Markaður á fiski

Það er ekki nóg að veiða fisk, það þarf að selja hann.  Þetta er eitt það mikilvægasta þegar kemur að verðmætasköpun og fiskveiðiarð og skiptir því fiskimannasamfélög miklu máli.  Fyrsti markaður fyrir fisk er sala yfirleitt fiskimanns til fiskverkanda (primary production).  Margir eru á því að þessum markaði sé best borgið með opnum uppboðsmörkuðum og það skili hámörkun arðsemi.  Setja eigi lög um að allur fiskur verði settur á markað.  En er þjóðhagslega hagkvæmt?

Þegar bloggari gerði rannsókn sína á virðiskeðju sjávarútvegs á Sri Lanka 2008 var það einmitt óvænt niðurstaða að stundum virka uppboðsmarkaðir illa.  Það á sérstaklega við þegar um einstaka vöru er að ræða og t.d. eru gerðar miklar kröfum um gæði.  Á Sri Lanka hefur útflutningsmarkaður nýlega rutt sér til rúms þar sem miklu hærra verð er í boði en kröfur um gæði allt aðrar en á innanlandsmarkaði.  Mjög illa gengur að fá réttu gæðin frá uppboðsmörkuðum og sóunin er gríðarleg.

Norsk rannsókn sem gerð var árið 2004 sýnir einmitt að opnir tilboðsmarkaðir virki vel fyrir einsleita vöru, en illa þegar sérstakar þarfir, eins og gæðakröfur, er að ræða.  Því meiri kröfur því mikilværa er samstarf milli aðila.  Fyrir ,,einstaka" vöru virkar uppboðsmarkaðurinn verst, samvinna fiskimans og verkanda betur, samningur milli aðila enn betur en eign fiskverkanda á útgerð best.  Þannig hefur verkandinn fulla stjórn á virðiskeðjunni frá veiðum til vinnslu og getur því skipulagt hana með þarfi viðskiptavinarins í huga.

Þetta er reyndar vel þekkt í þróuðum iðngreinum eins og bílaiðnaði þar sem náið samstarf við birgja hefur nánast alfarið tekið yfir tilboð og uppboð frá á þeim markaði.  Þekking og reynsla er miðlað upp og niður virðiskeðjuna til að hámarka virði viðskiptavinarins.

Þetta sést vel hjá fyrirtækjum eins og H.G. sem sinna kröfuhörðum markaði fyrir ferskan unnin fisk á Bretland, sem skilar bestu verðum og hámarkar virðisauka.  Íslendingar hafa verið að færa sig inn á þessar brautir til að aðgreina sig frá frosnum hvítum fiski og þannig samkeppni við lágkostnaðarframleiðendur t.d. frá Kína.  En til að sinna þessum markaði þarf einstök gæði, fiskurinn er kældur í -1°C staks eftir veiði og togarinn landar fyrir vinnslu alla mánudagsmorgna.  Kaupandi slíkrar vöru, stórmarkaðir í Bretlandi, gera kröfu um stöðuga afhendingu allt árið í kring, en H.G. getur tryggt slíkt vegna kvótaeignar, öflugs veiðiskips og aðgangs að eldisfiski þegar á þarf að halda.  Íslandssaga tryggir sína afhendingu með samstarfi við fjögur fyrirtæki á Snæfellsnesi, sem geta þá skaffað þegar bræla er á Vestfjörðum.

Hversu miklu máli skiptir þetta?  Í fyrsta lagi er verð á ferskum fiski umtalsvert hærra í Bretlandi en frosnum.  Í örðu lagi skiptir stöðugt framboð miklu máli þegar kemur að dreifingarkostnaði í virðiskeðjunni.  Laxabóndi í Noregi, sem hefur fullkomna stjórn á framboði sinnar vöru, selur beint á verslunarkeðjur og heldur eftir um 30% af smásöluverði vörunnar.  Hefðbundinn útgerðarmaður í Noregi sem frystir sina vöru heldur eftir milli 11 og 12% af smásöluverðinu.  Hér er því um gríðarlega hagsmuni fyrir fiskimannasamfélög, eins og Vestfirði, að ræða.

Önnur norsk rannsókn sem gerð var á Hambersvæðinu í Bretlandi kannaði þennan mikilvægasta markað fiskverkanda við Norður Atlantshaf.  Í ljós kom að íslenskir innflytjendur á fiski höfðu nánast lagt þennan markað undir sig og ýtt norðmönnum út.  Ástæðan var samkvæmt viðtölum við innflytjendur að Íslendingar byðu upp á stöðugt framboð af fiski, árið umkring, en Norðmenn tækju ekkert tillit til eftirspurnar og framboðið réðist t.d. af veiðum strandveiðiflotans seinni hluta vetrar.  Þannig yfirfylltust markaðir þegar þessar veiðar hæfust, enda um ólympískar veiðar að ræða, þar sem hver keppist um að veiða sem mest meðan leyfilegt er. 

Einnig var innflytjendum tíðrætt um gæði aflans og voru þeir sammála um að íslenski fiskurinn væri mun betri en sá norski.  Of hvaða ástæður skyldu þeir hafa nefnt fyrir þessu?  Jú að vegna kvótakerfisins og eignarhaldi íslenskra útgerðarmanna á nýtingarréttinum, skipulögðu þeir sínar veiðar með markaðinn í huga, til að hámarka verðmætasköpun.

Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar stjórnun fiskveiða ber á góma, enda um sameiginlega hagsmuni íslensku þjóðarinnar að ræða, og tilverugrundvöll veiðimannasamfélaga, eins og á Vestfjörðum að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Góð og fróðleg grein hjá þér og orð í tíma töluð. Það er vonandi að stjórnvöld sjái ljósið og láti af þessum hroka gagnvart sjómönnum og útgerðarfyrirtækjum með þessari svokallaðri fyrningaleið. Það má líka benda á það að bankar og fjármálastofnanir sem eiga veð fyrir útlánum sínum í kvóta og skipum útgerðarfyrirtækjanna , hafa sennilega ekki mikinn áhuga á að vinna með útgerðarfyrirtækjum þegar arðurinn af veiðum og vinnslu hefur verið tekinn af þeim og færður til ríkisins í formi leigugjalda.  

Sigurður Baldursson, 12.2.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 283926

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband