Skuldir útgerðarinnar

Ólína Þorvarðardóttir ritar grein í B.B. 20. janúar undir fyrirsögninni ,,Gjöfin dýra - skuldabagginn" Höfundur hefur nokkuð til sín máls að þeim sem treyst er fyrir nýtingu auðlindarinnar, fari vel með það traust. Réttilega er bent á að ábyrgðarleysi með gengdarlausum erlendum lántökum hafa áhrif á fiskveiðiarð og koma þjóðinni því við. Þjóðin á kröfurétt á þá sem hún treystir fyrir nýtingu mikilvægustu auðlind sinnar, sjávarútvegnum, að þeir gæti hagsmuna hennar í hvívetna.

Gott dæmi um ábyrgðaleysi útgerðarmanna er stöðutaka með krónunni síðsumar 2008 fyrir tugi miljarða króna. Þetta var útskýrt sem áhættustýring fyrir útgerð og fiskvinnslu, en flestir sem til þekkja sjá að þau rök standast illa og nær að kalla gjörninginn hreinlega brask. Þessi mál eru ekki uppgerð ennþá en gæti haft veruleg áhrif á skuldastöðu útgerðarinnar í heild sinni. Rétt er að taka fram að lífeyrissjóðirnir voru enn kræfari í þessu braski og viðbúið að skellur þeirra verði á annað hundrað milljarða króna í uppgjöri við bankana.

Það er nú þannig að rónarnir koma óorði á brennivínið og auðvitað er ekki hægt að setja alla útgerðarmenn undir sama hatt. Ekki hafa nöfn útgerða hér í Ísafjarðarbæ verið nefnd í þessu samhengi og vonandi er staða þeirra því sterkari en hinna sem eiga hlut að máli.

Ekki er þó ástæða til að breyta hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi á þeim forsendum að einstakir útgerðarmenn fari fram úr sér og sökkvi sér í skuldafen. Þau fyrirtæki fara einfaldlega í þrot, líkt og önnur fyrirtæki í þeirri stöðu, hvort sem um bílaumboð eða bóksala er að ræða. Nýir menn taka þá við og erlendir lánadrottnar tapa kröfum sínum. Við yfirtöku nýju bankana af þeim gömlu hefur þetta allt verið skoðað og ráð fyrir því gert.

Margir andstæðinga kvótakerfisins tala um að menn veðsetji kvótann, sem sé siðlaust þar sem þjóðin eigi auðlindina. Þetta er í besta falli einföldun, en verra ef það er notað til að blekkja fólk. Málið er að menn veðsetja fjárstreymi í útgerð eins og öðrum rekstri. Reiknað er út hversu miklum skuldum fyrirtæki geti staðið undir miðað við fjárstreymið. Það liggur hinsvegar fyrir að útgerð sem rekin er með eigin kvóta hefur jákvæðara fjárstreymi en önnur sem þarf að leigja hann til sín.

Íslendingar verða að reka sinn sjávarútveg á hagkvæman hátt með arðsemi í huga. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af rekstri einstakra fyrirtækja, heldur setja almennar leikreglur. Það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að reikna út hvort eitt útgerðarform sé hagkvæmara en annað né hver hagkvæmasta skuldastaðan er, heldur hvers fyrirtækis fyrir sig.

Miðað við árangur íslenskra stjórnmálamanna undanfarið virðast þeir hafa fangið fullt án þess að gerast ráðgjafar í rekstri fyrirtækja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 283968

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband