,,Nýfrjálshyggja" ?

 

Ekki er allt vandað sem sett er fram í netheimum.  Ég rakst á úrklippu úr bloggi Guðumundar Gunnarssonar verkalýðsforkólfs í Viðskiptablaðinu á föstudaginn var, of fannst mér stóryrði, upphrópanir og lítil þekking á þeim málum sem um er fjallað einkenna málflutning hans.  Orðræðan minnti óneitanlega á umræðuna um fiskveiðastjórnunina undanfarna áratugi.

Við skulum byrja á þar sem Guðmundur lýkur máli sínu með spádómi um endalok ,,nýfrjálshyggjunnar"  Maður verður að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem vilja gera sig gildandi í umræðu um t.d. efnahagsmál, að þeir skilgreini ný hugtök sem ekki eru þekkt eða viðurkennd fyrir.  Ekki þekki ég neina skilgreiningu á ,,nýfrjálshyggju" og hef ekki hugmynd um hvað það hugtak stendur fyrir.  En þetta er einhver óskilgreindur hópur manna sem hefur með bíræfnum hætti hefur höndlað með fyrirtæki og sjóði í almenningseigu sem hinn vinnandi maður hefur komið upp með brauðstriti sínu.  Guðmundur nefnir þarna lífeyrissjóði, Eimskip, Orkuveituna og Flugleiðir.  Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekkert hvað hann er að fara.

Ég sem frjálshyggjumaður er svolítið órólegur yfir skyldleika hugtaka eins og ,,frjálshyggja" og ,,Nýfrjálshyggja" og velti því fyrir mér hvort þau tengist á einhvern hátt og ég sé kannski ábyrgur fyrir öllum þeim ósköpum sem Guðmundur nefnir.  Frjálshyggja er skilgreind þannig að það séu viðhorf einstaklinga sem trúi á frelsi og réttlæti.  Yfirvöld hafi eins lítil afskipti af einstaklingum og mögulegt sé til að halda uppi lögum og reglu og engum sé mismunað.  Það þíðir að þjóðfélag sem virðir ekki jafnrétti kynjanna, sem dæmi, er ekki frjálshyggjumönnum að skapi.

En hvað er þessi ,,Nýfrjálshyggja"  Einhverjir hafa verið að tala um stjórnarfarið í Kína í því sambandi, en þá hefur það ekkert við klassíska frjálshyggju að gera.  Ekkert í stjórnarfari Kínverja tengist frelsi og jafnrétti.

Guðmundur nefnir skattalækkanir sem hin miklu hagstjórnarmistök þar sem yfirvöld hefðu átt að skattleggja almenning meira, leggja í sjóði til að greiða niður kreppuna sem nú er skollinn á.  Þarna greinir á milli vinstri og hægri í stjórnmálum.  Það kemur ekki á óvart að kommúnistar og sjósíalistar vilji hafa skatta háa, og hafi ofurtrú á visku stjórnmálamanna í að ráðstafa fjármunum.  En þarna verður Guðmundi tvísaga, því að á sama tíma og hann treystir stjórnmálamönnum best til að stýra fjármálum almennings, þá treystir hann ráðamönnum á Íslandi alls ekki.  Reyndar er greininn að mestu orðskrúð og upphrópanir sem gerir hana óskiljanlega, að öðru leiti en því að höfundur er mjög pirraður, pólitískt séð.  Hinsvegar nær hann ekki að skilja viðfangsefnið né tjá sig um efnahagsmálin.  Ef hann heldur að marg-umrætt erlent lán ríkisins sé tekið vegna bágrar stöðu ríkissjóðs, þá veður hann í villu og svima. 

Ég er sjálfur sannfærður um að staða Íslendinga sé sterk.  Tiltölulega ung og vel menntuð þjóð, með miklar eignir og rík af auðlindum, hefur alla möguleika á að koma ár sinni vel fyrir borð í samkeppni þjóðanna.  Við þurfum að draga úr þenslu ríkisins, sem hefur verið gríðarlegt á síðustu góðæristímum.  Umræðan nú um að ríkið þurfi að auka umsvif sín, að Kenískum hætti, til að auka hagvöxt, veldur mér miklum áhyggjum.  Ríkið á ekki að blása sig út þó vel gangi og alls ekki þegar illa gengur.  Einu áhrifin af slíku er að með aukinni þátttöku ríkisins í hagkerfinu munu vextir haldast háir, sem dregur úr getu fyrirtækja og almennings til athafna.  Eftir stendur samfélag sem er engu ríkara, en ríkið er stærri þátttakandi en áður og einkaframtakið minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband