Lækkun dollars

US dollarLaunin hjá mér hafa verið lækkuð um 9% að undaförnu.  Ég gæti svo sem orðið brjálaður yfir þessu en við hvern er að sakast.  Seðlabankastjóra Bandaríkjanna fyrir að lækka stýrivexti?  Evrópusambandinu fyrir að gera ekki slíkt hið sama eða Davíð að halda þeim í himin hæðum á Íslandi?  Hvað er það sem ræður verði gjaldmiðla?

Hinsvegar er málið ekki alveg svona slæmt hjá mér.  Ég fæ launin reyndar í dollurum en kostnaður minn hér er allur í SLR.  Rúpinn hefur reyndar fylgt dollaranum í fallinu þannig að engin breyting hefur orðið á framfærslukostnaði mínum hér á Sri Lanka.  Eins ef ég kaupi mér flugmiða heim er verðið í dollurum og engin breyting orðið á kostnaði mínum hvað það snertir.  Hinsvegar fer megin hluti launa minna heim til Íslands til að taka þátt í rekstri heimilis míns þar.  og Þá er ég farinn að tapa þessum níu prósentum.

Svo er nú málið að við lækkun dollars þá aukast yfirburðir Bandarískra útflytjenda og innflutningur til BNA verður mun erfiðari.  Útflytjendur fá greitt fyrir varninginn í hinum ýmsu myntum, jenum, rúblum, evrum o.s.f.  Þeir þurfa að kaupa dollara til að greiða laun og fyrir hráefni.  Við það eykst eftirspurn eftir dollar og þá hækkar verðið á honum aftur.  Ég bara bíð rólegur eftir kauphækkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband