Jón Guðbjartar í Kampa

 

Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa, er Ísfirðingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Dokkunni og sonur hjónanna Guðbjarts Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur.  Eiginkona hans er efribæingur, Sigríður Rósa Símonardóttir, Helgasonar og Elísu Halldórsdóttir.

„Ég hafði aldrei tekið eftir þessari stúlku fyrr en ég varð samskipa henni til Færeyja.  Við vorum nokkrir fótboltastrákar sem fórum þangað í keppnisferð.  Það urðu allir sjóveikir um borð nema ég og þessi unga kona og þar feldum við hugi saman"

Starfsferillinn byrjaði í námi í bifvélavirkjun hjá Erlingi Sigurðssyni og eftir það fór Jón á sjóinn í eitt ár til að greiða niður námskostnaðinn.  Einar Guðfinnsson bauð honum þá verkstjórastöðu við nýtt bifreiðaverkstæði sem fyrirtæki hans var að opna í Bolungarvík.  „Ég sló til og ætlaði mér að vera i víkinni í eitt ár"  Vistin var honum góð í Bolungarvík og árin áttu eftir að verða mörg.  Það var nóg að gera og ásamt vinnu var Jón var á kafi í félagsmálum.  „Það gleymdist alveg að flytja til baka "  segir Jón.  Eitt sinn kom Einar Guðfinnsson að máli við hann og sagði að það vantaði kafara í víkina, og Jón sem Ísfirðingur hlyti að kunna sundtökin.  Jón var reyndar gamall Vestfjarðarmeistari í sundi og það þurfti ekki að ræða það meir, hann skyldi verða kafari Bolvíkinga.  Kennari var fengin fyrir köfunina, sem jafnframt útvegaði búnað, og í framhaldi kom tilsögn í gegnum síma.  Síðan hélt Jón niður í fjöru til að prófa.  Allt gekk þetta vel og seinna fékk hann full kafararéttindi og þjónustaði Bolvíkinga með köfun næstu áratugina.

En hvernig byrjaði útgerðin?  „Ég á þrjú börn og tókst að halda einu þeirra heima með því að kaupa með honum togara.  Ég gat ekki keypt apótek fyrri dótturna eða lögfræðiskrifkofu fyrir yngri soninn.  Það var gengið var framhjá syni mínum með stýrimannastöðu á togara hér fyrir vestan og hann stakk upp á að við stofnuðum útgerð"  Togarinn sem þeir keyptu var skýrður Gunnbjörn (fyrrum Haukur Böðvarsson ÍS) og var gerður út á troll.

Þeir feðgar veltu fyrir sér möguleikum framtíðarinnar og ákváðu að veðja á rækjuna, sem hafði verið í mikilli lægð, og keyptu togara til rækjuveiða sem nú heitir Valbjörn.  Veiðar gengu vel og landað var í heimabyggð hjá rækjuvinnslu Miðfells.  Þegar sú verksmiðja fór í þrot var engin verksmiðja á svæðinu til að kaupa aflann og aðrir möguleikar ollu vonbrigðum.  Árið 2007 réðust þeir í kaup á verksmiðju Miðfells og stofnuðu rækjuvinnsluna Kampa.

Rekstur Kampa hefur gengið vel og gert er  ráð fyrir að vinna úr á níunda þúsund tonna af hráefni á þessu ári.  Framleiðsla af fullunnum afurðum verður um þrjú þúsund og sexhundruð tonnum sem skilar mun veltu upp a rúma þrjá milljarða króna.  Greidd laun verða um 230 milljónir króna til um 90 starfsmanna.  Verksmiðjan hefur mjög gott orð á sér á mörkuðum fyrir gæði, enda er mönnuð einvala liði starfsmanna með mikla reynslu úr rækjuiðnaðinum við Ísafjarðardjúp.  Gríðarleg þróun hefur verið í rækjuvinnslu í gegnum tíðina og óhætt að tala um rækjuframleiðslu sem hátækniiðnað.  Margar verksmiðjur hafa helst úr lestinni í þeirri samkeppni hér heima og erlendis.  Jón telur að menn þurfi að vera á tánum á öllum sviðum til að viðhalda rækjuvinnslu Kampa á Ísafirði, og til þess þurfi að tryggja samkeppnishæfni verksmiðjunnar.  Til þess hefur þurft að fjárfesta í tækjum og búnaði en allar framkvæmdir frá upphafi hafa verið greiddar af eigin fé og án látöku, enda hefur reksturinn skilað góðri afkomu. 

Framundan er uppsetning á mjölverksmiðju með framleiðslu á hágæðamjöli úr úrgangi rækjuvinnslunnar, sem dregur verulega úr mengun af vinnslunni og skilar vonandi góðri arðsemi.  Nýlega var keyptur nýr rækjutogari með vinnslulínu um borð og er byggður fyrir alþjóðlegar veiðar á norðurslóðum.  Togarinn er væntanlegur í heimahöfn um jólin og hefur hlotið nafnið Ísbjörn.

Það hefur vakið athygli hversu lítil yfirbygging er á fyrirtæki Jóns en sjálfur er hann stjórnarformaður án launa.  Engin framkvæmdastjóri er við fyrirtækið en tveir rekstrarstjórar sjá um skrifstofu fyrirtækisins og framleiðslu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband