Svik við sjálfstæðismenn

Tómleiki er rétta orðið til að lýsa líðan mans þessa dagana. Sú skrýtna staða er kominn upp að undirritaður sem var harður stuðningsmaður formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, þegar hann átti undir högg að sækja, ómaklega, í Vafningsmálinu. Í dag hefur stuðningur breyst í harða andstöðu og fullt vantraust á formanninum. Ég ber ekki traust til ríkisstjórnarinnar né meirihluta þingmanna flokksins sem hafa tekið jafn afdrifaríka ákvörðun og raunin er í Evrópumálum, með því að hætta við aðildarferlið við ESB. Þrátt fyrir gefið loforð, og samþykkt á Landsfundi, um að undan slíkri ákvörðun væri þjóðin spurð í þjóðaatkvæðagreiðslu. Ég þannig snúist úr stuðningsmanni í andstæðing Sjálfstæðisflokksins í landsmálum. Þetta er sérstaklega erfitt þar sem framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem boðið verður fram undir merkjum flokksins.

Það eina sem hægt er að gera er að fjarlægja sig eins mikið og hægt er að gera frá þingmönnum flokksins og vona að þeir dagi okkur ekki niður í kosningum framundan.

Þingmenn flokksins virðast ætla að ganga veg hagsmunagæslu af gamla skólanum fyrir fá útvalda, og hirða ekki um möguleika á að bæta lífskjör hjá almenning.

Manni rennur kalt vant milli skinns og hörunds þegar horft er til aðfarar að seðlabankastjóra.  Nú vilja menn fara gömlu leiðina þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn verða settir til að stjórna „sjálfstæðum" Seðlabanka.

Þetta er dapur dagur fyrir Íslendinga og mun ekki bæta ímynd okkar erlendis, sem var ekki burðug fyrir. Erlendar fréttastofur segja frá því að ríkisstjórnin losi sig við seðlabankastjóra sem ekki lætur nógu vel að stjórn. Í raun eins og framsóknarmenn hafa hagað sér undanfarið áttum við að slíta stjórnarsamstarfinu við þá. Ef ekki hefði tekist að mynda ríkisstjórn að fara í kosningar. Þá hefði Framsókn tapa óverðugu fylgi frá síðustu kosningum, sem gengu út á lýðskrum aldarinnar. Skuldaniðurfelling er ekkert annað en töfrabrögð sem þjóðin sjálf þarf að borga fyrir. Í þeirri leið er engin lausn fólgin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Átti fyrirsögnin ekki að vera: svik við nokkra Sjálfstæðismenn Gunni? Alhæfingin í fyrirsögninni er kolröng allavega.

Hafðu ekki áhyggjur. Þegar þjóðin vil að sótt verði um inngöngu í ESB, þá verður sótt um inngöngu í ESB. fyrst þarf hinsvegar að spyrja hana um leyfi. Nokkuð sem henni hefur verið neitað um í tvígang af þeirri augljósu ástæðu að hún var mótfallin því.

Hér er verið að leiðrétta blóðug svik en ekki verið svíkja neinn. En á plánetu ykkar ESB sinna er svart hvítt og hvítt svart í Orwellískri öfgatrúarþokunni, svo kveinstafir þínir eru skiljanlegir út frá því.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 19:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og ef þú varst vant við látinn þegar síðasti landsfundur var, þá er liklegt að það hafi farið framhjá þér að hann samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt.

Ef þú heldur hinsvegar að Bjarni Ben sé flokkurinn, þá er líklegt að tilvitnun þín í tveggja manna tal hans við fréttamann löngu áður sé rót vonbrigðanna. Það verður þú hinsvegar að eiga við sjálfan þig áður en þú. Ferð fram á völl með almenn svikabrígsl.

Sjálfstæðisflokkurinn lýtur ekki Bjarna Ben, heldur öfugt, en þetta veistu sjálfsagt.

Ég reikna með að þú hafir ekki viljað láta svona gott spunatækifæri liggja óhreyft hjá garði, hvort sem flugufótur væri fyrir premisinu eða ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2014 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband