Sjálfstæðisflokkurinn og evran

Það var áhugavert að lesa brot úr Heimspekisögu eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje í síðasta Viðskiptablaði.  ,,Þegar menn missa stjórnar á flóknum aðferðum freistast þeir til að grípa til svartagaldurs og ofbeldis.  Þannig má líta á Fasisma sem nokkurskonar pólitískan krampa.  Maður bregst við með órökréttri ofboðskelfingu.  Með orðagaldri má einfalda það sem er flókið óskiljanlegt; Gyðingarnir bera ábyrð á þessu öllu; við styðjum Hitler til valda, hann sýnir Gyðingum í tvo heimana og þá lagast allt"

Einhvernvegin koma ákveðnar umræður úr pólitíkinni upp í hugan við lesturs þessara orða.  Fiskveiðistjórnun er flókið fyrirbæri og í henni grípa menn ítrekað til þessara lausna, að einfalda flókin hlut og gera hann einfaldan.  „ágreiningurinn er allt kvótagreifunum að kenna og með því að kjósa vinstri flokkana munu þeir sýna þeim í tvo heimana og allt mun þá lagast"  Í stað þess að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að hagkvæmt fiskveðikerfi muni alltaf takmarka aðgengi að auðlindinni, og því allaf verða umdeilt.  Þeir sem falla milli skips og bryggju munu berjast á móti því.  Einnig hafa menn notað tækifærið og kennt kvótakerfinu um flókin mál, eins og flótta fólks úr stjálbýli í þéttbýli.  Það auðveldar umræðuna og gerir hana einfaldari.  Síðan er bara nota mikið af hugtökum sem lýsa á tilfinningaríkan hátt hversu vondir aðilar arðræningjarnir (Gyðingarnir) eru og nauðsyn þess að sýna þeim í tvo heimana.

Það sama má sjá í umræðu um ESB og undirrituðum til mikillar hryggðar eru það skoðanabræður hans úr Sjálfstæðisflokknum sem einfalda það sem er flókið og óskiljanlegt og gera það einfaldara.  Þar er gripið til þjórernishyggju um að við séum að fórna sjálfstæði þóðarinnar.  Kvótinn muni fara til Brussel og reyndar öll yfirráð þjóðarinnar yfir náttúrauðlindum.  Brusselvaldið (Gyðingarnir) hafi þvingað þjóðina í IceSave málinu og vilji nú klára málið og yfirtaka allar okkar auðlindir.  Bretar, sem eru í þessu samhengi ESB, beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum.  Eigum við að ræða við svoleiðis dóna?

Peninga- og efnhagsmál þjóðarinnar eru flókin mál og verða ekki leyst með svona aðferðum.  Ljóst er að krónan hefur ekkert traust, hvorki innan- né utanlands.  Einhliða upptaka evru er tálsýn og verið bent á það af mörgum fremstu hagfræðingum landsins.  Reyndar myndum við sennilega koma í veg fyrir inngöngu Íslands í ESB í náinni framtíð með því að stíga það skref. 

Það eina raunhæfa í augnablikinu er að sameinast vinum okkar í Evrópu, ganga í ESB og taka upp evru í samvinnu við sambandið.  Þannig getum við byggt upp traust á efnahag landsin sem er Íslendingum lífspursmál þessa dagana, þar sem fjármálaleg einangrun blasir við þjóðinni.  Án þess trausts munu Íslensk fyrirtæki ekki geta fjármagnað sig í framtíðinni erlendir frjárfestar halda sig víðsfjarri.  Þá er ótalið sá skaði sem gjaldeyrishöft og háir vextir valda rekstri fyrirtækja og heimlila í landinu.  Fyrir liggur að fyrirtæki eins og Marel, Össur og CCP hyggja á flutning fyrirtækjanna úr landi ef ekki verður sótt um aðild að ESB.  Menn treysta sér ekki til að reka fyrirtæki í Norður Kóreu Atlanshafsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa einstakri stöðu með afstöðu sinni í þessu mikilvæga máli, og ýta vandamálunum á undan sér án þess að setja skýra framtíðarsýn og stefnumótun.  Stefna þeirra í þessum mikilvægu málum, Þeim mikilvægustu sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir frá lýðveldisstofnun, er óskýr og ekki sannfærandi.  Með orðagaldri einfalda þeir það sem er flókið óskiljanlegt og hamra á Brusselvaldinu (Gyðingunum) og nauðsyn þess að vernda þjóðina fyrir því.  Hræða fólk með því að með aðild að ESB afsali þjóðin sér öllum yfirráðum yfir auðlindum sínum.

Ef Sjálfstæðismenn hafa góðan málstað að verja í þessu máli; hvers vegna eru þeir þá ekki málefnalegri og not rök í staðinn fyrir þjóðerniskend og lýðskrum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég mun ekki hafa áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Þá verða þeir að breyta stefnu sinni. Þeim mun ekki haldast uppi að hafa einhliða stefnu sem útilokar eitt fram yfir annað. Þeir munu byrja á að lýsa yfir að þetta ESB mál sé þverpólitískt og verði rekið þannig hér eftir að hver flokksmaður fái að fylgja samvisku sinni. Það er bara til að kljúfa ekki flokkinn og mögulega sækja aftur tapaðan stuðning.

Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Finnur Birgisson

Sjá hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/856702/

Finnur Birgisson, 19.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 285834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband