Löðmundur við Dómadal

LöðmundurLöðmundur ber af sem svipmesta fjall Friðlands að Fjallabaki, og auðþekkt kennileiti víða að.  Fjallið er móbergsfjall þar sem gosið hefur ekki náð upp úr jökli til að mynda stapa á toppinn, eins og algengt er á hálendinu.  Það gerir fjallið sértakt í útliti og þvi er það auðþekkt langt að.  Hæsti tindur Löðmunar er Strókur, sem nær í tæpa ellefu hundruð metra hæð.  Auðvelt er að ganga á Löðmund, sem er framúrskarandi útsýnisfjall, hvort sem litið er til fegurðar í fjarska eða næsta nágrenni.

Við tókum afleggjaran frá Dómadalsleið í vestur frá Landmannalaugum, til hægri í átt að Landmannahelli þar sem ákveðið var að tjalda til einnar nætur.  Sama leið er ekin til baka nokkurn spöl þar sem beygt er í norður af slóðan upp að Löðmundarvatni þar sem gangan hefst.Kröftum safnað fyrir uppgöngu

nalgast_brunina.jpgLöðmundarvatn er fagurt fjallavatn og liggur við suður rætur fjallsins.  Auðveldasta leiðin upp er við vestur hlíðar þess þar sem eru aflíðandi brekkur upp á brúnina.  Í fyrri ferð okkar höfðum við farið upp Egilsgil, sem er sú leið sem Ari Trausti talar um í bók sinni 101 fjall.  Við ákváðum að reyna nýjan stað austar en þekkt leið er Tæpistígur sem er inn í Skálinni vestan megin.  Hún er nokkuð brött með kletta rana á vinstri hönd og farið um mjótt skarð upp á brúnina.  Við höfðum ekki góða lýsingu á þessari leið og lentum því vestan megin við klettana en útsýnið ekki síðra en á Tæpastíg.  Hlíðin er snar brött en gróin og fast undir fæti.  Það fylgir því skemmtileg óvissa þegar komið er upp með klettabelti og ekki víst hvort leiðin framundan er fær.  Svo reyndist vera og hægt að mæla með þessari uppgönguleið á Löðmund.  Landslagið speglast í blátæru lygnu vatninu og umgjörðin er einstaklega falleg, enda er þetta landsvæði einstakt á heimsmælikvarða hvað fegurð varðar og hefur algjöra sérstöðu í litum og margbreytileika.  Vert er að eyða tíma á brúninni þegar upp er komið og njóta fegurðar nærumhverfis suður af Löðmundi, en allnokkur ganga er á toppin eftir að þangað kemur.

Við toppinnEf gengið er í norður kemur göngumaður fljótlega á merkta gönguslóð að Strók, en landslagið upp á brúnum Löðmundar er allsérstakt.  Í fyrri göngu þarna vorum við í þokuslæðing sem létti til á milli og skapaði dulmagnaða sýn, en nú var 18° hiti og sólskyn.  Töluverður skafl er upp á fjallinu, enda er það í mikilli hæð yfir sjávarmáli en fljótlega ber Strók við himin og þangað er ferðinni heitið.

Strókur er brattur tindur, keilulaga og með otthvassan topp.  Það er ekki mikið pláss uppi en þó fundum við nægilegt rými til að taka af okkur pokna og hafa til nestið.  Og hvílíkur staður fyrir hádegisverð!  Engvir veitingarstaðir veraldar stæðust samanburð við Strók í skaf heiðskýru og sólskyn með vítt útsýni um stóran hluta landsins.  Maður er fljótur að venjast brattanum og ekki leið á löngu þar til maður hljóp i kringum vörðuna til að njóta þessa gleðiríka útsýnis sem býðst á slíkum degi.vi_vor_u_a_toppnum.jpg

Það fyrsta sem fangar athyglina er Hekla sem virðist vera innan seilngar.  En það er eins og hún hafi afklæðst skrautklæðum sínum og klæðst svörum sorgarbúning.  Enda meðferð Eyjafjallajökuls síðastliðin vetur á drotningu Íslenskra fjalla svakaleg.  Það þurfti að rýna á Heklu til að koma auga á skaflana, sem venjulega eru hvítir en eru nú að mestu svartir vegna gjósku eldgossins í Eyjafjallajökli. 

Þarna sjást allir meginjöklar landsins og mörg örnefni koma upp í hugan þegar litið er í kringum sig frá Stók.  Hofsjökull er þó greinlegastur með Kerlingafjöll í vestri og Arnarfellin í austri.  Vatnajökull breiðir úr sér í austri en Langjökull í vestri.  Í suðri sér ofaní Þórsmörkina og allt í einu dregur hann upp þykkan mökk sem verður nokkuð áberandi í heiðskýrunni.  Greinilegt er að komin er ákveðin sunnan átt sem þyrlar upp gjósku frá því í vetur og stefnir bakkinn í átt að okkur.  Að öllum líkindum er um sterkan sólfarsvind að ræða og nú stefnir eldfjallagjóskan norður yfir friðlandið.

gjoskusky.jpgVið fórum hefðbundnu leiðina niður fjallið, niður Egilsgil og komum að bílnum við Löðmundarvatn um miðjan dag.  Á þeim stutta kafla sem ekinn er í Landmannahelli byrjaði gjóskan að hellast yfir okkur og skyggnið var komið niður í tæpan kílómetra.  Þegar við komum á tjaldstæðið voru aðstæður allt annað en notalegar þar sem gjóskan smýgur um all og maður finnur fyrir hárfínum sandinum  í bitinu milli tannana.  Það var ekkert annað að gera en pakka saman og haska sér í burtu af þessum annars dásamlega og friðsæla stað í fjallasal.  Það þurfti ekki að aka nema í u.þ.b. hálftíma til að komast úr öskunni, og í þetta sinn var ekki farið í eldin, heldur 18° hita og sólskyn í Þjórsárdal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 283868

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband