Efnahagsmál á Sri Lanka

Sri Lanka mapÉg hef gaman af að fylgjast með umræðu um efnahagsmál hér á Sri Lanka.  Margt minnir á gamla tíma að heiman sem lítill söknuður er frá.

Í hádeginu fékk ég gott tækifæri til að bæta við þekkingu á efnahagsmálum landsins þegar ég hlustaði á erindi á Rótarýfundi þar sem ræðumaður dagsins var Country Director of World Bank á Sri Lanka.

Hú dró upp ófagra mynd af ástandinu hér í landi þar sem fátækt hefur aðeins dregist árlega saman um 1.1% á tíunda áratug síðustu aldar, en hagkerfið hefur aukist um 3% að jafnaði á sama tíma.  Það segir okkur að ójöfnuður er að aukast sem er þvert á mörg önnur lönd í Asíu, t.d. Malasíu, Tæland og Víetnam.  Í Kína og Kóreu hefur ójöfnuður aukist aðeins meir en hagkerfið, en tölurnar eru bara allt aðrar.  Í Kína hefur hagkerfið aukist um 8.8% á umræddum tíma og fátækt minkað um 8.3%

Bankastjóri W.B. á Sri Lanka taldi að stríðið í landinu hefði mest að segja um öfugþróun hér í landi miðað við önnur Asíuríki.  Ef þeir peningar og orka sem fara í stríðsreksturinn færi í stefnumótun og uppbyggingu á mannauð og skipulagi væri myndin önnur.  Reyndar tel ég að ósamstaða og pólitískt ástand, sem að hluta til er vegna innbyrðis átaka þjóðfélagshópa (sinhalee, tamila, múslíma og kristinna), eigi stóran hluta að máli.  Sem dæmi er ríkisstjórnin sett saman af alls kyns flokkum og trúarhópum ásamt ýmsum hagsmunahópum.  Ráðherrar eru 120, af 108 manna þingliði og slíkt ástand kallar á endalausa málamiðlun og spillingu.  Guð veit að Íslendingar þekkja vinstri stjórnir en þetta ástand tekur því langt fram.

Það vakti ennfremur athygli mína hlustandi á erindi hennar að svæðið sem ég fór um í gær og sagði frá í bloggi mínu, vesturströnd Sri Lanka, er einmitt það sem mestar framfarir eru á.  Það er því engin tilviljun að ferðalagið vakti athygli mína með jákvæða ásýnd og velmegun miðað við annað sem ég hef séð hér í landi.

Hundalíf á Sri LankaOft kemur upp í hugann, eftir góðan morgunverð við að lesa dagblöðin, er á hversu lágu plani efnahagsumræðan oft er.  Þar eru Vinstri Grænir gerðir góðir og þó víðar væri leitað.  Sem dæmi var haft eftir forystumanni stjórnarandstöðunnar, UNP, að ástæða erfiðleika í efnahagsmálum væri ,,kostnaður" ríkisins við innflutning á alls kyns óþarfa, eins og eplum og appelsínum.  Nær væri að rækta þetta innanlands og ,,ríkið" gæti þannig sparað peningana sem færu í þennan óþarfa og notað í annað.  Þessir menn gera landbúnaðarpólitík Íslendinga góða.

Annað sem ég rakst á þar sem haft er eftir þingmanni sama flokks að ríkið hefði ,,tapað"  106 milljarði rupees í fyrra, og 71 milljarði á þessu ári vegna gengislækkunar gjaldmiðilsins gagnvart dollar.  Þetta er náttúrulega stórmerkileg hagfræði og minnir mig á annað sem ég rakst nýlega á í samræðum við vel gefið og menntað fólk hér í bæ.  Þau töldu að verðgildi gjaldmiðils réði algerlega verðlagi í viðkomandi landi.  Samkvæmt því væri allt tíu sinnum dýrara á Íslandi en í Danmörku.  Öll svona rök gera mann orðlausan.  Reyndar er ekkert óeðlilegt við að venjulegt fólk skilji ekki hagfræði, enda um ólíkinda tól að ræða.  En þá kröfu verður að gera til þingmanna að þeir skilji grundvallar atriði hagkerfisins, alla vega áður en þeir láta hafa eftir sér á forsíðum dagblaða.  Málið er að bæði dæmin sem nefnd voru hér að framan voru tekin af forsíðu Financial Times hér á Sri Lanka.

Ráðhúsið í ColomboÁ Rótarý fundinum voru borðfélagar mínir að spyrja um Ísland og hverju við lifðum á.  Snúið að svara því þar sem við lifðum á sjávarútveg en nú væri fjármálaþjónusta mikilvægust.  Þeir töldu að sjálfsögðu að við hlytum þá að vera í einhverju ólöglegu.  Ekki væri hægt að græða á fjármálaþjónustu nema stunda einhverja glæpi. Það ríkir töluverð svarsýni meðal þjóðarinnar.

Það er gott að vera Íslendingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband