Fullveldi

Nú þegar rykið nær aðeins að setjast í ESB umræðunni veltir maður fyrir sér hvað hafi vakað fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hefja þetta feigðarflan? Sáu þeir þetta ekki fyrir eða eru þeir svo forhertir í andstöðu sinn við ESB, sama hvað, að það hafi blindað þeim sýn. Hvað veldur og hvers vegna gera menn svona hluti?

Það er alveg ljóst að umræða um landbúnað kom þessu af stað. Eins og hjá hinum harða kjarna gegn ESB viðræðum, taka stuðningsmenn landbúnaðar aldrei efnislega og rökræna umræðu. Þeir ráðast á persónur gagnrýnanda kerfisins og krefjast þess að þeir verði reknir úr starfi. Þórólfur Mattíasson hefur birt vel rökstuddar og fræðilegar greinar um landbúnaðarkerfið og Rúv hefur fjallað ítarlega um mál sem upp hafa komið undanfarði sem fletta ofanaf fáránleika landbúnaðarkerfisins og hvernig það gengur þvert gegn hagsmunum almennings. Það kemur engum á óvart að Framsókn styðji þetta kerfi en sjálfstæðismenn hafa varið þessa sérhagsmuni í gegnum tíðina, þó það gangi þvert gegn stefnu flokksins. En landbúnaðarumræðan er einmitt nátengt driffjöður andstæðinga sjálfstæðismanna gegn ESB, sem er þjóðernishyggjan.

En hvað er þjóðernishyggja? Snýst innganga í ESB um sjálfstæði þjóðarinnar? Er Svíþjóð frjálst ríki eða hjáleiga frá Brussels? Erum við Íslendinga einstakir og betur komnir einir og sér? Svona svolítið eins og Bjartur karlinn í Sumarhúsum.

Það er reyndar eðli mannsins að vera sjálfselskur og hugsa einungis um sjálfan sig fram í rauðan dauðann (Thomas Hobbes 1588-1679), að hver maður sé eyland og einhlýtur sjálfum sér. En hegða þjóðríki sér eins og einstaklingar? Reyna þjóðríki að hámarka hagnað sinn og hagsmuni? Eru til einhver dæmi um alþjóðleg samskipti þar sem þjóðríki hegða sér af „góðmennsku" en fylgja ekki utanríkisstefnu sem hámarka hagsmuni ríkisins?

Og hvað er fullveldi? Er Svíþjóð fullvalda? Hugtakið er nátengt hugmynd um sjálfstæði og frelsi ásamt fyrirbærinu þjóð. Fullveldi er gildishlaðið hugtak sem mikið er notað í umræðunni, og oftar en ekki misnotað. Hugtakið er Íslendingum sérstaklega hugleikið enda stutt síðan við töldumst fullvalda þjóð. En hvert er svarið við spurningunni hér að ofan? Hvaðan kemur þetta fullveldi og hvað felst í því? Hver er handhafi þess og hver ráðstafar því? Hafa stjórnvöld leyfi til að gera samninga þar sem þjóðin undirgengst yfirþjóðlegt vald? Við höfum í gegnum tíðina gert marga slíka samninga; innganga í Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópudómstólinn, EFTA, EES ásamt mörgum örðum aljóðasamningum. Höfum við fórnað fullveldi með þessum alþjóðasamningum? Meðal þjóðanna eru ríki sem skera sig úr hvað þetta varðar og hafa ekki gert slíka samninga, t.d. Norður Kórea. Búa Norður Kóreubúar þá við meira fullveldi en Íslendingar? Er það fullveldi gott fyrir þjóðina?

Þessa skilgreiningu á fullveldi lærði ég í skóla; „Fullveldið kemur frá þegnunum. Það eru þeir sem hafa réttinn til að ráða sér sjálfir og hafa fullt vald yfir málum sínum. Það er þeirra náttúruréttur sem ekki verður af þeim tekið" Getur verið að þegnar Norður Kóreu búi við þessa skilgreiningu þó þeir hafi á engan hátt undirgengist yfirþjóðlegt vald?

Það er einmitt fullveldi einstaklingana með réttindum þegnana sem skiptir máli ásamt fullveldi þjóða til að tryggja það. Nútíma samfélög hafa einmitt farið þá leið að tryggja lýðræði og borgarleg réttindi, með samningum þjóða á milli til að tryggja réttindi og lífskjör þegnana. Evrópuþjóðir fóru endalaust með hernað hvor á aðra og fórnaði heilu kynslóðunum á altari átaka um persónulega hagsmuni landsfeðrana. Á því byggir evrópustefnan og stofnun ESB að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Að viðskiptalegir hagsmunir verði það miklir að þjóðir Evrópu sjá sér ekki hag í hernaði hver gegn annarri.

Í lögfræði er fullveldishugtak þjóða skilgreint þannig:

1.      Þjóðin hefur yfir landi að ráða

2.      Hún lýtur eigin stjórn

3.      Er viðurkennd af öðrum ríkjum og getur því tekið þátt í samfélagi fullvalda ríkja

Skyldi Sviðjóð standa undir þessum skilgreiningum?

 Fullveldisumræðan er ekki einföld og hún er venjulega tilfinningaþrungin. Erfitt er að draga mörk í stjórnarskrá um hversu langt má ganga. Margir halda því fram að EES samningurinn sér brot á stjórnarskrá! Það sé lengra gengið í alþjóðasamstarfi en leyfilegt sé og sjálfsagt spurning um fleiri samninga þar sem þjóðin undirgengst yfirþjóðlegt vald.

Í þessari umræðu allri kemur upp sagan af því þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson landlæknir gengu fyrstir manna á Heklu. Þeir höfðu fengið bónda til að fylgja sér sem leiðsögumann. Á þessum tíma trúðu menn að útilegumann, tröll og forynjur og ernir með stálklær byggju á hálendinu. Bóndinn var skelfingu lostinn og þegar þeir komu í um 200 metra hæð lagðist hann niður með magakveisu og komst ekki lengra. Þeir félagar héldu förinni áfram og komust á toppinn og heilir á höldnu til baka og fundu bónda stálsleginn á bakaleiðinni.

Sagan lýsir fáfræði og heimsku Íslendinga á þessum tíma. Sama viðhorfið gagnvart Evrópu er nú uppi og menn sjá fyrir sér illmenni og kerfiskalla í Brussels sem vilja okkur allt illt. Stela af okkur fiskimiðunum og guð má vita hvað. Við viljum fá að hafa okkar Sumarhús í friði, sjálfstæð, og skiptir þá ekki máli þó við verðum svolítið fátæk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þú fordómalausi frelsisunnandi maður sem er búinn að millifæra þjóðernishyggju þína frá föðurlandinu til ESB.. Með öllu sem því fylgir.

Þú fordómalausi maður sem fullyrðir að íslendingar séu bósar og "sannar" það með vísanir í einstaklinga. Ég gæti vitnað í nokkra sem voru álíka fordómalausir og þú.

Þú lýsir ESB sem hinu fullkomna bræðralagi. Hvers vegna eru Breta í alvöru að íhuga að yfirgefa  ESB.!  Eru þeir líka bósar?

Frelsisunnandinn sem sér ekki kosti þess að geta samið við hvaða þjóð sem er um viðskipti sjálfstætt og óháð í stað þess að þurfa að gera það í gengum pólitíska flækju bandalagssins.

Þú meistari alþjóðaviðskifta sem dýrkar möguleikann á inngöngu í samband þar sem fiskveiðar             ( atvinnuvegurinn sem við mikið til lifum á) er ekki talinn til atvinnuvega , heldur viðhengi við styrktan landbúnað.

Þar sem veiðimenn verða að henda fyrir borð stórum hluta aflans  vegna "reglna".

Ef til vill eiga Íslendingar að breyta reglunum eftir inngönguna . Með 0,06% atkvæðavægi þ.e.a.s.

áður en Tyrkland gengur inn. Og það á þingi sem er afar valdalítið.

Af hverju :  Er öll þessi úlfúð innan sambandssins?

Af hverju : Eru þjóðverjar æfir yfir því að þurfa að punga út fyrir öllum fjármálavandræðum allstaðar innan E.

Af hverju : Eru Frakkar að hrynja fjárhagslega og Belgía ?

Af hverju: Eru Grikkir í fjárhagslegri herhví árum saman. Og Spánverjar ?. Og Portugalir? Og Ítalía ?.Og fl.?   Atvinnuleysið í tugum prósenta.

Af hverju : Eru mestu valdhafar í ESB ekki kosnir.  Bara valdir af "Elítunni"

Af hverju : Eru þeir sem "Elítan" velur gamlir kommúnistajálkar samanber sjálfur Barrosso

Af hverju : Er Bókhald evrópuráðssins  ekki endurskoðað og hefur ekki verið gert í áravís ?

Af hverju : Talið þið aðildarsinnar ekki um samrunaferlið sem er í öruggum farvegi ?

Ja við þessi 0,06% eða 0,01% eftir að Tyrkland gengur inn verður aldeilis að taka til hendi þegar þar að kemur.

En það er rétt hjá þér að Svíar hafa það bara gott. En Danir ekki alveg eins vel, svínaræktin orðin ósjálfbær og fl. og þeim er tilkynnt að þeir séu áhrifalaus smáþjóð. (Sem þeir eru auðvitað)

Gott hjá þér að vitna í Þórólf Mattíasson. Fjárhagsgúrinn sem gekk sem harðast á móti okkur í Icesave málinu og var með róg á móti okkur í erlendum fjölmiðlum.(Hann er líklega líka búinn að millifæra)

En svona í lokin .Ertu alveg viss um að það sé bara heimska og búraháttur, að ganga ekki inn ?.

Ef svo er þá held ég að einhver óæskileg fluga hafi stungið þig á öllu flakkinu.

 

 

Snorri Hansson, 1.3.2014 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 283748

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband