16.4.2009 | 16:27
Talsmáti kjánans
,,Þeir væru að ganga erinda útgerðarauðvaldsins, ganga erinda LÍÚ, sægreifanna og kvótakónganna" Þetta er haft eftir utanríkisráðherra Íslands á Alþingi í dag í umræðu um stjórnarskrárfumvarpið. Hver tekur mark á svona orðaflaumi. Er Össi kjáni eða er þetta lýðskrum. Allir sem velta þessum málum fyrir sér vita að ákvæði um eignarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur enga þýðingu hvað varðar stjórnarskána. Málið er að fyrsta grein laga um fiskveiða tiltekur til að fiskveiðaauðlindin sé sameign þjóðarinnar. Og það er hún óumdeilt og þarf ekki að setja slíkt í stjórnarskrá. Stjórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar en ekki leikfang alþingismanna. Þó þetta yrði sett í stjórnarskrá myndi það engu breyta að hægt væri að færa einhverjum tilteknum hópi nýtingarréttinn. Það þarf hvort eða að gera þar sem óheftur aðgangur gengur ekki upp. Allir skynsamir menn skilja það og gera sér grein fyrir því.
Svona notkun á óskilgreindum skrýtnum hugtökum í pólískum tilgangi er loddaraskapur, eða kjánaskapur. Hvort er Össi kjáni eða loddari? Þetta er fyrir neðan virðingu þingmanns og örugglega langt frá því sem búast má við orðum ráðherra.
Svona í framhjáhlaupi. Hver er munurinn á; útgerðarauðvaldi, LÍÚ, sægreifum og kvótakóngum? Ætli Össi hafi skilgreiningu á þessum hugtökum? Nær þetta til allra sem stunda fiskveiðar og eru þessi hugtök eins slæm og þau líta út fyrir að vera?
Segja sjálfstæðismenn hafa varpað grímunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innihald ummælanna sem þú gagnrýnir Össur fyrir er einfaldlega rétt, þú þarft ekki kalla Össur kjána eða loddara þessvegna.
Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2009 kl. 16:40
Ég get nú ekki séð á þínu bloggi Jóhannes að þú hafir fegurri nokkuð "fegurri" orð um Sjálfstæðismenn, en ég sé ekki heldur afhverju þú ættir að hvumpast við spurningu en ekki beint ónafnakall eins og viðgengst víða hérna í bloggheimi mbl.is amk. ef ekki víðar.
Eggert J. Eiríksson, 16.4.2009 kl. 18:40
Orðfæri ráðherrans er við hæfi á kappræðufundum í héraði en tæpast á Alþingi. Þar er maðurinn fulltrúi stjórnvalda, og um þennan talsmáta má nota hinn þvælda frasa, með smávegis hliðrun: "Svona segir maður ekki".
Flosi Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 19:59
Já... en hann var ekki með nein stóryrði. Össur sagði einfaldlega að sjálfstæðisflokkurinn gengi erinda LÍU og gaf í skyn að þeir væru að berjast fyrir þeirra sjónarmiðum á alþingi. Það eru nákvæmlega engin rök að grípa til þeirra fullyrðinga að segja að Össur sé kjáni en hægt er að færa sterk rök fyrir því að þú sést kjáni sjálfur að svara ekki frekar fyrir þig með rökum ... sem benda á með málefnalegum hætti að sjálfstæðisflokkurinn gangi ekki erinda Líu og sægreifanna.Þannig að fyrir mér ertu að skjóta þig í fótinn með því að upphrópa Össur kjána og talar síðan um að hann fari með stór orð um Sjálfstæðisflokkinn.
Brynjar Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 06:38
Össur er hvatyrtur, gýfuryrur og hugsar sjaldan áður en hann talar. Þess vegna má oft hafa gaman af honum og henn getur verið fyndinn, en ekki gef ég mikið fyrir manninn í málefnalegum rökræðum.
Emil Örn Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 14:40
Já ég hef oft heyrt talað um að Össi sé skemmtilegur, og því er ég sammála. Hinsvegar taka hann fæstir alvarlega, einmitt vegna þess að hann lætur allt flakka og þarf þá engin rök fyrir því sem hann segir. Það minnir svolítið á skemmtikraft eða jafnvel trúð.
Ég benti líka á þessi fjögur hugtök sem hann notaði í þinginu. Öll hafa þau neikvæða merkingu eins þau eru sett fram nema kannski LÍÚ sem ekki er enn orðið að skammaryrði. Það sem hinsvegar skiptir máli hér er að umræðan um stjórnarskrármálið hefur ekkert með þetta að gera og eru ekkert annað en lýðskrum orðagaldur.
Gunnar Þórðarson, 19.4.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.