Fiskveiðar og ESB

Þegar andstæðingar ESB komast í rökþrot er gripið til sávarútvegs og við séum að gefa frá okkur fiskveiðiauðlindina. Talað er um að engar undanþágur frá meginreglum ESB séu í spilunum, og það er alveg rétt. Við munum þurfa að heimila erlenda fjárfestingu í sjávarútveg, það er ekki umsemjanlegt! En er það svo slæmt? Skiptir það máli hvort Óðinn selji 50% í Ísalandssögu til breskrar verslunarkeðju? Bretar keyptu í upphafi hluti í norsku laxeldi til að tryggja sér frábæra vöru, en engin ein vara hefur átt jafn mikla velgengi í smásölu í Bretlandi undanfarna áratugi. Alltaf fersk, alltaf til og „náttúrleg" afurð. Svona eins og Íslandssaga býður upp á nema enn betra. Bretar hafa reyndar ekki flutt norska laxeldið til Bretlands!

Það er mikið talað um sameiginlega fiskveiðistefnu ESB en ekkert mælir gegn því að við höldum okkar kvótakerfi, Fiskistofa sér um eftirlit með sömu reglum og við höfum í dag og afli verður ákveðin eftir ráðgjöf íslenskra vísindamanna.

  • Þetta er sameiginlega fiskveiðistefna ESB

-       að tryggja sjálfbærar veiðar, sem í raun felur í sér að miða þær við Maximum Sustainable Yield

-       Sá grunnur muni skila hámarks framleiðni í greininni og þar með hámarka tekjur þeirra sem byggja lífsafkomu sína á veiðum, tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiarðsins ásamt því að gæta hagsmuna íbúa strandsvæða og neytanda

Auðvitað virka þetta ekki svona í ESB, en það gerir það á Íslandi. En þetta eru möguleikar okkar í samningum:

  • Hafa verður í huga að fiskveiðiauðlind er berskjölduð gegn rányrkju útlendinga
  • ESB mun ekki breyta stofnsamþykktum sínum fyrir Íslendinga
  • Fiskveiðistefna ESB byggir á meginstoðum sambandsins, fjórfrelsinu
  • Geta Íslendingar náð ásættanlegum samningum við ESB?
  • Ráðherraráðið ítrekað tekið fram fyrir hendurnar á Framkvæmdastjórninni í fiskveiðimálum
  • Staðbundnir stofnar vs. flökkustofnar
  • Íslandsmið skilgreind sem sérstakt veiðisvæði með sérstöku svæðaráði

Og hvað er í pokanaum?

  • Svæðisráðin eru skipuð fulltrúum frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi að tveimur þriðju, en að einum þriðja fulltrúum frá öðrum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna
  • Íslendingar myndu fá allan kvóta við landið
  • Íslendingar gætu haldið í kvótakerfið, eða breytt því
  • Fiskveiðieftirlit yrði í höndum Íslendinga
  • Gætu Íslendingar bannað löndun erlendis nema hafnir uppfyllti kröfur Fiskistofu?
  • Reyna að koma í veg fyrir kvótahopp og fiskveiðiarðurinn renni til þjóðarinnar
  • En hvað um flökkustofna?

Það sem við verðum að hafa í huga að fiskveiðilögsögur ESB ríkja liggja saman og því mjög erfitt að stjórna veiði á staðbundnum stofnum. Við myndum vilja fá 5 fiskveiðisvæðið þar sem ákvarðanir væru teknar af okkar vísindamönnum, veiðireglur, um aflamagn. Þetta er umsemjanlegt og þarf ekki varanlegar undanþágur. Raunar er fjórfrelsið það sem við einmitt þurfum til að bæta lífsgæði okkar. ESB stendur fyrir markaðsbúskap og samkeppni, eitthvað sem við eru alls ekki að stunda! Í samhengi bendi ég á umræðu um verðbólgu og hvernig þrýst er á fyrirtæki og stofnanir að hækka ekki verð. Það er semsagt ekki samkeppnisumhverfi á Íslandi og frekar kerfi eins og var við lýði í fyrrum ráðstjórnarríkjum!

En svo eru það hvalveiðar sem ESB mun aldrei samþykkja. Við eigum að láta þá borga vel fyrir það enda engin vísindi sem mæla gegn veiðunum. Reikna framtíðarvirði hvalveiða, það er risaupphæð og dugar vel til að greiða allar erlendar skuldir Íslands, og láta þá borga okkur fyrir að hætta. Þetta er allt á tilfinninganótum hjá blessuðum mönnunum hvort eða er!

Andstæðingar ESB reka sitt mál á tilfinningum og mjög erfitt að fá hlutlægar skynsamar umræður. Hvað er þjóðernisumræða? Við tökum það fyrir í næsta pistli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband