12.6.2007 | 13:57
Rótarýferð í Flatey
Ferð Rótarýklúbbs Ísafjarðar í Flatey 2007
Laugardaginn 9. júní 2007 lögðu félagar Rótarýklúbbs Ísafjarðar upp í ferð í Flatey á Breiðafirði, með viðkomu á nokkrum stöðum. Jón Páll Halldórsson var skipuleggjandi ferðarinnar en forseti sá um fararstjórn þessa tuttugu manna hóps, félaga og eiginkvenna Rótarýmanna.
Lagt var af stað frá Hótel Ísafirði snemma morguns og fyrsti áfangastaður var Vatnadalur í Súgandafirði, þar sem kirkjan á Stað var skoðuð. Hörður Högna sá um leiðsögn á þessu slóðum enda vel kunnugur svæðinu og á ættir sínar að rekja þangað.
Næst var haldið á Flateyri þar sem leiðsögumaður okkar þar, Guðmundur Björgvinsson, beið í kirkju staðarins og sagði hópnum sögu hennar og þeirra gripa sem hún á. Að því loknu var gamla bókabúðin á Flateyri skoðuð, Verslunin Bræðurnir Eyjólfssynir. Verslunin var reyndar meira en bókaverslun þar sem hægt var að kaupa mjölvöru eftir vigt og reyndar sælgæti s.s. Freyjukaramellur. Við hliðina á versluninni er fyrrum íbúðarhúsnæði síðasta rekstaraðila verslunarinnar, Jóns Eyjólfssonar, sem stendur óbreytt eins og flutt var úr því um 1960. Uppi á annarri hæð stendur Eyjólfsstofa, sem var vinnustofa Eyjólfs Jónssonar sem vann meðal annars sem verðlagseftirlitsmaður á Vestfjörðum. Eyjólfur var mikill grúskari og liggur mikil fróðleikur eftir hann, m.a. um ættfræði og fl..
Næst var komið við í Handverkshúsinu á Flateyri þar sem hópurinn snæddi hádegisverð. Hér er allt á einum stað, matsölustaður, handverkshús og félagsheimili eldri borgara í bænum.
Eftir góða máltíð og kaffisopa var haldið að Holti í Önundarfirði þar sem presturinn séra Stína Gísladóttir tók á móti hópnum í kirkju staðarins. Hún sagði í stuttu máli frá sögu og eignum kirkjunnar, lagði út frá heilagleika í stuttu ávarpi og síðan söng hópurinn nokkra vel þekkta sálma. Ósköp notaleg stund og áhrifarík en hópurinn dreif sig síðan út í rútu í sumarblíðunni. Næst var haldið í Dýrafjörð þar sem Bergur á Felli tók á móti hópnum í Þingeyrarkirkju og sagði hópnum sögu hennar.
Ferðinni var nú heitið að Mjólká þar sem Orkubú Vestfjarða bauð upp á hressingu. Staðarhaldari virkjunarinnar leysti úr fyrirspurnum Rótarýfélaga sem gerðust skrafhreifnir af ölinu og margar góðar sögur spruttu fram í kaffistofu virkjunarinnar. Stemmingin lofaði góðu fyrir ferðina og tilhlökkunin var mikil að komast út í Flatey.
Þegar rútan rann þýðlega niður Dynjandisheiðina áleiðis í Vatnsfjörð kom óvænt boð Gámaþjónustu Vesturbyggðar í kaffi og vöfflur að Flókalundi. Að lokinni hressingu var haldið á Brjánslæk þar sem ferjan Baldur var tekin út í Flatey.
Það er ekki glæsileg sjón sem fyrst grípur athygli ferðamanns við komu í Flatey. Ryðgaðar dráttavélar, ónýtur bryggjukrani og gamalt niðurnýtt frystihús sem stendur við bryggjusporðinn. Á göngu að þorpinu sem liggur við Grýluvog er enn meira af aflóga drasli eftir útgerð og landbúnað. En annað og betra átti eftir að taka við.
Skömmu áður en komið var í þorpið vindur sér snaggaralegur náungi út úr húsi og kallar til hópsins ,,Er þetta Lionsklúbburinn Kiddi?" Það má kalla þetta upphafið af frábæru og skemmtilegu kvöldi þar sem þessi sami náungi átti eftir að spila í sex og hálfan klukkutíma, án pásu, á harmonikku. Seinna komumst við að því að þessi maður er rotarýmaður frá Egilstöðum og fyrrum bæjarstjóri.
Þorpið sjálft er í einu orði sagt dásamlegt. Vel uppgerð og viðhaldin gömul hús, máluð í öllum regnbogans litum. Ekki tók síðra við þegar hópurinn kom að Hótel Flatey þar sem gist var um nóttina. Hótelið er alveg nýtt og allt byggt samkvæmt forskrift arkitekta í gömlum stíl. Herbergi eru ekki númeruð heldur heita þau eftir fuglsnöfnum. Fólk var því bókað á Lunda, Blika, Kollu o.s.fr.
Hótelið er stórkostlegt. Öll þjónusta til fyrirmyndar þar sem hlýleiki og þjónustulund einkenna starfsstúlkur. Herbergin eru frábær með gömlum rómantískum stíl og allt gert til að gleðja hug og hjarta.
Kvöldverðurinn var kjötsúpa en hefði alveg eins getað verið fimm rétta franskur málsverður. Rjómaís í eftirrétt en honum hafði aðeins verið gerð hálf skil þegar vinurinn með harmonikkuna birtist og við tók stanslaust fjör í á sjöunda tíma. Fjöldi sönglaga sem runnu í gegnum dragspilið virtist óendanlegur. Sjálfur var hann að springa úr fjöri og lyfti sér upp á tærnar til að leggja áherslu á sönginn, en hann virtist kunna alla texta og öll vers á því fljóti sönglaga sem rann í gegnum kvöldið.
Þegar kvöldsólin gekk til viðar færði hópurinn, sem nú taldi á sjötta tuginn, sig niður í Saltkjallarann þar sem enn var sungið. Saltkjallarinn er barinn á hótelinu og er glæsilegur eins og annað í þessum fallegu húsum.
Einhvern tíman löngu eftir miðnætti þegar svefninn sótti á í dúnmjúku rúminu mátti heyra óminn af söngnum og gleðinni úr Saltkjallaranum. Þvílík dásemd og notalegheit að erfitt er að lýsa í óbundnu máli.
Þegar fyrstu geislar sólarinnar streymdu inn um gluggann mátti heyra fuglasönginn. Það sem gerir hann ólíkan þeim sem ferðamaður úr Tunguskógi er vanur að heyra, í hrossagauk, þresti og stelk, bættist hér við garg í kríu og öðrum sjófuglum. Niður í matstofu beið morgunverðurinn en þar svignuðu borðin undan kræsingunum. Gestir höfðu á orði að slíkt hefði ekki sést síðan á ferðum þeirra um Þýskaland.
Í Bogabúð í Flatey hafa löngum sumardvöl hjón frá Ísafirði þau Katrín Jónsdóttir og Grétar Þórðarson fyrrum skipstjóri. Jón Páll hafði samið við Grétar um að rölta með hópinn um eyjuna og segja sögu hennar og húsanna sem flest hafa sín nöfn. Strýta, Vogur, Vinaminni og Myllustaðir, svo fá séu nefnd til sögunnar. Flatey var mikill verslunarstaður á árum áður en byggð lagðist um 1960. Upp úr 1980 fóru eigendur húsanna að huga að viðhaldi og uppbyggingu þeirra og verður að segja að afskaplega vel hafi tekist til við það.
Þetta var fallegur sunnudagsmorgun, sólskin og hlýtt. Börn voru að leik með kassabíla og sum voru að skoppa gjörðum. Ætli veraldarvefurinn og tölvuleikir séu til í Flatey? Alla vega var þetta eins og að fara aftur í tíma um 40 ár að ganga um bíllausa eyju eftir mjóum malarstígum sem liðast milli fallegra húsanna.
Höfnin er skerjavogur rétt við Hótel Flatey þar sem gott skjól er fyrir stærri báta að liggja í öllum vindáttum. Silfurgarður er enn betra skjól fyrir minni báta en þangað er ekki fært nema á flóði.
Rótarýhópurinn hafði auglýst við aðaltorgið í þorpinu messu í kirkjunni í Flatey klukkan tvö. Vel mannaður í slíkt með sóknarprest, organista, hringjara og meðhjálpara. Vel var mætt í messu sem var einstaklega skemmtileg og stutt í hláturinn og gamansemina. Sumir fengu að ganga til altaris en allir fengu að syngja við forsöng séra Magnúsar og undirspil Margrétar Geirsdóttir. Ragnar Kristinsson hringdi kirkjuklukkunum og tókst það nokkuð vel.
Kirkjan í Flatey er glæsileg að innan en lagfæringar standa yfir að utan. Baltasar hefur myndskreytt kirkjuna þar sem allt bogaloftið lýsir sögu eyjarinnar en altaristaflan sýnir Jesú með tveimur lærisveinum. Hér með er fólki ráðlegt að fara tímanlega í kirkju til að athyglin geti snúist um prestinn í messunni, en listaverkin fanga hugann fyrsta hálfa tímann.
Hópurinn átti notalega stund í eftirmiðdaginn en lagt var af stað áleiðis heim upp úr klukkan fjögur. Sögurnar flæddu í rútunni með hlátrarsköllum og gleðilátum. Ef keppt væri í hlátri á Ólympíuleikum myndu Viðar og Bjössi vinna til verðlauna. Hláturinn hjá þeim, sem alltaf er stutt undan, er eins og flóðbylgja sem fangar mann og hrífur með sér.
Þetta var góð ferð með samrýmdu og skemmtilegu fólki. Ferð sem styrkir Rótarýklúbb Ísafjarðar og gerir hann að betri félagsskap. Ferð sem er klúbbnum til sóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.