Hættulegir tímar

Bloggari hefur setið við og lesið sig til um ESB og sérstaklega málefni sjávarútvegs með aðildarviðræður í huga.  Margt að því sem sagt hefur verið um þessi mál í umræðunni undanfarið stenst engan vegin skoðun og annaðhvort er verið að afvegaleiða fólk eða álitsgjafar eru ekki betur að sér en raun ber vitni.

En þetta skiptir bara sára litlu í augnablikinu.  Ástandið er graf-alvarlegt og getur ekki beðið hugsanlegra aðildarviðræðna við ESB og upptöku evru í framhaldinu.  Íslendingar hafa ekki tíma til að bíða eftir slíku og þurfa að taka afgerandi ákvarðanir á næstu vikum.  Umræða um ESB er alls ekki tímabær og heldur ekki landsfundur Sjálfstæðisflokksins.  Það eina sem getur réttlætt landsfund núna væri til að kjósa nýja forystu.

Það vekur ugg hversu lítið sést frá stjórnvöldum um aðgerðir og hversu litlar upplýsingar til almennings eru um aðgerðir.  Það sýður á þjóðinni og öryggisleysi eykst og með sama áframhaldi er hætt á algerri upplausn í samfélaginu.  Það er lífsspursmál að forsætisráðherra komi með framtíðarsýn fyrir þjóðina og stefnumótun hvernig henni verður náð.  Það trúir því engin þegar fjármálaráðherra talar um að allir erfiðleikar verðir að baki árið 2013.  Ríkið hefur verið að taka yfir óheyrilegar skuldir og nú síðast rúma 300 milljarða frá Seðlabankanum.  Ósamið er um IceSave reikninga og velta tölur þar á bilinu 150 til 700 milljarða.  Umræða er um að afskrifa skuldir hjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir háar upphæðir.  Sennilega horfa menn upp á mestu eignartilfærslu í sögu lýðveldisins.  Á sama tíma telur menntamálaráðherra að rétt sé að klára tónlistarhúsið við höfnina.  Landsmenn geta þá ornað sér við tónlist þegar kuldi og hungur sverfur að.

Erfiðleikarnir á heimsvísu eru miklir og hætta á fleiri ríki lendi í sporum íslendinga.  Það eykur enn á þá hættu sem þjóðin stendur frammi fyrir.  Það verður að taka afgerandi ákvarðanir nú þegar og viðurkenna að vandinn er gríðarlegur og hættulegur.  Ef til vill er staða einstakra stjórnmálaflokka aukaatriði í dag og rétt að lita til annarra aðgerða en landsfunda og hugsanlegra kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru orð í tíma töluð.

Jón Valur Jensson, 13.1.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 283918

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband