Á toppinn

Skíðað af toppnum

Það er gaman að komast á toppinn.  Það næðir þar og áhættan er talsverð, en það er þess virði.  Það er ekki síst ferðalagið upp sem telur þó erfitt sé og kosti svita og verki.  Maður stendur á öndinni af mæði og verkjar í lærvöðvana við að lyfta 84 kílóum af sjálfum sér ásamt nokkrum kílóum af búnaði.  Það er gaman að taka skíðin með enda húrran fljótleg niður aftur.

Undanfarið höfum við nokkrir félagar gengið á topp Eyrarfjalls upp af Seljalandsdals með skíði á bakinu.  Það er aðeins komið við í Skálinni okkar þar sem efri lyftan endaði fyrir snjóflóðið 1994.  Við eigum góðar minningar frá þessu svæði og útsýnið er dásamlegt.  Meðal annars má sjá rústir endurbyggðar lyftu sem sömu félagar stóðu að fyrir nokkrum árum.  Sú lyfta var langt komin í byggingu þegar snjóflóð rústaði henni árið 1999.

En Skálin er ekki toppurinn svo áfram þarf að þramma upp snarbrattan skaflinn.  Upp með klettabeltum og svo er maður komin upp.  Á TOPPINN.

Síðan er það rennslið niður snar-bratta híðina í mjúkum sveigjum þar sem stálkantar skíðanna rífa í hjarnið.  Í dag var þetta góð húrra á sumardaginn fyrsta. 

IMG_0484


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 283963

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband