Kosningaloforðin

kind

Loforðin

Í dag dynja á landsmönnum kosningaloforðin.  Samfylkingin lofar ,,ókeypis" tannlækningum ásamt öðru og einhver reiknaði út að kosningaloforð Íslandshreyfingarinnar væri komin upp í 200 milljarða.  Ég tárfelli yfir örlæti frambjóðenda, góðmennsku þeirra og hugulsemi.  Bloggari ætlar að kjósa þá alla.  Bloggari heyrði Ingibjörgu Sólrúnu lofa í auglýsingu að stytta vinnutíma landsmanna þannig að þeir gætu eytt meiri tíma heima með fjölskyldum sínum.  Nú er bloggari byrjaður að kjökra yfir þessar hjartahlýju og umhyggju fyrir velferð hans.

Hver borgar

Bloggari heyrði á tal tveggja Bolvíkinga um daginn þar sem óbreyttur sagði við bæjarstjórnarmann að fyrirhugaðar framkvæmdir við rennibraut við sundlaug staðarins væri allt of dýr og myndi kosta bæjarsjóð mikið í fjárfestingu og viðhaldi.  Miðað við væntanlega nyt af mannvirkinu væri þetta bara vitleysa.  Bæjarstjórnarmaðurinn hélt nú ekki að þetta væri of dýrt.  Bæjarstjórnin ætlaði að gera þetta fyrir ,,fólkið" sem ætti þetta rækilega skilið.

Mér verður oft hugsað til orða Friedmans sem sagði einhvern tímann að hann vildi bæta við 11 boðorðinu og það yrði einhvern veginn svona:  ,,Ef þú vilt vera örlátur þá skaltu vera það á eigin kostnað"

Síðast þegar bloggari reif upp launaseðilinn sinn var ríki og bær búin að taka ríflegan hluta þeirra.  Bloggara líður eins og honum hafi verið boðið í mat og fengið reikninginn á eftir.

Fleiri loforð

Hversu mikil eiga völd stjórnmálamanna að vera?  Þarna eru átakalínurnar í pólitík sem sumir rugla með hægri og vinstri.  Bloggari vill nota frelsi og ófrelsi.  Hvers lags fyrirhyggjupólitík er að lofa meiri frítíma og vera búin að ákveða hvað kjósandi ætlar að gera við hann.  Hægt væri að láta alla launamenn hafa kort þar sem þeir stimpla sig út úr vinnunni og síðan inn á heimilið.  Þannig mætti fylgjast með því að almenningur fylgi forskriftinni.

Bloggari var að skoða kosningabækling ungs Samfylkingarfólks.  Í miðopnu er mynd sem sýnir þessi hræðilegu tólf ár sem borgaraöflin hafa verið við völd.  En áhugaverðara er að skoða framtíðarsýn jafnaðarmanna næstu tólf árin eftir sigurinn í kosningum í vor.

Það sem mesta athygli vekur er Ingibjörg Sólrún að ríða á Georg W. Bush.  Bloggari hefur heyrt um margar fantasíur en þessi tekur allt út.  Ingibjörg er með svipu og sveiattan bara ef Georg er ekki í latex.

Annað sem vekur athygli er prestur sem eflaust er að gefa saman samkynhneigða karlmenn.  Bloggari kynnir sig sem fordómalausan mann og stendur við það.  Í hans huga má fullorðið fólk gera það sem þeim sýnist í þessum málum.  Hinsvegar ræður þjóðkirkjan því hvað hún gerir.  Ef hún vill ekki vígja slíka sambúð er það hennar mál, og alls ekki stjórnmálamanna sem eru í framboði.  Öllu hinu hefur bloggari bara gaman af, sérstaklega rollunni sem komin er í búning fjallkonunnar. 

Landbúnaðurinn

Bara að hægt væri að reiða sig á Kratana.  Að einhverstaðar væri hægt að festa hönd á stefnu þeirra.  Þeir ættu að öllu eðlilegu að vera nálægt frelsishugsjóninni og í samstarfi gætu þeir hjálpað Íslendingum að ná fjallkonubúningnum af kindinni.  Sjálfstæðismenn munu aldrei gera það með hjálp Framsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er vissara að hafa rétt um það sem er verið að skrifa um. Samfylkingin leggur áherslu á ókeypis tannvernd - sem er einn bletturinn á núverandi ríkisstjórn. Einnig leggur flokkurinn áherslu á að minnka vinnutíma í samvinnu við hagmunaaðila. Það er mjög mikilvæg stefna. Við vinnum of mikið og sinnum börnunum of lítið. Þetta þarf að laga. Þess vegna þarf að koma þreyttum ráðamönnum frá.

Eggert Hjelm Herbertsson, 29.4.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 283963

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband