.  Það þarf að koma VG frá völdum með öllum ráðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og skítt með komandi kynslóðir og það Ísland sem mætir þeim. Mestu skiptir að við getum endurnýjað jeppana okkar skammlaust.

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Sérhver Íslendingur sem gerir ekki sitt ýtrasta til að vinna landi og þjóð til heilla, Íslandi allt! er óþjóðhollur.

Sérhver sá sem semur af þjóðarbúinu jafnvirði 1kr eða meira er ekkert annað en hreinn og klár "Landráðamaður". Ef við missum 1kr vegna þess að umhverfisráðherrann hélt ekki allt til endiloka og af fullri einurð fyllstu kröfum Íslands, sama hvað kröfurnar snúast um eru hreinir og klárir landráðamenn.

Svandís í sínum athöfnum á stuttum ráðherraferli ásamt karli föður hafa unnið þjóðinni óheilt.

Þau hafa bæði, eins og þau hafa haft getu til, nú þegar unnið þjóðinni stórtjón. Þarf virkilega veiðikort Össurar?

Kolbeinn Pálsson, 9.10.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Fólk þarf að hafa vinnu" segir þú. Ef öll virkjanleg orka Íslands verður notuð til að knýja álver myndu 2% vinnuafls landsins fá vinnu í álverunum.

Jafnvel þótt menn teldu að afleidd störf sem tengdust þessu væru þrisvar sinnum fleiri nemur þetta aðeins 8% af vinnuafli landsmanna.

Álbræðsla er mesta orkubruðl sem þekkist og störf í álverum langdýrustu störf sem hægt er að koma á fót.

Ég fullyrði að þau einstæðu náttúruverðmæti, sem þú vilt fórna fyrir svo lítinn ávinning, myndu skapa miklu fleiri störf ef snúið yrði frá þessu stóriðjubrjálæði og hugað að nýtingu ósnortinna og einstæðra náttúruverðmæta fyrir ferðaþjónustu.

Ómar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband