Olíugjald af umferð

fjallvegur

Það var góður fundur í hádeginu í dag með Sturla Böðvarssyni samgönguráðherra í kosningamiðstöð Sjálfstæðismanna.  Troðið út úr dyrum og líflegar umræður og greinar góð svör frá ráðherra.  Eitt var það þó öðru fremur sem kætti bloggara á fundinum.  Það var við fyrirspurn Ragga í Gámaþjónustunni um olíugjaldið og skoðun hans um hversu óréttlátt það væri.  Raggi telur að ekki eigi að mismuna mönnum í sköttum þó þeir búi við fjalllendi eins og Vestfirðingar þar sem olíueyðsla er meiri en á sléttlendinu fyrir sunnan.  Olíugjald sé því ekki réttlát skattlagning.

Ráðherra svaraði að bragði að hann teldi að með nútíma tækni mætti láta þá menn borga sem notuðu.  Með GSM og GPS tækni mætti rukka ökumenn fyrir þann kostnað sem þeir raunverulega valda.  Ytri sem innri kostnaði við aksturinn, þ.e.a.s. þjóðhagslegum kostnaði.  Til að einfalda þetta mjög mætti ímynda sér að sá sem æki á nóttinni þegar fáir aðrir eru að nota mannvirkið myndu þá borga minna.  Meira kostaði ef betri leið væri farin með jarðgöngum eða hraðbraut.

Bloggari kom einmitt með þessa tillögu á Landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir skömmu.  Einhvern vegin fannst honum að nefndarmenn í samgöngunefnd skildu ekki skilaboðin og hann væri svolítið á undan sinni samtíð.  En þarna kom í ljós að ráðherra er með þetta á hreinu sem er gott mál.  Það gæti hugnast Vestfirðingum að taka upp slíkt kerfi þar sem ódýrt væri að aka um Djúpveg en mjög dýrt að aka nálægt höfuðborginni.  Þetta er vegna ytri kostnaðar sem er t.d. mengun, slysahætta, örtröð og tafir sem er reiknað með sem kostnaði í auknum mæli í löndunum í kringum okkur.

En varðandi olíugjaldið vill bloggari koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Olíugjald er mjög skilvirk gjaldtaka.  Það hvetur til notkunar á sparneytnum ökutækjum.  Bylting er að verða í gerð díselvéla í flutningabílum sem nota minna eldsneyti.  Það er rétt að þeir sem nota sparneytin ökutæki njóti þess í lægri sköttum.  Betri samgöngumannvirki munu líka færa notendum hagræði.  Það er samfélaginu til góða.

Raggi og Jói


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 284015

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband