Einar Kristinn og sjávarútvegurinn

EKG

 

Steingrímur Hermannsson

Bloggara var heldur betur brugðið þegar grein birtist í Blaðinu eftir Steingrím Hermannsson undir ,,Umræðunni" á fimmtudaginn var. Greinin var hæðnispistill til Einars Kristins Guðfinnssonar vegna kvótamálsins í tengslum við nýjustu fregnir af kvótasölu í Bolungarvík.

Eftir að hafa lesið um átökin í kringum kvótalögin var bloggari heldur betur hissa á greinarskrifunum þó hann vissi um hug okkar gamla þingmanns til kvótakefisins, en ábyrgð hans á kerfinu eru óumdeilanleg. Það var því ákveðin léttir að sjá leiðréttingu um að greinin var eftir allt annan Hermannsson og sá er ekki svara verður á þessum vettvangi.

Jakob Valgeir

Það er hinsvegar gaman að fylgjast með uppgangi Jakobs Valgeirs ehf í Bolungarvík sem nú er orðinn burðarásinn í atvinnulífi bæjarins.  Traustir og öflugir menn sem vita hvað þeir eru að gera og hafa náð einstökum árangri í útgerð og fiskvinnslu. Dæmi um hvernig framsalsréttur kvótans gefur dugandi mönnum tækifæri með heiðarlegri samkeppni og uppkaupum af þeim sem lakar standa sig.

Fyrirtækið er stofnað eftir kvótasetningu og því eru eigendur hluti af nýliðum í greininni. Það væri synd ef þeir hefðu ekki fengið tækifæri til að hasla sér völl og aðgengi að greininn lyti ekki lögmálum markaðarins.

Sjávarútvegsráðherra hefur marg bent á þá staðreynd að líta verði á sjávarútveg sem atvinnugrein. Íslendingar hafi ekki efni á að reka útgerð sem einhverskonar byggðastofnun líkt og Evrópusambandið og Norðmenn. Reyndar eru aðeins tvær þjóðir í veröldinni sem reka sjávarútveg sem skilar góðum fiskveiðiarði, það eru Íslendingar og Nýsjálendingar. Báðar þjóðirnar nota kvótakerfi til hagræðingar í útgerð.

Óvissa í greininni

Það er hinsvegar lífspursmál fyrir atvinnugrein eins og sjávarútveg að fá frið fyrir misvitrum stjórnmálamönnum. Óöryggið sem fylgir yfirlýsingum stjórnmálamanna sem reyna hvað þeir geta til að ná fylgi með lýðskrumi fælir menn úr greininni. Ein megin ástæðan fyrir brotthvarfi sjávarútvegsfyrirtækja af almennum hlutabréfamarkaði er neikvæð umræða um greinina og óöryggi hennar vegna pólitískra hrossakaupa. Varkáir hlutabréfakaupendur hafa sniðgengið bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum vegna óvissu í greininni. Það hafði áhrif á verðmætið til lækkunar með þeim hætti að eignarhaldið hefur færst á æ færri hendur með tilheyrandi samþjöppun í greininni.

Sjávarútvegsráðherra

Þegar Einar Kristinn tók við stjórnartaumum í sjávarútvegsráðuneytinu sagði hann að tími lagabreytinga væri liðinn. Tími væri kominn til að greinin fengi frið til að þróast og dafna og skapa þyrfti henni stöðuleika og öryggi.  Hann hefur bent réttilega á að sjávarútvegur er í samkeppni við aðrar atvinnugreinar um fólk og fjármagn. Með því að hrekja greinina af markaði er öflug leið til fjármögnunar farin. Neikvæð umræða verður til þess að ungt og efnilegt fólk sniðgengur greinina og hún fer á mis við nauðsynlegan mannauð til framsóknar í framtíðinni. Leyfum sjávarútveginum að þroskast sem atvinnugrein í framtíðinni. Vestfirðingar hljóta að geta keppt á jafnréttisgrunni til að efla útgerð í heimabyggð. Gott dæmu um það má sjá út í Bolungarvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 284015

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband