Dugandi starfsstjórn í efnahagsmálum

 

Bretar ætla að taka erlend lán upp á 200 milljarða punda á þessu fjárhagsári.  Mér sýnist það vera jafngilda um 150 milljörðum króna, yfirfært á íslenskar aðstæður.  Það eru miklir peningar og Bretar eru verulega áhyggjufullir yfir þessu, sértaklega hvernig ríkið ætlar að fjármagna endurgreiðslur þessara lána á komandi árum.  En þessu fylgir mikil veisla breskra stjórnvalda þar sem stór hluti fjármagnsins fer eyðslu til að örva hagkerfið.  Slíkt er drauma staða stjórnmálamannsins enda geta menn leyft sér hvað sem er í eyðslu þessa dagana.  Það var óráðsía sem orsakaði vandann og einhvernvegin ætla menn síðan að nota sömu aðferð til að lækna meinið.

Íslendingar eru í enn meiri vanda og ekki liggur fyrir ennþá hversu stór hann er.  Þrátt fyrir ,,kraftmikla" starfsstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar undir verndarvæng Framsóknar, sem mynduð var til að taka á brýnustu vandamálum vegna bankahrunsins hefur lítið gerst í mikilvægustu málunum.

Staða gjaldmiðilsins er hörmuleg en krónan hefur lækkað um 18% síðan stjórnin tók við, og engin stefnumótun hefur verið kynnt vegna þessa. 

Bankarnir eru ekki enn komnir með efahagsreikning og því veit engin hver staða þeirra er.  Þeir gætu þess vegna verið tæknilega gjaldþrota.  Fyrri ríkistjórn þvingaði þá til að setja 200 milljarða inn í peningamarkaðsbréf bankana, sem var algerlega óskiljanlegt mál þar sem þegnum landsins var stórlega mismunað með þeirri aðgerð.  Nú eru þeir látnir fjármagna dellu eins og tónlistarhúsið, sem varla getur talist forgangsmál þessa síðustu og verstu tíma. 

Ekki er búið að taka á vanda heimila né fyrirtækja.  Að vísu hefur þessari ríkisstjórn tekist að koma mikilvægustu atvinnugreininni í landinu, sjávarútvegnum, í uppnám með ábyrðalausum tillögum um fyrningarleið í kvótamálum.  Einnig á að koma í veg fyrir að fyrirtæki í framleiðslu á sjávarfangi geti tryggt sér hráefni með eigin skipum, þar sem allur fiskur á að fara á markað. 

En reyndar var ákveðið að byggja menningarhús í NV kjördæmi, helsta vígi Vinstri Grænna, sem mun örugglega hjálpa til við þann vanda sem blasir við íslensku þjóðinni í dag.

Enn er ósamið um IceSave og Egde reikninga og því veit almenningur ekki hvort hann þarf að borga 40 milljarða eða 700 milljarða króna. 

Á meðan Ísland brennur hafa þessir menn eytt tíma alþingis breytingar á stjórnarskrá, án þess að fá um það breiða samstöðu þingsins, sem er algjört stílbrot í íslenskri stjórnmálasögu.  Undanfarin ár hefur glumið í eyrum landsmanna frá þessu fólki, að sjálfstæðismenn hafi sýnt Alþingi óvirðingu og almennt skorti virðingu fyrir löggjafarvaldinu.  Núverandi ríkisstjórn treystir hinsvegar Alþingi ekki til að breyta stjórnarskránni heldur stóð til að kjósa til þess skuggaþing.  Slíkt skuggaþing endurspeglar nefnilega vilja þjóðarinnar, sem Alþingi gerir þá ekki?  Málið er auðvitað að stjórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar og þingið hefur alla burði til að takast á við breytingar á henni, en með breiðri samstöðu allra flokka.

En stjórnarskráin er ekki málið í augnablikinu, það eru efahagsmálin.  Þeim á að gefa gaum en ekki afvegaleiða þjóðina með lýðskrumi, til að afla atkvæða í komandi kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Það er einfaldlega ekki rétt að ekki sé búið að taka á vanda heimilanna í landinu, kynntu þér málið á www.island.is!

Guðrún Helgadóttir, 22.4.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 283947

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband