Setnir illum öndum

fer_3_a_hera_svae_i_005.jpgÉg er rétt kominn heim úr tveggja daga ferð norður fyrir Kyoga vatn til að hitta héraðshöfðingja og undirbúa jarðveg fyrir verkefni sem við vinnum með sjávarútvegsráðuneyti Úganda.  Við ókum meðal annars í gegnum svæði þar sem ,,Lord Resistance Army" hafði farið um með hryðjuverkum og morðum og hrakið fólk frá heimilum sínum.  Þetta fólk er nú að snúa til baka eftir 10 til 12 ár í flóttamannabúðum og kemur að veraldlegum eigum sínum í rúst, en enn verra er missir ættingja og ástvina sem myrtir hafa verið í þessum tilgangslausu átökum.

Ég las dagblaði í gærkvöldi um hvernig særingarmaður hefur farið um þessar sveitir til að reka út illa anda og frelsa fólk frá þeim örlögum að vera yfirtekin af slíkum öflum, en það mun meðal annars valda geðveiki hjá þeim sem fyrir því verða.

Við særingarathafnir eru jarðneskar leifar einstaklings teknar og fjölskylda og vinir safnast síðan í kringum særingarmanninn.  Særingarmaðurinn tekur geit og þvingar hana niður í jörðina með því að snúa hana niður, og þeir sem verst eru haldnir illum öndum krjúpa við hana og leggja hnéð í kviðinn og þrýsta fast á.  Hinn illi andi fer þá úr einstaklingunum yfir í geitina.  Eftir að hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum tekur særingarmaðurinn hníf og sker geitina á háls.  Særingarmaðurinn tekur næst hana sem er hálfhöggvinn og nú flæðir blóðið um jörðina og viðstaddir stappa í því meðan særingarmaðurinn fer með þulu.  Næst er haninn og geitin elduð og allir setjast að snæðingi.  Mikilvægt er að engin taki neitt af matnum heim, enda hefur hinn ásetni illi andi sest að í líkamsleifunum dýranna og fólk gæti þannig tekið ófögnuðinn með sér heim.  Leifar hanans og geitarinnar er síðan urðuð ásamt pottinum sem eldað var í og allir halda til síns heima, hreinsaðir af hinum illu öndum.  Nú er fólk tilbúið að setja fortíðina, og þann hrylling sem hún færði því, aftur fyrir sig og takast á við framtíðina.  Byrja að byggja upp og rækta garðinn sinn og byrja nýtt líf.

Það rann upp fyrir mér hversu nauðsynleg athöfn er þarna á ferðinni, til að lækna þau sár sem hafa myndast og gera fólki kleift að takast á við framtíðina.  Bandaríkjamenn styðja þessar særingarathafnir enda talið að mikilvægt framlag til að byggja upp þessi samfélög að nýju.

Kannski þurfa Íslendingar sinn særingarmann til að komast yfir þau áföll sem dunið hafa yfir þjóðina, þó þau séu léttvæg miðað við það sem fólk í norður Úganda hefur mátt þola.  Að þjóðin sætti sig við orðin hlut og sameiginlega takist á við verkefni dagsins.  Hér er ekki verið að tala fyrir því að menn standi ekki ábyrgð á hugsanlegum misgjörðum sínum, heldur að fólk losi sig við það hatur ,,illa anda" sem tekið hefur sér bólfestu í brjóstum þess og má sjá á bloggsíðum, orðræðum og greinum.  Illskan og hatrið dregur allan mátt úr fólki og engin möguleiki er á að byggja upp traust meðal landsmanna, sem er algerlega nauðsynlegt til að byggja samfélagið upp.  Vonandi gefst tækifæri til þess eftir laugardaginn þegar kosningaskjálftinn er farinn úr mönnum og stjórnmálaflokkar hafa tekið út sinn dóm frá almenningi.  Við blasir risavaxið verkefni hjá örþjóð í miðju Atlanshafi, sem hún mun ekki ráða við helsetin illum öndum, og sundruð af átökum og illindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Fróðleg grein og ágætur boðskapur.

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Feikilega merkilegt hvernig þetta fólk lifir af með þessu móti. Var ekki sérstakt fyrirgefningarferli sett af stað í Suður Afríku þegar verðið var að koma samfélaginu í samt lag eftir ógnir aðskilnaðar. Fyrirgefningin er gríðarlega mikilbvæg og hefur trúlega verið vanmetin hér á landi.

Þakkir fyrir að deila þessu með okkur Gunnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.4.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég þakka fyrir innlegg ykkar Hansína og Hómfríður.  Ég trúi því að helsta hlutverk stjórnmálamanna í Íslandi næstu misseri verði að sameina þjóðina í að leysa vandamálin sem við blasa.

Gunnar Þórðarson, 26.4.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband