Á toppinn

island_hreintSíðastliðin sunnudag fór bloggari við þriðja mann upp á tind Eyjafjallajökuls á skíðum.  Lagt var upp við norðurhlíðar jökulsins við mynni Þórsmerkur.  Leiðindaveður var við akstur frá Reykjavík með slyddu og norðan sudda. 

Fjallganga

Fljótlega eftir að fjallgangan hófst birti til og eins og hendi væri veifað var komin heiðskýra með ótrúlegri fjallasýn að Heklu og Tindfjöllum.  Við 700 metra hæð var komið að snjólínu og skíðin spennt undir og gengin svokölluð Skerjaleið.  Það er gaman að ganga á fjallaskíðum en ekki auðvelt í nýfallinni mjöll.  Kannski fyrir sporgöngumennina en erfitt er að troða brautina.

Þegar komið er á jökulinn sjálfan þarf að setja á sig öryggislínu.  Það er traustvekjandi að hafa band í félaga sína til að mæta hugsanlegum óvæntum áföllum eins og jökulsprungu.  Þetta minnir svolítið á lífið sjálft.  Það er gott að hafa góð tengsl við vini og vandamenn til að takast á við óvæntar uppákomur í lífinu.  Það er svona svipað og líflínan sem fjallgöngumaðurinn hefur meðan gengið er yfir sprunginn jökul.

 Goðasteinn

Í 1560 metra hæð er komið að Goðastein sem gnæfir yfir þverhníptur tuttugu metrum hærra.  Ekkert annað að gera en haska sér á toppinn og virða fyrir sér ægifagurt útsýnið.  Vestmannaeyjar eins og leikfangakubbar í suðvestri.  Hekla í norð-vestur og Mýrdalsjökull í austri.  Þórsmörkin með Tindafjöllum í norðri og langt í fjarska má sjá Rjúpnafell og enn lengra glittir í Hrafntinnusker.

 

 

 

 Gunni og Stebbi

En það er ferðin niður á skíðum sem er toppurinn á þessum góða degi.  Nýfallinn púðursnjór og veður á súðum á siglingu niður hlíðar jökulsins.  Ekki stoppað fyrr en við snjólínu en þaðan þarf að klöngrast niður þverbratta hlíðina niður undir Markafljót.  Þetta var frábær en erfiður dagur. 

untitled


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 284015

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband