Ritstjórapistill í Vesturlandi

 

Angurvćrđ og tregi grípur mann ţegar haldiđ er heim á Silfurtorg úr Tunguskógi ađ hausti, eftir frábćrt sumar í sveitinni.  Fölnuđ laufin svífa af trjánum en enn skartar skógurinn sínu fegursta, glittir í rauđ reynitrén á stangli en barrtrén skera sig úr gulum laufskóginum, sígrćn og reist.  Ţađ er sérstök lykt af haustinu, svona skörp og frískandi.   Hugurinn leitar til sumardaga í skóginum, í góđra vina hópi, ţar sem notiđ er kvöldsólar yfir góđri máltíđ og sem rennt er niđur međ höfgu víni međan geislar kvöldsólar ylja vangann.

Á hverju vori tekur viđ glađvćrđ sumarsins ţar sem flestir skipta um gír og festan og lífsbaráttan víkur fyrir leik og galsa viđ bjartar sumarnćtur.  Međ lćkkandi sól er ţađ fastmótađ félagslífiđ, međ sinni formfestu, sem tekur viđ ađ hausti ţegar flutt er í bćinn aftur.Í rauninni er haustiđ ćđislegur tími ţar sem rómatík rökkurs svífur yfir vötnum og vekur upp nýjar ţrár međ hvatningu til nýrra dáđa.  En ţađ eru ţó jólin sem eru hápunktur vetrarins og eins og allir stefni ţangađ frá fyrstu haustlćgđinni.  Tíminn ţegar fjölskyldur sameinast og endurvekja einstaka töfra sem jólin eru, ár eftir ár.  Ţađ er eitthvađ viđ jólahátíđina sem er einstakt sem ýtir til hliđar áhyggjum af skammdegi og köldum hauststormum.  Augnablikin áđur en sest er niđur yfir veisluborđi ađfangadagskvölds eru ólýsanleg og allt verđur einhvernvegin hljóđlátt og hátíđlegt og jafnvel yngstu fjölskyldumeđlimir skynja andrúmiđ ţar sem  öllu öđru er vikiđ til hliđar um stund.  Ađeins fegurđ og hátíđleiki og tónlistin í útvarpinu myndi ekki passa viđ nein önnur tilefni ársins.

  Jólin eru einstakur tími. Gleđileg jól.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband