Sonar sonur fæddur

ég og pabbi2Hér verð ég að gera hlé á sögunum til að koma að mikilli frétt.  Í dag varð ég afi í annað sinn þegar sonur minn Gunnar Atli varð faðir og eignaðist 14,5 merkur son með unnustu sinni Maríu Rut Kristinsdóttir.  Ef ég man rétt þá er yngsti bróðir hins afans jafnaldri dóttur minnar og mæður þeirra lágu saman á fæðingadeildinni.  Seinna varð langamman barnfóstra Hafdísar um töluvert langan tíma á Urðarveginum.

Það er á svona stundum sem maður sest niður og hugsar heimspekilega um lífið og tilveruna.  Eitt sinn var ég að aka með vini mínum Óshlíðina, við vorum að koma úr gufu frá Bolungarvík og vorum tveir í bílnum.  Illa mætt í það sinn en gaf okkur rými til að ræða á nótum sem illa passa við stærri hóp.  Við komumst að því að það sem mestu máli skiptir í lífinu væri að koma erfðarefni sínu áfram.  Eins og allar aðrar lífverur er það megin tilgangur okkar mannanna að fjölga okkur. 

 

 

IMG_1221Fyrir á ég einn dóttur son, stór myndarlegan strák, Jón Gunnar, sem er að einum fjórða Sri Lankan.  Ég fékk að hafa hann í tæpa viku í sumar þegar við Stína pössuðum hann í Tunguskógi.  Það var ótrúlega skemmtilegur tími sem seint gleymist.  Eitt sinn þegar við tókum hann í langa gönguferð sitjandi í bakpoka á baki afa síns.  Hann var tæplega eins árs og við spjölluðum um heima og geyma eins og gengur en allt í einu þagnaði hann.  Hann var steinsofnaður og það við Grænagarð.  Það var ekki annað að gera en taka hann í fangið og bera hann alla leið inn í sumarbústað. 

Sennilega hefði ég aldrei tekið þessu starfi ef ég hefði vitað að annað barna barn væri á leiðinn þegar ég tók því. Nógu erfitt samt að missa af öllum þeim framförum sem einn strákur getur náð og hvernig lífið lærist og einstaklingurinn þroskast.

 

 

Ef ég ætti einhvern möguleika á þá myndi ég vera floginn heim til Íslands og sjá nýjustu Doddabókina sem blandast Sólbakka á Flateyri.  En ég á ekki tök á því og verður að bíða betri tíma.

Picture 054En það er ekki nóg að fjölga sér.  Maðurinn er flóknari en svo og er fjölskylduvera.  Það þarf að halda fjölskyldunni vel saman enda mikilvægasta stofnun mannlegs samfélags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Gunnar.

Til hamingju með nýja afastrákinn.

Pabbi hans var alveg með það á hreinu á mánudaginn þegar við vorum á fundi saman að hann yrði pabbi á fimmtudag. Vel skipulagður.

Kveðja að vestan.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.11.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Auður Kristín Matthíasdóttir

Sæll Gunnar.

Óska þér til hamingju með afabarnið.

Bestu kveðjur til ykkar allra. Bjarta framtíð.

Kveðja Auður Matt.

Auður Kristín Matthíasdóttir, 23.11.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Til hamingju öllsömul með strákinn, foreldrar og áar. Sannarlega er þetta aðalblessunin, lífið sjálft. Ef fæðingar halda áfram á þessum aldri í þessum legg, þá nærð þú kannski að verða langalangafi!

Ívar Pálsson, 23.11.2007 kl. 18:18

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég þakka hlýleg orð.  Sunna þú ert með töluna á hreinu.  Svo þetta var 40. hefti Doddabókanna.

Gunnar Þórðarson, 24.11.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 283912

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband