9.5.2007 | 21:18
Olíugjald af umferð

Það var góður fundur í hádeginu í dag með Sturla Böðvarssyni samgönguráðherra í kosningamiðstöð Sjálfstæðismanna. Troðið út úr dyrum og líflegar umræður og greinar góð svör frá ráðherra. Eitt var það þó öðru fremur sem kætti bloggara á fundinum. Það var við fyrirspurn Ragga í Gámaþjónustunni um olíugjaldið og skoðun hans um hversu óréttlátt það væri. Raggi telur að ekki eigi að mismuna mönnum í sköttum þó þeir búi við fjalllendi eins og Vestfirðingar þar sem olíueyðsla er meiri en á sléttlendinu fyrir sunnan. Olíugjald sé því ekki réttlát skattlagning.
Ráðherra svaraði að bragði að hann teldi að með nútíma tækni mætti láta þá menn borga sem notuðu. Með GSM og GPS tækni mætti rukka ökumenn fyrir þann kostnað sem þeir raunverulega valda. Ytri sem innri kostnaði við aksturinn, þ.e.a.s. þjóðhagslegum kostnaði. Til að einfalda þetta mjög mætti ímynda sér að sá sem æki á nóttinni þegar fáir aðrir eru að nota mannvirkið myndu þá borga minna. Meira kostaði ef betri leið væri farin með jarðgöngum eða hraðbraut.
Bloggari kom einmitt með þessa tillögu á Landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir skömmu. Einhvern vegin fannst honum að nefndarmenn í samgöngunefnd skildu ekki skilaboðin og hann væri svolítið á undan sinni samtíð. En þarna kom í ljós að ráðherra er með þetta á hreinu sem er gott mál. Það gæti hugnast Vestfirðingum að taka upp slíkt kerfi þar sem ódýrt væri að aka um Djúpveg en mjög dýrt að aka nálægt höfuðborginni. Þetta er vegna ytri kostnaðar sem er t.d. mengun, slysahætta, örtröð og tafir sem er reiknað með sem kostnaði í auknum mæli í löndunum í kringum okkur.
En varðandi olíugjaldið vill bloggari koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Olíugjald er mjög skilvirk gjaldtaka. Það hvetur til notkunar á sparneytnum ökutækjum. Bylting er að verða í gerð díselvéla í flutningabílum sem nota minna eldsneyti. Það er rétt að þeir sem nota sparneytin ökutæki njóti þess í lægri sköttum. Betri samgöngumannvirki munu líka færa notendum hagræði. Það er samfélaginu til góða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 13:45 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.