Ræða Bjarna

Þetta eru erfiðir tímar fyrir margan sjálfstæðismanninn og því miður var ræða formanns áðan lítil huggun fyrir frjálslynda arminn í flokknum. Mér leið eins og talað væri niður til mín af Bjarna og það er ekki gæfulegt til að þjappa fólki saman. Kannski er það markmiðið að hrekja óværuna úr flokknum og hann sé betur komin án þessa frjálslynda fólks sem trúir á samstarf við vestræn ríki. En hræddur er ég um að lítil endurnýjun verði í slíkum flokki þar sem ungt fólk gengur ekki upp í sérhagsmunagæslu og þjóðerniskennd. Ungt fólk sem vill fá tækifæri í framtíðinni mun ekki trúa á óbreytta efnahagsstefnu á Íslandi enda hræða sporin í þeim efnum undanfarna áratugi.

Bjarni talar líka niður til okkar sem höfum viljað ræða Evrópumálin, en komið að tómum kofanaum í Sjálfstæðisflokknum. Engin rökræn umræða hefur átt sér stað innan flokksins, en hún hefur einskorðast við upphrópanir og stóryrði, þar sem fólk er sorterað í svartan og hvítan kassa, góða og vonda og andstæðingar úthrópaðir og kallaðir sósíalistar.

Sjálfur er ég ekki einharður Evrópusinni en vil skoða hvort innganga geti bætt lífskjör þjóðarinnar. Ég geri mér fulla grein fyrir að erfið mál þarf að semja um og engar varanlegar undanþágur eru í boði frá megin reglum sambandsins. Ég kannast ekki við þessa umræðu um undanþágur sem Bjarni talar um og mér finnst hann gera lítið úr mér og þeim sem vilja skoða þessi mál.

Hinsvegar stendur upp á hann núna að útskýra hvernig hann ætlar að bæta efnahagsumhverfi Íslendinga, og hvernig hall ætlar að gera hlutina allt öðruvísi en við höfum gert í fortíðinni. Fyrir utan síðustu tvo daga hefur hann lítið rætt stóru málin, gjaldeyrishöft, verðbólgu og ónýta peningamálastefnu þjóðarinnar. Sem kostar okkur vel á annað hundrað  miljarða (MILJARÐA) króna á ári. Ef hann hefði sagst ætla að taka upp vinnubrögð Svía, sem hafa náð undraverðum árangri í sinni efnahagstefnu undanfarna áratugi, með aðhaldi í ríkisfjármálum og stöðugleika sænsku krónunnar, þá myndi ég hlusta! Svíar vita ekki hvað fjáraukalög eru og gera ráð fyrir að staðið sé við fjárlög. Á Íslandi standa stjórnarþingmenn í stórræðum að styðja stofnanir sem ítrekað eru með frammúrkeyrslu á fjárlögum og leggja allt undir að standa með þeim í slíku.

Bjarni talar um hallalaust fjárlög! Fjárlög hækkuðu um 25 milljarða í meðförum þingsins og því var reddað með auknum sköttum. Reyndar á banka og slitastjórnir, en það er ekki sjálfbært. Það vantar ógnar mikið upp á að Bjarni blási trú á efnahagslega framtíð landsins og stefnumótun hans sé skýr. Sjálfur ber ég ekkert traust til samstarfsflokksins og það sem hann stendur fyrir. Sá flokkur stendur fyrir hagsmunagæslu á kostnað almennings og er ekki trúverðugur í að bæta lífskjör þjóðarinnar.

Upp úr stendur að Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu, undir sömu forsendum og ríkja í dag, og hann kemst ekki undan því með því að tala niður til Evrópusinna. Stjórnarsáttmálinn segir að beðið skuli úttektar á stöðunni (skýrsla Hagfræðistofnunar), málið rætt ýtarlega á Alþingi og síðan eigi sér stað umræða í samfélaginu. Hefur verið staðið við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þessa hreinskilnu greiningu.

Wilhelm Emilsson, 25.2.2014 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 283913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband