Talsmáti kjánans

Þegar vit þrýtur notar kjáninn stóryrði og upphrópanir. 

,,Þeir væru að ganga erinda útgerðarauðvaldsins, ganga erinda LÍÚ, sægreifanna og kvótakónganna"  Þetta er haft eftir utanríkisráðherra Íslands á Alþingi í dag í umræðu um stjórnarskrárfumvarpið.  Hver tekur mark á svona orðaflaumi.  Er Össi kjáni eða er þetta lýðskrum.  Allir sem velta þessum málum fyrir sér vita að ákvæði um eignarrétt á fiskveiðiauðlindinni hefur enga þýðingu hvað varðar stjórnarskána.  Málið er að fyrsta grein laga um fiskveiða tiltekur til að fiskveiðaauðlindin sé sameign þjóðarinnar.  Og það er hún óumdeilt og þarf ekki að setja slíkt í stjórnarskrá.  Stjórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar en ekki leikfang alþingismanna.  Þó þetta yrði sett í stjórnarskrá myndi það engu breyta að hægt væri að færa einhverjum tilteknum hópi nýtingarréttinn.  Það þarf hvort eða að gera þar sem óheftur aðgangur gengur ekki upp.  Allir skynsamir menn skilja það og gera sér grein fyrir því.

Svona notkun á óskilgreindum skrýtnum hugtökum í pólískum tilgangi er loddaraskapur, eða kjánaskapur.  Hvort er Össi kjáni eða loddari?  Þetta er fyrir neðan virðingu þingmanns og örugglega langt frá því sem búast má við orðum ráðherra.

Svona í framhjáhlaupi.  Hver er munurinn á; útgerðarauðvaldi, LÍÚ, sægreifum og kvótakóngum?  Ætli Össi hafi skilgreiningu á þessum hugtökum?  Nær þetta til allra sem stunda fiskveiðar og eru þessi hugtök eins slæm og þau líta út fyrir að vera?


mbl.is Segja sjálfstæðismenn hafa varpað grímunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Innihald ummælanna sem þú gagnrýnir Össur fyrir er einfaldlega rétt, þú þarft ekki kalla Össur kjána eða loddara þessvegna.

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Ég get nú ekki séð á þínu bloggi Jóhannes að þú hafir fegurri nokkuð "fegurri" orð um Sjálfstæðismenn, en ég sé ekki heldur afhverju þú ættir að hvumpast við spurningu en ekki beint ónafnakall eins og viðgengst víða hérna í bloggheimi mbl.is amk. ef ekki víðar.

Eggert J. Eiríksson, 16.4.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Orðfæri ráðherrans er við hæfi á kappræðufundum í héraði en tæpast á Alþingi. Þar er maðurinn fulltrúi stjórnvalda, og um þennan talsmáta má nota hinn þvælda frasa, með smávegis hliðrun: "Svona segir maður ekki".

Flosi Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... en hann var ekki með nein stóryrði. Össur sagði einfaldlega að sjálfstæðisflokkurinn gengi erinda LÍU og gaf í skyn að þeir væru að berjast fyrir þeirra sjónarmiðum á alþingi. Það eru nákvæmlega engin rök að grípa til þeirra fullyrðinga að segja að Össur sé kjáni en hægt er að færa sterk rök fyrir því að þú sést kjáni sjálfur að svara ekki frekar fyrir þig með rökum ... sem benda á með málefnalegum hætti að sjálfstæðisflokkurinn gangi ekki erinda Líu og sægreifanna.Þannig að fyrir mér ertu að skjóta þig í fótinn með því að upphrópa Össur kjána og talar síðan um að hann fari með stór orð um Sjálfstæðisflokkinn.



Brynjar Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 06:38

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Össur er hvatyrtur, gýfuryrur og hugsar sjaldan áður en hann talar. Þess vegna má oft hafa gaman af honum og henn getur verið fyndinn, en ekki gef ég mikið fyrir manninn í málefnalegum rökræðum.

Emil Örn Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Já ég hef oft heyrt talað um að Össi sé skemmtilegur, og því er ég sammála.  Hinsvegar taka hann fæstir alvarlega, einmitt vegna þess að hann lætur allt flakka og þarf þá engin rök fyrir því sem hann segir.  Það minnir svolítið á skemmtikraft eða jafnvel trúð.

Ég benti líka á þessi fjögur hugtök sem hann notaði í þinginu.  Öll hafa þau neikvæða merkingu eins þau eru sett fram nema kannski LÍÚ sem ekki er enn orðið að skammaryrði.  Það sem hinsvegar skiptir máli hér er að umræðan um stjórnarskrármálið hefur ekkert með þetta að gera og eru ekkert annað en lýðskrum orðagaldur.

Gunnar Þórðarson, 19.4.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 285604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband