17.4.2009 | 12:45
Ótrúlegt lýðskrum
Það er ótrúlegt lýðskrum hjá stjórnarliðum að saka Sjálfstæðismenn um ofbeldi og skemmdarverk í stjórnarskrármálinu. Ekkert kallar á breytingar á stjórnarskrá þessa dagana og nær að einbeita sér að peninga- og efnahagsmálum. Stjórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar og algjört stílbrot að reyna að keyra í gegn breytingar gegn vilja stjórnarandstöðu. Sérstaklega hjá minnihlutastjórn sem kallar sig starfsstjórn um viðreisn efnahags landsins.
Ég skora á fólk að kynna sér ummæli stjórnarliða um tillögur að stjórnarskrárbreytingum fyrir síðustu kosningar. Þá var hætt við þar sem samstaða náðist ekki og mönnum datt ekki til hugar að þvinga breytingar í gegn.
Ofbeldi og skemmdarverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 285834
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, er virkilega EKKERT sem bendir til þess að þurfi að auka lýðræði á þessu landi og gefa þjóðinni tækifæri á að ákvarða sín eigin örlög? Er virkilega EKKERT sem bendir til þess að það sé mikilvægt að setja á stjórnarskrá að auðlindir þjóðarinnar tilheyra henni? Er virkilega EKKERT sem bendir til þess að það þurfi að aðgreina löggjafarvald og framkvæmdavald? Það var þá.
Pétur Henry Petersen, 17.4.2009 kl. 14:57
Tek undir með þér Pétur! Það er ekki nóg að bjarga skuldum. Það verður að nota tækifærið og koma hér á breytingum þannig að fólk vilji búa hér áfram. Og ef menn eins og sjálfstæðismenn fá að ráða þá verður fullkomin slit milli Alþingis og þjóðar. Eftir það starfar Alþingi í raun ekki lengur í umboði þjóðarinnar.
Alþingi hefur nú haft yfir 60 ár til að setja okkur Stjórnarskrá því þessi sem við notum er fengin að mestu frá Dönum og átti bara að nota í nokkur ár.
En sumir halda að það sé nóg að skaffa fólki bara peninga aftur og svo byrjum við aftur að vinna markvisst að koma okkur í sömu vandræði aftur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 17:36
Alveg rétt Gunnar, það á ekki að vera hægt sisvona að hlaupa til og breyta Stjórnarskránni ef mönnum dettur það allt í einu í hug. Stjórnarskráin er grunnplagg lýðveldisins og er grunnur allrar lagasetningar í landinu. En æðibunugangurinn var slíkur að það var ríkisstjórninni til háborinnar skammar.
Það dylst engum að það þarf að fara í þá vinnu að breyta Stjórnarskránni, en það verður að vera gert í sátt við alla, þannig hefur það verið gert hingað til. En slík vinnubrögð er nokkuð sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki tamið sér og er þá ekki von á góðu.
Þegar farið verður í Stjórnarskrárbreytingar þá þarf það að gerast í því andrúmi að almennur friður og sátt ríki í þjóðfélaginu, en því er ekki að heilsa núna, því miður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 02:24
Nákvæmlega rétt hjá þér Tómas. Stórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar og það er ekkert að því að eindurskoða og breyta henni. Það hefur verið gert nokkrum sinnum undanfarin misseri. Það verður hinsvegar að vera sátt um breytingarnar á þingi. Þetta er eins og áður segir sáttmáli þjóðarinnar en ekki þingsins eða meirihluta þess. Um það hefur gilt sátt þar til þessi vitleysa öll byrjaði.
Ég hef búið í mörgum ríkjum og veit hvað lýðræði og almenn mannréttindi skipta miklu máli. Það svellur í mér blóðið af reiði þegar Íslendingar tala niðrandi um þjóðskipulag sitt og kalla Ísland ,,bananalýðveldi" Pétur og Magnús eru blindaðir af ,,trú" sinni í pólitík og sjá því ekki skóginn fyrir trjám.
Gunnar Þórðarson, 19.4.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.