Vinstir stjórnir

Að vera eða vera ekki,

William Shakespeare spurði forðum.

Að vera og að vera ekki

er vinstri stjórn í fáum orðum

Gunnar Thor


mbl.is Skammast og vilja aga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þurfum við ekki að fara að leggja af þessa skilgreiningu " vinstri eða hægri " flokkar.

Ég get ekki séð neinn meginmun á stefnu þeirra flokka sem hingað til hafa verið skilgreindir til hægri eða vinstri.

Ég fæ ekki betur séð eftir reynslu undanfarinna missera en að stefna þessara flokka sé eins í megin atriðum þegar þeir komast í valdastöðu. Sjóndeildarhringur stjórnmálamanna virðist mér einskorðast af því hvernig hægt sé með góðu móti að tryggja og halda sætum sínum frekar en að menn séu tilbúnir til að standa og falla með hugsjónum sínum. Til þess þarf að gæta þess að styggja ekki þá aðila sem ráða yfir fjármagninu til að kaupa sig inn í þau embætti sem menn hafa hug á, hvort heldur er um þingmannssæti að ræða eða eitthvað enn bitastæðara. Þar er kannski komin skýringin á tregðulögmálinu sem virðist vera óyfirstíganlegt og segir í stuttu máli að því ofar sem þú stendur í þjóðfélagsstiganum, því meiri tregða er til að láta þig bera ábyrgð á einu eða neinu.

Þessir flokkar koma allir sem einn úr sömu áttinni en alveg örugglega ekki frá vinstri eða hægri. Þeir koma annaðhvort að ofan eða neðan og í okkar tilviki hér á Íslandi koma þeir að ofan.

Við sem neðar sitjum eigum ekki málsvara í íslenskri stjórnmálastétt nema ef vera skyldi þrjá undanvillinga ( þú fyrirgefur orðalagið ) sem ekki láta að stjórn en eiga enn eftir að sanna sig fyrir okkur með afgerandi hætti.

Hjalti Tómasson, 7.1.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 283947

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband