Á leið til Sri Lanka

Sri LankaNú styttist í brottför mína til Sri Lanka þar sem ég flýg til nýrra heimkynna mánudaginn 30. júlí. Fyrst til Frankfurt og þaðan í 11 tíma flug til Colombo, höfuðborgar Sri Lanka.

Í tilefni þess breyti ég útliti síðunnar og efnistökum, en hugmyndin er að segja frá lífi og starfi í þessu framandi landi.

Fyrir mig er það sérstök ánægja að tengdasonur minn er ættaður þaðan. Þó hann sé alinn upp á Íslandi og sé fyrst og fremst Íslendingur, þá er hann fæddur þar og á stóra fjölskyldu á Sri Lanka. Meðal annars á hann móður ömmu á lífi og hefur sterkar taugar til landsins.

Akur á Sri LankaÞað verður ánægjulegt að kynnast landi og þjóð en sérstaklega þessari fjölskyldu sem tengst hefur mér órjúfanlegum böndum, meðal annars með fyrsta barna barni mínu, Jóni Gunnari Shiransyni. 

Hvað tekur við?

Ég er ekki nýgræðingur í ferðalögum og  hef mikla reynslu af störfum erlendis og dvalið og unnið í eftirfararandi löndum:

Kanada, Rússlandi, Mexíkó, Íran og Ísrael.

MexíkóÉg gerði mörg mistök í starfi mínu í þessum löndum, aðallega vegna vanþekkingar, fordóma og geta ekki tekist á við ólíka menningu þessara þjóða.

Mér er vorkunn hvað það varðar en fram á unglingsárin er hlaðið inn á harða diskinn í okkur forriti sem ræður viðhorfum okkar og gildum. Í harðasta kjarnanum eru gildin (values) en þau eru ekki sýnileg og eru svo rótgróin okkur að við verður ekki vör við þau. Sem dæmi um gildi eru viðhorf til hugtaka eins og ljótt -fallegt, vont-gott, óhreint-hreint, eðlilegt-óeðlilegt raunverulegt-óraunverulegt o.s.fr. Við getum ekki breytt ásköpuðum gildum en þekking þar sem maður áttar sig á hlutunum hjálpar alltaf til að sigrast á þeim erfiðleikum sem fylgja langtíma dvöl og stafi í ólíku samfélagi. Það er einmitt mikilvægt að átta sig á því að menning er ásköpuð á meðan mannlegt eðli er meðfætt og persónuleiki er bæði meðfæddur og áskapaður.

ÍslandStarf mitt verður erfitt þar sem þróunaraðstoð er í sjálfu sér mjög flókið fyrirbæri. Ég mun starfa sem verkefnastjóri á sviði fiskimála á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Colombo, sem jafnframt er sendiráð Íslands á Sri Lanka. Starf mitt mun að mörgu leiti snúast um að skilja ólíka menningu íbúa Sri Lanka.

Ólík menning

Búast má við að menning Sri Lankabúa sé ólík okkar Íslendinga og starfshættir frábrugðnir. Það getur valdið miklum erfiðleikum hjá einstaklingum að takast á við slíka hluti og hefur oftar en ekki reynst ofjarl þeirra sem taka að sér störf erlendis. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í þessum efnum, enda mikil aukning á flutningi starfsmanna milli landa á tímum hnattvæðingar. Fyrirbærið er kallað aðlögunarstreita sem flokkuð er í fimm þrep hér að neðan í réttri tímaröð:

Aðlögunarstreita

  1. Hveitibrauðsdagar
    1. Eftirvænting, spenna, áhugi á umhverfinu
  2. Kreppa
    1. Árekstrar, erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, óþolinmæði, pirringur, einmannleiki
  3. Bati
    1. Nær tökum á vandanum, skilningur á menningu og umhverfi, ánægja og gamansemi, jafnvægi og hugarró
  4. Aðlögun
    1. Nýtur verunnar, eignast vini, skilningur og skilgreiningar, markmið sett
  5. Áframhaldandi kreppa
    1. Einangrun, þunglyndi, vonleysi, ofnotkun örvandi efna

Ólík menning

Það getur verið gaman og spennandi að koma á nýjar slóðir og framandi menning vekur áhuga. En þegar vinnan tekur við og erfiðleikar sem tengjast ólíkum menningarheimum, þar sem minnstu atriði verða risa stór, tekur við kreppa. Kreppunni fylgir kvíði og vanlíðan þar sem viðkomandi hefur á tilfinningunni að hann ráði ekki við starfið og skilur ekki fólkið í kringum sig. Þessu getur fylgt skapgerðabreytingar hjá viðkomandi með reiðiköstum og pirring og jafnvel valdið svefntruflunum. Haldi þetta lengi á getur aðlögunarstreita valdið höfuðverk og veikindum og við tekur þunglyndi og fælni.

Venjulega verður þó bati þar sem menn ná tökum á ástandinu og eftir fylgir aðlögun þar sem skilningur á menningu eykst og vinátta myndast við heimamenn.

Í versta falli verður áframhaldandi kreppa hjá einstaklingi og þá er best að hypja sig heim.

 

Geert Hofstede

Var Hollenskur verkfræðingur sem síðar lagði stund á sálfræði. Hann vann úr merkilegri rannsókn á starfsmönnum IBM um allan heim, sem vinna við sömu fyrirtækjamenningu, hafa svipaða menntun og sinna sambærilegum störfum. Niðurstaðan var athyglisverð en hann flokkaði menningarhópa niður í eftirfararndi svið og setti á þá mælikvarða

  • Einstaklingshyggja vs. Samhyggjustefna (Individualism vs. Collectivism)
  • Ótti við óvissu (Uncertainty Avoidance)
  • Virðing fyrir valdi (Power distance)
  • Karlmennska vs. mýkri kvennlegir þættir (Masculinity vs. Feminity)

 

KarlmenskaEkki var útibú IBM á Íslandi þegar þessi rannsókn var gerð en reikna má með að við líkjumst öðrum norðurlandaþjóðum og jafnvel anglo saxneskum þjóðum eins og Bretum og Bandaríkjamönnum á sumum sviðum. Aðal atriðið er þó að þjóðir latnesku Ameríku og Asíu eru nánast eins ólíkar okkur og hugsast getur. Á morgun mun ég setja inn verkefni sem unnið var í meistaranámi mínu á Bifröst af reynslu minni frá Mexíkó. Það er skrifað á ensku en ég hef ákveðið að þýða það ekki heldur birta það eins og það kemur fyrir. Mexíkóar eru, samkvæmt rannsókn Hofstede, nokkuð líkir Asíubúum og eru eins langt frá Íslendingum í menningu og hugsast getur.

 

Menningarmunur

Hér koma nokkur atriði sem skipta máli um hvernig útlendingar líta á Íslendinga og eru mikilvæg til að ná árangri í starfi við ólíka menningu:

  • Kurteisisvenjur
  • Myndun vináttu
  • Lausn átaka og rifrildis
  • Val á foringja eða leiðtoga
  • Samræður
  • Afstaðan til fjölskyldunnar
  • Íslendingar hrósa sjaldan
  • Á Íslandi  eiga menn að standa sig
  • Orð skulu standa
  • Förum ekki í biðraðir
  • Eyðslusöm og örlát
  • Vinnan mikilvæg
  • Frjálslegar uppeldisvenjur Íslendinga

Tíminn:

Í iðnvæddum samfélögum er stundvísi mikilvæg. Í Mexíkó eru aðrir þættir mikilvægir.

Tungumálið:

Vestrænar þjóðir gefa skýr og stutt skilaboð. Mörg menningarsamfélög nota ekki ,,nei"

Vinnan:

Kalvinísk vinnusiðfræði Vesturlanda leggur áherslu á afraksturinn og er verkefnamiðuð. Í Latnesku Ameríku og Asíu er félagsleg tengsl á vinnustað mikilvæg.

Gjöfin:

Hvenær gefum við gjafir og hverjum.

Að vera Rómverji í Róm

Hvernig menn fást við þessi mál ræður því hvaða árangri þeir ná í ókunnu landi. Hvernig samskipti verða við innfædda ræður úrslitum árangurs. Það mikilvægasta í þessu öllu saman er að losa sig við fordóma og hroka. Ólík menning er ekkert ómerkilegri en okkar. Það getur verið efnahagslega betra að vera stundvís, svo eitthvað sé tilgreint, en kostir þess að lifa afslappað eru miklir. Ég áttaði mig á þessu í Mexíkó þar sem maður mætti tveimur tímum eftir að boðið átti að hefjast. Til þess var einmitt ætlast og það að mæta og láta óstundvísina sér í léttu rúmi liggja, borgaði sig margfalt í skemmtilegum félagskaps notalegs fólks.

Það er einmitt auðveldara að breyta sjálfum sér heldur en heilli þjóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, þú ert einn af örfáum Íslendingum sem þora að játa mistök og það á netinu! Þú byrjaðir sem hrokagikkur og endar eflaust sem gúrú! Við hlökkum til að sjá bloggin um ólíkan menningarheim. Góða ferð!

Ívar Pálsson, 27.7.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband