Ákvörðun sjávarútvegsráðherra

  þorskur

Það eru slæmar fréttir sem berast af fiskveiðiauðlind Íslendinga þessa dagana. En þær eru ekki óvæntar. Hafrannsóknarstofnun hefur lengi haldið því fram að of mikið sé gengið á þorskstofninn og lagt til að veiðiregla, sem nú er 25%, verði lækkuð umtalsvert. Undanfarin ár hafa Íslendingar veitt 31% af veiðistofni og dánarstuðull verið 63% en viðmið verið 42%.

Í þessari stöðu er nauðsynlegt að umræðan verði rökræn og tilfinningum ýtt til hliðar meðan skynsamleg ákvarðanir eru teknar. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að draga línu á milli fiskveiðikerfis og ákvörðun um heildarafla. Kvótakerfið er hagfræðilegt tæki til hámarka arðsemi í sjávarútvegi en engum skyldi detta í hug að kerfið eitt og sér geti tryggt viðgang þorskstofnsins. Íslendingar hafa veitt umtalsvert umfram ráðleggingar Hafró og um það snýst málið.

Árið 1976 var þorskafli 120 þúsund tonn umfram ráðgjöf og 135 þúsund árið 1980. Síðan þá hefur veiði umfram ráðgjöf sveiflast frá 20 þúsund tonnum og upp í 120 þúsund tonn. Hvers vegna fór veiði svona langt fram úr ráðleggingum sérfræðinga?

Í fyrsta lagi voru það aðgerðir sem kenndar eru við réttlæti og áttu að bæta hag landsbyggðarinnar sem skekktu myndina. Menn notfærðu sér glufur í kerfinu og síafeldar kröfur misvitra stjórnmálamanna um fríspil í kerfinu komu í veg fyrir skynsamlega veiðistjórn. Smábátakerfið, línutvöföldun, línuívilnun, krókaaflamark svo helstu meinsemdirnar séu nefndar.

Forystumenn í sjávarútvegi, með ráðherra í broddi fylkingar, þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort taka eigi mark á vísindamönnum eða ekki. Ef niðurstaðan er neikvæð þá er rétt að draga stórkostlega úr fiskveiðirannsóknum, enda til lítils að stunda þær ef ekkert mark er á þeim takandi. Ef svarið er jákvætt þá þurfa menn að axla þá ábyrgð sem fylgir ákvörðun um niðurskurð á aflaheimildum.

Miðað við niðurstöður Hafró þarf að færa veiðireglu niður í 20%. Slíkt mun valda miklu róti í íslensku samfélagi fyrir hagsmunaaðila og þjóðina alla. En þó ekki eins miklum og ef þorskstofninn hrynur. Ef ráðgjöf fiskifræðinga er rétt mun lækkun veiðireglu skila þjóðinni miklu til lengri tíma litið. Ekkert er öruggt í þessu en tölfræðilega eru yfirgnæfandi líkur fyrir því.

Ef þjóðin á fisveiðiauðlindina á ráðherra að taka ákvörðun sem hámarkar hag hennar til langs tíma litið og tryggir viðgang fiskistofna við Íslandsstrendur. Ákvörðun hans á ekki að byggja á skammtímahagsmunum undir þrýsting frá hagsmunaaðilum. Margir útgerðarmenn og sjómenn virðast horfa til skamms tíma ef marka má viðbrögð þeirra við slíkum ákvörðunum í gegnum tíðina. Slík ákvörðun ráðherra mun valda miklum sársauka og erfiðleikum, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem megin hluti aflaheimilda er. Landsbyggðin og öll íslenska þjóðin þurfa ákvörðun sem tryggir hagsmuni sína til langs tíma litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn R Hermannsson

Gunnar held að minið sé ekki gott þegar við vórum sama á Páli Pálsini vórum við oft í smáfiski og hentum 30% til 40% það sem við veidum vóru að koma með frá 150 180 ton í land svo getur hver sem er reikna hvað við hentum miklu sama er þetta enþá var síðustu 10 ár á Júliusi Geirmundsini sem þú ættir að kannast vel við er engu minna hent og vita það vel þeir sem gera hann út því það koma skipanir í landi að henda ölum smáfiski en ef skipverji seigir einhvað þá er hann umsiflaus rekin og sama er upp hjá ölum toguru hef talað við þá marga  LÍÚ veit alt um þetta vonandi með þessum skrifum mínum ryfjast enhvað upp fyrir þér besta sem væri hægt að ger samandi friða þorskin væri að banna öll fristiskip því þau eru mestu skaðvaldarnir ég hrindi einu sinni í Þorstein Pálson fyr sjávarutvgsráðhea þá ver þjóðarsálin við lýði því mér opbauð hvað við hentum miklu hann svarði því í beinni utsendingu að ég væri ekki að fara með rétt mál een þetta vita allir sem eru að stunda sjóinog ætla ég higlaust að nefna nöfn Gvuðjó A kristjnsson alþman Gunnar Albert Árórsson  Ómar Elertsoon get bent á fleiri en bíð með það Kristinn Hermannsson fyrverandi skipverji ábáðum þessum togurum sem ég nefndi

Kristinn R Hermannsson, 12.6.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll Bjarni. Ég sé ekki hvað tillögur Hafró hafa með kvótakerfið að gera??? Ég tel það fásinnu að auka byggðakvóta. Frekar ætti að afnema þann byggðakvóta sem nú er. Slíkt á að auka réttlæti en gerir það alls ekki en eykur hinsvegar kostnað og óhagkvæmni.

Sæll Kristinn skólabróðir. Jú ég man eftir þessu á Páli Pálssyni. Við hentum fiski gegndarlaust. Klæddum poka og bensluðum fyrir aftan belginn á flottrollinu til að missa ekki smáfiskinn út. Sá sem það fyrirskipaði hefur mikið komið við sögu í umræðu um brottkast og kennt kvótakerfinu um það. Þessir atburðir áttu sér stað fyrir setnginu kvótalaga.

Í dag vita menn nokkuð um brottkast en það hefur minkað mikið á undanförnum árum. Aðalega vegna breytingar á hugarfari sjómanna. 

Gunnar Þórðarson, 12.6.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: Kristinn R Hermannsson

Gunnar minn þú mátt trúa hverju bulli sem þú og fleiri eru að horfa framhjá það er en bundið fyrir pokana á botntrolinu síðan er kastað en gendalaust út held að þið sem þikast vita betur ættu að fara nokra túra og kinna ykkur þetta því þið og stjónmála menn vitið ekki betur mestu glæpamenn í þessu öllu eru stórúgerðamenn en er lögvrdaðir fyrir þessu öllu  svo eru kent krókabátanum þvílýkt bull við komust aldrei útúr þessu nema banna alla togara fyrs fristiskipin þá fer þoskurinn að jabna sig aftur menn geta endalaust þrátta um þetta eða hrfa á staðreyndir eða halda áfram að ver eins blindir kettlingar þá á ég við alla alþigismenn+útgerðamen og hina sem haldasig vita betur.Kristinn Hermannsson

Kristinn R Hermannsson, 12.6.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gunnar minn.  ÉG get fullyrt, að svo er ekki, að brottkast hafi minnkað.  Ofaní kaupið hafa komið til enn stærri veiðarfæri en þú þekktir á þínum sjómannsferli, togkrafturinn meiri og skemmdirnar sem verða á lífríkinu svo stórfenglega, að karlarnir sem fara um á minni bátunum og horfa í Astekin sín, þekkja ekki bleyðurnar sínar lengur, hólarnir farnir og allt í hafaríi.

Hreistursskemmdirnar sem verða á þeim fiskum sem koma í flotið en sleppa út úr vængjunum, drepa þá fljótt og örugglega.  Stóri fiskurinn sem eru í æti undir torfunum, sem stóru flottrollin eru dregin að, ánetjast  og fara sem ,,meðafli".  Þetta eru stóru beljurnar, sem ættu að hrygna og byggja upp stofninn en hafró setur kíkinn fyrir blinda augað.  Athugaðu, að það eru ekki neitt helvítis kóð, sem geta étið síld og stóra loðnu, það þarf kjaft til.

Nei, það þarf að henda öllu þessu kvótakerfi og stjórna veiðunum út frá lífkeðjunni.  Veiðafærastjórnun og svoleiðis verður að koma áður en það er um seinan.

Það eru nú ekki margar Stórskötur á Vestfjarðamiðunum lengur, ekki heldur eru sprökurnar að þvælast mikið fyrir sjómönnunum lengur.  Pétursskipin fá hvurgi festu og slóðin er sem eyðimörk, hvað varðar kóral, gróður eirist ekki og smákvikindin fá ekki lengur hlé fyrir straumi bakvið ójöfnur, þetta er allt flatt út með stórvirkum vinnuvélum (trollum).

Þegar ég bjó fyrir vestan var mikið talað um ryksuguskipin.  Þessi skip væru nú nánast talin gersamlega máttlaus og hálfgerðar trillur.  Það sem hann Matti minn Bjarna, nefndi stórkostlega verksmiðjudalla sem engu eirðu, væru ekki til neins brúks í dag sakir vélarstærðar og getu (togkrafts)

Miðbæjaríhaldið

Fyrrum Vestfjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 12.6.2007 kl. 14:27

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er örugglega margt til í þessu með trollin en ég var að ræða um brottkast. Brottkastið er mælt með aðferðafræði sem kom mér á óvart. Ég hef reyndar trölla trú á aðferðinni sem þróuð er af Hnífsdælingnum Ólafi Karvel Pálssyni.

Gunnar Þórðarson, 12.6.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 283947

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband