Hárrétt ábending

Þetta er alveg rétt ábending hjá Bjarna.  Það er nákvæmlega ekkert athugavert við að bandarísk yfirvöld rannsaki þessi mál.  Það er annað sem ég tók eftir í fréttum undanfarna daga og haft var eftir Össuri utanríkisráðherra og Ögmundi innanríkisráðherra; að Birgitta væri kjörin fulltrúi á Alþingi Íslendinga og þess vegna væru aðgerðir Bandaríkjamanna ósvinna.  Hvað eiga þessir menn við?  Að ef hún er alþingismaður að þá sé hún friðhelg?  Að hún megi þá brjóta lög ef hún er alþingismaður og sé í utanríkismálanefnd?  Notaði hún upplýsingar þaðan við athafnir sínar?  Ef ekki hvað kemur það málinu þá við?

Stutt er síðan fjölmennur fundur VG ályktaði um að dómsmálaráðherra hlutaðist til um að ákæra saksóknara gegn níumenningunum, óþjóða- og ofbeldislýð, yrði feld úr gildi.  Sem sagt að framkvæmdavaldið tæki fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu.  Engum fundarmanna datt í hug að neitt athugavert væri við slíkt, ekki heldur innanríkisráðherranum (dómsmálaráðherranum) sem var á þessum fundi.  Skyldi þetta vera sama fólkið sem gengur nú fram fyrir skjöldu og talar um réttaríki og réttlæti?

 


mbl.is Bandaríkjamenn beita lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll gættu tungu þinnar maður gagnvart þínum samlöndum!

Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 283907

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband