Davíð og Seðlabankinn

 

Leitin að sökudólgunum er enn í fullum gangi.  Síðasta útspil seðlabankastjóra var áhrifamikið og sem fagmaður í pólitík fær Davíð 5 stjörnur fyrir þetta skemmtilega útspil.  Hinsvegar fær hann enga stjörnu sem seðlabankastjóri fyrir innleggið á morgunverðafundi Viðskiptaráðs.

Málið er að þetta gengur ekki upp hjá Davíð.  Í febrúar situr hann fund út í Bretlandi sem fær kalt vatn til að renna milli skils og hörunds á honum, vegna upplýsinga erlendra sérfræðinga á stöðu íslenska bankakerfisins og þeirrar ógnun sem hagkerfi landsins stafar vegna þess.  Í maí gefur hann út skýrslu þar sem bankakerfið fær fulla skoðun, að það standi traustum fótum og framtíð íslenska hagkerfisins sé mjög björt.  Í millitíðinni afnemur Seðlabankinn þá litlu bindiskyldu sem sett var á innlán bankakerfisins.

Seðlabankinn hafði öll vopn í hendi sér til að takast á við hættulegt ástand og sérstaklega Icesave reikninga Landsbankans.  Hann gat sett bindiskyldu á þessa reikninga, svona 20 til 50 % sem hefði komið í veg fyrir að þessi hættulegu skammtíma innlán færu úr böndunum.  Og koma í veg fyrir að Landsbankinn gæti lánað þessa peninga út svona 14 falt, því miður í frekar vafasöm útlán miðað við sögu síðustu vikna.

En Davíð stráði fræi efasemda á téðum fundi sem hefur orðið allri þjóðinni til umhugsunar.  Hann býr yfir vitneskju um hvað olli þeirri hörðu og afdrifaríku ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að setja hryðjuverkalög á Íslendinga.  Eitt er víst að ef Davíð segist hafa þessar upplýsingar þá eru þær til og lúra tímabundið í hans höndum.

Orðið á götunni segir að viðskiptaráðherra hafi orðið svona hastarlega á í samskiptum sínum við Alexender Darling fjármálaráðherra Bretlands.  Þessi vitneskja hafi komið Davíðs hafi komið Samfylkingunni út í horn í þeirri refskák sem teflt hefur verið í kringum stöðu hans í Seðlabankanum.  En spurt verður að leikslokum í þessari spennandi þáttaröð: Hvar keypti Davíð ölið?

En það er nánast ógnvekjandi á þessum síðustu og verstu tímum að Seðlabankinn standi í stórpólitískum átökum í landinu, þar sem skotið er föstum skotum, meðal annars á ríkistjórn landsins.  Davíð verður að skilja að hans pólitíski ferill er liðinn þar sem hann gegnir nú starfi embættismanns.  Reyndar ætti hann að skilja sinn vitjunartíma og fara á þau ríflegu eftirlaun sem hans bíða eftir langan og farsælan stjórnmálaferil.  Davíð gerði góða hluti fyrir þjóðina en nú er mál að linni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nikulás Þórðarson

Þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er spegill.

Ein vísa

Blessaður sagði Bangsímon

og fáðu þér kaffi

það er aldrei upsilon

á eftir vaffi.

Blótaðu ekki bróðir minn,

böl það vekur nauða.

Engum hjálpar andskotinn,

allra síst í dauða.

Kveðja Nikulás

Nikulás Þórðarson, 21.11.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Tryggvi Guðmundsson

Ja hérna, hérna, Gunni. Nú veistu hvernig Pétri postula leið þegar hann afneitaði frelsara sínum. Hann gerði það raunar þrisvar þannig að þú átt eftir tvö skipti.

Bestu kveðjur, við söknum þín úr gufunni.

Tryggvi Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skemmtileg færsla. Nú er ég forvitin að vita hvað viðskiptaráðherra varð á sem geta réttlætt aðgerðir Bretanna. Ég er nefnilega fjúkandi vond út í þá. Þú fylgist vel með þó þú sért langt í burtu ... gott hjá þér. Ég held að það sé rétt að hækka átti bindiskylduna strax þegar þetta lá fyrir og fylgjast með að greitt yrði í tryggingasjóð lána. kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 283922

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband