Gengið í Geldingafell

GönguleiðinÞað er got að fá upphitaða kjötsúpu að morgni átakadags, finna hvernig orkan streymir um mann og undirbýr göngu dagsins.  Við vorum níu alls sem lögðu upp á fallegum morgni frá Snæfellsskála, sex göngumenn og þrír trússberar; Sigrún, Stebbi, Ívar, Gerður, Kata,Elli, Halla,Gunni og Stína.  Við ókum fyrsta spölinn þar til Eyjabakkajökull blasti við í austri, þar sem trússberar voru kvaddir fram að endurfundum í Geldingarfelli að kveldi.

GönguhópurinnVeðrið lék við okkur með sólskyni og nærri tuttugu stiga hita og ekki skýhnoðri á himni.  Kverkfjöll gnæfðu yfir Vatnajökul í vestri, Snæfell í norðri og Eyjabakkar í austri.  Þetta var hinn fullkomni dagur til gönguferðar í hrikalegu og fögru umhverfi við sporð stærsta jökuls Evrópu, víðsfjarri mannabyggðum.

Fljótlega vorum við komin að Eyjabakkajökli sem þurfti að fara yfir til að losna við ána.  Það er erfitt að komast á skriðjökul þar sem sandbleytur og drullusvað er á mörkum hans.  Með útsjónarsemi fundum við leið á jökulinn eftir endalausa krákustíga fram hjá forarvilpum og öðrum hindrunum.  Það var notalegt að koma á jökulinn þar sem fast er undir fæti oSnæfellg vegna vikurs og gjósku í ísnum er hann stamur og hálkulaus.  Jökulinn er bæði hrífandi og hrikalegur, með sínum ísbláu sprungum og svelgjum þar sem yfirborðslækir steypast niður í hyldýpið.  Blái liturinn í sprungum verður til þegar ísinn síar rauðan og gulan lit frá sólu en eftir verður blái liturinn sem gerir sprungurnar hrífandi en ógnvænlegar.  Víða þurfti að finna bestu leið og stökkva yfir sprungur og sveigja frá svelgjum.  Við áðum eftir um tveggja tíma gang á jöklinum og nutum hádegisverðar á urðarana sem liggur austarlega í honum.  Það var komin sunnan strengur ofan af jökli en áfram var skaf heiðskýrt og skyggnið með besta móti.  Urðarraninn veitt þó skjól á meðan við nutum matarins og drukkum íslenska blöndu af Cappochino.

Enn áttum við eftir góðan spöl á jökli þar til fast land yrði undir fæti.  Við lentum full ofarlega og þurftum að lækka okkur nokkuð til að finna færa leið í land.  Þetta minnti nokkuð á völdunarhús þar sem stokkið var yfir sprungur og gegnið eftir jökulrönum, þar semGengið á skiðjökulinn oft tók við ógöngur og halda þurfti til baka og finna nýja leið.  Áin rennur með austurbrún jökulsins, en þegar neðar dregur gengur hún undir hann og þar er fært yfir á bakkann.  En sjaldan er ein báran stök og þegar við náðum landi tók við all brattur bakki úr jökulleir sem þurfti að komast upp.  Hópurinn kláraði það heill á höldnu og áfram var gengið austur að Geldingarnesi.

Við hverja hæð og bugðu rýndum við í landslagið í austri til að koma auga á skálann.  Oft er það þannig í fjallaferðum og gengið er að sæluhúsi, að fyrsta sýnin er glampi á þakið og síðan birtast útlínur með hurð og glugga og að lokum þegar nær dregur sjást smáatriði þessa dásemdar þar sem hvíla má lúin bein eftir átök dagsins.  En nú brá svo við að þessi töfrasýn lét á sér standa.hin_thrju_fraeknu.jpg

Við töpuðum fljótlega fjölda áa sem þurfti að vaða á þessari leið, og vorum orðin ansi þjálfuð í að snara okkur úr gönguskóm í vaðskó, ösla ánna og síðan aftur í gönguskóna.  Í raun getur slík ganga verið gleðirík í veðri eins og þarna, sól og blíðu og tveggja stafa hitastigi, enda notalegt að láta ískalt vatnið hríslast um þreytta og sveitta fæturna.

Þegar rúmur kílómetri var eftir í skálann sást ekki tangur né tetur af honum.  Geldingafellið hafði þó blasað við allnokkra stund en ekki komum við auga á skálann.  Allt í einu sáum við svipi á ferð upp á hálsi framunda, undir klettabelti.  Það var eitthvað í fasi þessa fólks sem sagði okkur að það væri ekki á göngu, og þótti okkur líklegt að þarna væru trússberar okkar að huga að félögum sínum sem voru orðin sein fyrir.  Það var því ákveðið að senda Fljótvíkinginn sem undanfara og láta vita af ferðum okkar og róa áhyggjufulla vini okkar, en við sáum hópinn aðeins augnablik áður en þaelli_a_skri_joklinum.jpgu héldu til baka í skálann.  Ég hljóp við fót og elti hnitin í GPS tækinu þar sem engan skála var að sjá, enda kom landslagið í veg fyrir sýn til hans.  Eftir að ég hafði hækkað mig um 200 metra sá ég skálann beint fyrir neðan mig en hnit sem fengin voru eftir ,,áræðanlegum" leiðum reyndust röng og settu skálann tæplega tvöhundruð metra of vestarlega.  Á leið niður í skálann var kallað til mín og þar var kominn félagi okkar sem var á útkikki, enda við orðin nærri tveim tímum seinni en ráð var fyrir gert.gengi_a_jokli.jpg

Það var kominn suð-austan hraglandi með súldarfýlu og skýin hrönnuðust upp.  En það var létt yfir mannskapnum enda beið okkar kaldur bjór og fljótlega var búið að kynda upp grillið og dásamleg lambasteik beið okkar.  Þegar kvöldaði var vesturhiminn blóðrauður og þá varð mér hugsað til skoskra sjómanna sem hafa fyrir orðatiltæki: „Red sky in the morning is the fishermans warning, but red sky at night is the fishermans delight"  Það skyldi þó ekki snúast til betra veðurs með morgninum miðað við reynslu Skotanna?

 

_in_va_in.jpg

 

 stokki_yfir_sprungu.jpg

 

 

 

 

 

 

halla_a_joklinum.jpg

 

 

 grilla_i_geldingafelli.jpgsolsetur_i_geldingafelli.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 283908

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband