Aðgerðir vörubílstjóra

Þessar aðgerðir vörubílstjóra eru óþolandi.  Þarna eru menn að misnota lýðréttindi til að mótmæla á friðsaman hátt, rétt sem aðeins lítill hluti jarðarbúa hafa.  Nota ofbeldi og stofna meðborgurum sínum í stór hættu fyrir nú utan öll óþægindin sem fólk verður fyrir.

Ég hef fulla samúð með kröfu bílstjóra vegna reglusetninga um vökulög, þar sem taka á upp kerfi sem nauðsynlegt er út í Evrópu, þar sem menn eru að aka þúsundir kílómetra á hverjum legg.  Ísland er hreinlega ekki nógu stór, landfræðilega, til að bera slíkar reglur.

Hinsvegar þegar kemur að eldsneytisverði er við einhvern annan að sakast en íslensk stjórnvöld.  Eldsneytisgjaldið er í krónutölu og hækkar því ekki við hærra olíuverð.  Það ætti að vera morgunljóst en ef menn eru að tala um virðisaukann, þá er það allt annað mál.  Ef hann væri lækkaður á eldsneyti myndi ríkið tapa þeim tekjum, þar sem ekki skiptir máli hvar virðisaukinn er tekinn.

Miklar umræður voru um landflutninga í fyrra og voru margir sem töluðu fyrir ríkisstyrktum sjóflutningum, þar sem landflutningar greiddu ekki fyrir þann kostnað sem þeir valda.  Með lægri vsk og afnámi þungaskatts gætu tekjur af landflutningum orðið minni en kostnaður samfélagsins af þeim er.  Samkvæmt upplýsingum sem ég hef stendur það í járnum í dag að flutningabíll greiði þann kostnað sem hann veldur.  Í formi slits á vegum, mengunar (staðbundið vandamál) hávaða og öðrum óþægindum, slysum og útblæstri gróðurhúsaloftegnda (hnattrænt vandamál)

Það virðist vera af viðtölum við forystumenn þessara bílstjóra að ábyrgð þeirra og skilningur sé í lágmarki.  Ég vona að ekki þurfi að koma til stórslyss áður en almenningi verður nóg boðið af þessu ofbeldi. 


mbl.is Mikill þátttaka í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband